Föstudagsgrín

Hér kemur einn að hætti Jóhanns en svo kem ég með mína "langloku" á föstudaginn kemur. Ef þú lesandi góður lúrir á einni góðri látta hana þá koma hérna! 

Maður nokkur var í leigubíl og pikkaði í öxlina á bílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar. Leigubílstjórinn öskraði upp yfir sig, missti stjórnar á bílnum, var næstum búinn að keyra í veg fyrir strætó, fór upp á gangstétt og stoppaði örfáum sentimetrum frá búðarglugga. Í nokkrat sekúndur er allt hljótt í bílnum. Síðan segir bílstjórinn: Heyrðu félagi þetta skaltu aldrei gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna. Farþeganum var illa brugðið en sagði að lokum: Fyrirgefðu ég vissi ekki að smá pikk í öxlina mundi valda þessum viðbrögðum. Æ, fyrirgefðu sagði bílstjórinn, þetta var nú reyndar ekki þín sök. Í dag er fyrsti dagurinn hjá mér sem leigubílstjóri, en ég er búinn að keyra líkbíl í 25 ár. 


Föstudagsgrín

Fimm fimmaurar um homma: 1. Gafst upp á endanum. 2. Gat ekki rassgat. 3. Dróst afturúr. 4. Eilíf afturför hjá honum. 5. Sá hélt áfram því hann gat ekki hugsað sér að snúa aftur. 

Næst eru það iðnaðarmenn t.d. Trésmiðurinn sem varð að hætta því hann rak við í lógan á sér!

Í Edinbort hafði þjófur brotið rúðu í sýningarglugga skartgripaverslunar og stolið dýrgripum fyrir mikið fé. Þjófurinn náðist daginn eftir þegar hann kom í verslunina til þess að ná í hamarinn sem hann hafði brotið rúðuna með!

Hvaða hávaði er þetta í herberginu hér við hliðina? Þetta er bara hún Sigga gamla að tala við sjálfa sig. Af hverju hefur hún svona hátt? Æ, hún heyrir svo illa kerlingargreyið!

Veistu hvað stendur á legsteini opinbers starfsmanns? Nei. Hér hvílir hann áfram!

Jón Hjaltalín skólastjóri á Möðruvöllum var eitt sinn að láta nemanda þýða úr dönsku og kom þar fyrir málshátturinn: Af skade bliver man klog. Nemandinn þýddi: Af skötu verður maður klókur. Þá sagði Hjaltalín: Jahá, Mikið þyrfir þú að éta af henni!

Laufey Valdimarsdóttir var eitt sinn á ferð í bíl með nokkrum kvenréttindakonum. Þær töluðu margt um sín áhugamál, og þótti bílstjóranum þær halla allmjög á karlmennina. Hann sagði því: En guð skapaði þó Adam á undan Evu. Já, svaraði Laufey, en það var bara af því, að hann var að æfa sig!

Prestur nokkur var að hugga ekkju, sem nýlega hafði misst mann sinn, og sagði meðal annars, að hann væri nú kominn til betri heimkynna. Þá segir konan með þykkjusvip: Á þetta að vera sneið til mín!

Listmálari hér í bænum var að sýna gesti sínum nokkur málverk eftir sig, og þar á meðal var andlitsmynd af stúlku. Þegar gesturinn hafði athugað myndina nokkra stund, sagði hann: Mér sýnist myndin prýðilega gerð, en hvers vegna valdir þú svona herfilega ljótan kvenmann til að mála? Hún er systir mín, sagði málarinn. Æ, fyrirgefðu, sagði þá gesturinn. Ef ég hefði athugað myndina betur, þá hefði ég getað séð, hvað þið eruð lík.

Jæja, þá er það K. N.: Ekki ný saga:

Hjá konum bæði og körlum 

hann kærleiksylinn fann,

elskaður og virtur af ölllum,

sem ekki þekktu hann.

---------

Stirðnar tunga og dvínar dáð,

dregst að nóttin kalda,

horfið er allt, sem hef ég þráð,

hvers á ég að gjalda?

Stefið margt, sem frá mér flaug

fyrr til ungra svanna,

gref ég upp úr öskuhaug 

endurminninganna. 

------

Mig langar stundum að lyfta mér ögn

og lífga með kvæðum og söng.

Mér leiðist hin eilífa þunglyndis þögn,

því þá urðu kvöldin svo löng.

-------

Jæja, þá er það "Gráa svæðið": Það voru prestkosningar og þótti einn presturinn mikill kvennabósi sem ekki öllum líkaði. Þá var þessi til:

Heldur réna fylgið fer,

flestir gegn þér rísa,

en ef þú skærir undan þér,

ættirðu kosningu vísa.

----

Er við sáum áfram líða 

allan þennan meyjafans,

þyngdarlögum hætti að hlýða

hluti nokkur líkamans.

----

Heldur fitlar faglega,

fer með tittling haglega,

hún Gunna litla, laglega

sem lostinn kitlar daglega. 

-------------

Svo hin góða sauðfjárrækt

sveitir megi prýða,

þarf að kenna hægt og hægt

hrútunum að ríða. 

Jæja, þá er þetta komið núna, en Jóhann bað mig að taka við föstudagsgríninu og vonandi var þetta í lagi. 

 


Bjór-No Bordes-Sund

Keypti mér ódýran og góðan bjór fyrir páska. Hann kostaði 166 stk. Fór svo aftur í Ríkið til að kaupa hann aftur. En nei, núna kostar hann 229 stk. eða tæp 40% hækkun! Íslensk framleiðsla lengi lifi! Gallerí Fold býður nú upp á góðgerðauppboð fyrir No Bordes! Ætli ferðaþjónustan bjóði ekki grimmt  í verkin?  Að lokum þetta: Hvers vegna er ekki hægt að opna t.d. eins sundlaug á höfuðborgarsvæðinu fyrir eldri borgara??


Þöggun!

Einn hefur greinst með afbrigði Covid 19 sem kennt er við Suður-Afríku hér á landi sagði Þórólfur Guðnason í dag. Fréttamenn fengu síðan að spurja spurninga en enginn þeirra spurði t.d.: Hvaðan kom þessi einstaklingur og hvaðan er hann og hvaða erindi átti hann til landsins? Og heldur ekki: Er þetta afbrigði eitthvað hættulegra en önnur afbrigði? 

  


Skrítin byrjun á fótboltaleik!

Burnley fékk Manch.Utd. í heimsókn í gær. Þegar dómarinn flautaði til leiks krupu allir leikmenn liðanna nema sá sem átti að hefja leikinn. Gaf hann boltann á samherja sem var krjúpandi og tók boltann upp með höndum og kastaði honum aftur til leikmannsins. Þarna hefði dómarinn átt að dæma hendi en þess í stað gerði hann ekkert enda krjúpandi og stóð svo upp og flautaði aftur svo að leikurinn gæti byrjað. Hvaða bull er þetta. Auvita á leikurinn að byrja  þegar dómarinn flautar til leiks. 


Jólasaga. Jósep frá Nasaret.

Jósep frá Nasaret er fyrir mér afskaplega áhugaverður maður. Ætla ég að útskýra það hér og nú.

Hann bjó í Nasaret sem virðist hafa verið mjög afskeftur staður og stundaði þar trésmíði og bjó þar með heitmey sinni Maríu. Þegar boð kom frá "Ágústus" keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina, þá var það ekki hægt í Nasaret heldur þurfti fólkið í Nasaret að fara til Betlemhem. (Þessi "Ágústur" hlýtur að hafa verið með mikilsmennsku brjálæði að ætla öllum jarðabúum að skrásetja sig. Ég spyr: Vissu Afríku þjóðir, frumbyggjar Ástralíu, Kínverjar og Japanir svo dæmi sé tekið að þessari skrásetningu?) En hvað með það.

Allir íbúar í Nasaret fóru með Úlfaldalestinni nema reykingafólkið sem tók Camellestina. En Jósep átti greinilega ekki fyrir farinu og bauð Maríu að ríða á asna. Við megum ekki gleyma því að Jósep var smiður og það var búið að finna upp hjólið á þessum tíma. Af hverju í ósköpunum smíðaði hann ekki vagn og lét fyrir asnann. Var Jósep kannski bara lásasmiður!! En María þurfti að fara alla leið til Betlehem á asnanum og Jósep labbaði með.

Þegar þau komu loksins til Betlehem þá var að sjálfsögðu allt gistirými löngu uppbókað enda Úlfalda og Camellestirnar löngu komnar á staðinn. Eini staðurinn sem var laus var fjárhús sem var að sjálfsögðu bara ætlað dýrum. En Jósep dó þó ekki ráðalaus og fékk bás fyrir asnann sinn. Og þegar umsjónarmaður fjárhúsins varð brátt í brók þá læddust þau María inn í básinn til asnans. Nú spyr ég: Af hverju fór Jósep ekki með Maríu sína á fæðingardeildinna? Jú, svarið hlýtur að vera að hann hafði ekki hugmynd um að María væri þunguð. Enda hvaða heilvita maður léti heitmey sína hossast dagleið sitjandi á asna kasóletta? Enda hafði Jósep aldrei gert neitt do do með Maríu. Ætli karlinn hafi verið getulaus og þess vegna verið tilvalinn í þetta job.

En um þessa nótt verður María léttari enda hvernig á annað að vera, búinn að hossast á asna í tæpan sólarhring. Og þegar barnið kom þá vissi Jósep ekkert hvað hann átti að gera enda grunlaus um þungun Maríu. Fjárhirðirinn brást þó rétt við og lét vita hvað hafði gerst í fjárhúsinu, en Jósep leit hann hornauga og hélt að hann væri kannski faðir barnsins.

Nú komu þrír menn sem voru bæjarstarfsmenn. En í þá daga voru bara valdir vinir bæjarstjórans í embættum og voru þeir yfirleitt kallaðir gáfumenn til að fegra klíkuskapinn og var orðið vitringar líka notað.

Sá fyrsti, sem hét Baltasar var frá landbúnaðarráði og spurði Jósep mikið um asnann og vildi vita hvort Jósep ætti hann. Sá næsti hét Kormákur kom frá félagsmálaráði og vildi vita allt um hagi þeirra og hvort þau gætu yfirleitt alið upp barn jafn fátæk og þau voru. Var nú Jósepi orðið ansi heitt í hamsi ekki bara út af öllum þessum spurningum heldur var hann líka alveg gáttaður og ráðvilltur út af barnsfæðingunni. Sá þriðji í röðinni hét Samper og kom frá kirkjumálaráði og benti Jósepi á að þar sem þau væru ekki búin að skrásetja sig þá gætu þau líka skrásett nýfædda barnið í leiðinni og þau þyrftu þá að skýra barnið á staðnum svo það væri hægt.

Nú var byrjað að rjúka úr höfði Jóseps. Álagið á hann var orðið allt of mikið svo hann hrópaði: Jesus Krist (ætlaði svo að segja, látið okkur í friði) en hann komst ekki lengra því maðurinn frá kirkjumálaráði greip þarna inn í og sagði: Gott mál, drengurinn skal þá heita Jesús Kristur og munið svo að skrásetja hann líka á morgun.

Svo fóru vitringarnir þrír en María átt eftir að svara mörgum spurningum Jóseps.


Smit við landamærum.

Ísand á ekki landamæri að nokkru landi en við heyrum stöðugt að svo og svo margir hafi greinst við landamærin og svo og svo margir innanlands. Er þá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í útlöndum? En við fáum aldrei að vita með hvað flugfélagi þetta fólk kemur til landsins né hvort það séu hælisleitendur, erlendir ríkisborgarar eða landinn? Alltaf þessi feluleikur. Á ekki allt að vera upp á borðum?


Jesú í anda Þjóðkirkjunnar!

Það er búið að ræða og skrifað mikið vegna útspil Þjóðkirkjunnar til að ná til ungs fólks. Þar er Jesús látinn vera með t.d. kvennmanns brjóst og varalit. Það eru samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar Pétur G. Markan og líka Séra Hildur Björk Hörpudóttir sviðsstjóri fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar með samþykki Agnesar M. Sigurðardóttir biskups Íslands sem standa að þessu. Nú vill svo vel til að á morgun (10unda september) er Kirkjuþing þar sem meðal annars Halldór Gunnarsson fyrrverandi sóknaprestur vill að biskup verði áminnt fyrir að samþykkja þessa auglýsinu sem Auglýsingastofan Aldeilis gerði og Lára Garðarsdóttir teiknaði. Ef prestar landsins staðfesta að þessi afskræming á Kristi sé í lagi mun ég segja mig úr þessar Þjóðkirkju því ég á þá enga samleið með þessu fólki sem finnst þessi gjörningur vera í lagi. 


G.G. 100 ára

Í dag 18 júlí hefði faðir minn Guðmundur Guðmundarson orðið 100 ára. Hann samdi mikið af ljóðum og vísum. Ég ætla núna og næstu daga að setja inn á bloggið eitthvað af þeim.

Til Gógó:

Nóttin er mér yndisleg

unaðs hlýir straumar

ég og þú og þú og ég

þar eru mínir draumar.

-Og svo þetta:

Lífið grátt þó leiki mig

lofgjörð flyt ég slíka:

að ég megi elska þig

í eilífðinni líka.

-------

2001: Gleymskan á sér ótal stig

sem erfitt er að greina.

Ellin sífellt angrar mig

ei ber því að leyna.

-------

Þegar kona þráir mann

þarf hún vel að tryggja

með góðu skapi að gleðja hann

varast hann að styggja.

------------

Konur Íslands kætir mest

sem karlar hafa að bjóða

enda kemur það allra best

ef þeir kunna að ljóða.

-----

Þegar pabbi var 12 ára birtist ljóð eftir hann í Árvaki, bekkjarblað 8.A.

Austurbæjarskóli, desember 1932.

Jólin.

Nú fagurt er á Fróni,

það fannhvítt er sem mjöll,

leikur dýrðarljómi

leiftrandi um frosin völl

---

Jólagleðinnar gaman

gefur oss mátt og þrótt.

Yndi er að syngja saman

sálma um jólanótt.

---

Gleðjast börnin góðu

glaðan hefja brag.

Í næturhúmi hljóðu

þau hugsa um jóladag.

---

Leiftrandi um lofthvelið bláa

ljómar guðs dýrðarsól.

Ég enda nú óðinn minn smáa

og óska ykkur: Gleðileg jól!

-----------------

Þegar G.G. varð sjötugur:

Á sjötugsdegi meðal góðra gesta

við gleði sanna, kæti, fjör og hróp,

sú ákvörðun, sem ég tel allra besta,

sem elding björt, þá fram á sviðið hljóp:

Ég ákvað næstu 5 ÁRUM AÐ FRESTA,

fleiri mættu bætast í þann hóp! 

Með þökk fyrir vinsemd 18/7 s.l.

G. G.

(Ekkert mál og engan mun það saka

eftir 5 ár vinum til mín sný,

því gleðskapinn ég ætla að endurtaka,

er ég gerist sjötugur á ný!)

-----------------

17/4 við andlát Gógó.

Ég kom í dalinn, kæra fljóð

í kvöldsins töfra frið

og fuglar sungu ástaróð 

um allt sem þráðum við.

---

Mín ósk og þrá var aðeins sú

að una þér svo heitt.

Ó kveðjustund því komstu nú

þitt kall ei skilur neitt.

---

Að kveðja þig, það kvelur mig

því kvöldið leið svo fljótt.

Í dalnum hér ég dvel hjá þér

í draumi hverja nótt.

---------------

Læt þetta duga núna en það kemur meira. 

 

 

 


Gamlar vísur nr. 20

Jæja þá er komið að lokun á þessum gömlum vísum sem ég fann í dánarbúi föðurs míns.

250. Kosningarvísa 9 júlí 1927 í R.v.k.

Íhaldið er eins í mörgu

ekki vantar móralinn:

Að selja hana gömlu Sigurbjörgu

sjötuga undir Dósentinn.

251. Manús Ólafsson og jeg saman í Vestm.eyjum.

Margur dáða drengur 

dropan þyggur sinn.

Bj. Mjer er mesti fengur

morgun - bitterinn.

252. Sátum saman að öldrykkju. Þá kvað Magnús Ólafsson.

Margur hrapar meðal vor

miklir glatast kraftar.

Ölið skapar þrek og þor

þyrstir gapa kjaftar.

253. Sami: Við lestur rit Gests Pálssonar.

Hugga Scherpear sótti að

samt var Byron mestur.

Aldrei hef jeg brotið blað

í bókum þínum Gestur.

254. Sveinn á Eli - Vogum keypti kyr frá Vestur - Á, sem reyndist ekki jafn góð,og var sögð. Kalt var milli þeirra Sveins og Vestur - Ása bóndans. Sveinn kvað.

Leggja há en huppa rír

happa smái gripur.

Virðist á þjer veslings dýr

Vestur - Ása svipur.

--------------

þá lýkur þessu en ekki veit ég hver skráði en skriftin er mjög falleg. Þætti vænt um ef einhver hefur hugmynd um það. Næst ætla ég að setja inn nokkrar vísur eftir föður minn sem hefði orðið 100 ára 18. júlí.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband