Dásamleg Aðventuferð með Ferðaskrifstofu Eldri Borgara.

Við hjónin fórum í Aðventuferð til Köben með Ferðaskrifstofu Eldri Borgara þann 12 desember til 15 des. Var það aukaferð vegna mikillra vinsælda. Það er of langt mál að fara yfir alla atburðina en í stuttu máli var gönguferð með Ástu Stefánsdóttur um slóðir Fjölnismanna og líka farið í Jónshús þar sem Halla Benediktsdóttir fór yfir sögu húsins. Fengum mikinn fróðleik frá þessum frábærum leiðsögukonum. Svo var sigling þar sem jazztónlist var leikinn af The Scandinvian Rhythm Boys á milli þess að fararstjórinn Sigurður K. Kolbeinsson rakti það sem fyrir augu bar. Ógleymanleg ferð og vel skipulögð og ekki skemmdi það fyrir að Guðni Ágústsson var með í þessari ferð og fór mikinn eins og honum einum er lagið. Allt stóðst 100% hjá  Ferðaskrifstofa Eldri Borgara.


Grænlandsferð á vegum Ferðaskrifstofu Eldri Borgara seinni hluti.

Þriðji dagur þessar ævintýraferðar 27-09-21 byrjaði snemma. Fyrst var farið til Narsaq og sá bær skoðaður og snæddur hádegismatur. (staðurinn er í eigu Íslendings). Og næst byrjaði ævintýrið fyrir alvöru og var þó margt skemmtilegt og fróðlegt búið. Siglt var inn Qooroq Icefjord (Ísfjörðinn) þar sem stórir ísjakar fljóta um í firðinum. Vorum á þrem bátum sem voru festir saman þar sem jökulinn skreið fram í sjóinn. Þar var okkur boðið upp á hvítvín með "alvöru" klaka sem var tekinn úr einum ísjakanum. Útsýnið þarna var dásamlegt hvert sem litið var. Ekki skemmdi veðrið fyrir en það var sól og logn eins og alla hina daganna. Það er hægt að fara inn á ferðaskriftofa eldri borgara og skoða myndir úr þessar mögnuð ferð sem og öðrum ferðum. Ég mæli eindregið með þessari ferðaskrifstofu. Allt sem sagt var gekk eftir og farastjórn Sigurðar K. Kolbeinsonar og Johns voru 100%. Takk fyrir mig og mína. Bíðum spennt að fara í fleirri ferðir með þessari frábæru ferðaskrifstofu. 


Ferðaskrifstofa Eldri Borgara slær enn og aftur í gegn.

Við hjónin fórum til Grænlands á vegum Ferðaskrifstofu eldri borgara þann 25.sept og var uppselt í þessa ferð eins og í flestar ef ekki allar ferðir á vegum þessara frábæru ferðaskrifstofu sem ég mæli eindregið með. Þetta var dásamleg og vel skipulögð ferð. Ætla ég bara að stikla á stóru núna. Strax fyrsta daginn var farið í skoðunarferð. Qassiarsuk sem áður var Brattahlíð bær Eiríks Rauða. 26. sept. dagsferð til Iqaliku sem áður var biskupssetur og var nefnt Garðar. 27.sept. dagur þrjú toppaði svo allt sem hægt var að toppa! Hér náði ferðin hámarki og mun ég gera henni betri skil síðar. Öll framkvæmd og skipulag var fyrsta flokks. Farastjóri í þessari mögnuðu ferð var Sigurður K. Kolbeinsson auk þess var með honum John sem veit nánast allt um Grænland og fylltu þeir okkur af fróðleik og ekki skemmdi veðrið fyrir en alla þessa daga var sól og logn. 


Er Framsóknarflokkurinn falur?

Faðir minn var mikill sjálfstæðismaður (helblár) og fór ekki leynt með sínar skoðanir. Hann var t.d. gjaldkeri í stjórn Heimdallar 1935-1945. Hann sagði að Alþýðubandalagið væri í lagi því maður vissi alltaf hvar maður hefði "kommana" en Framsókn væri allt öðruvísi þar sem maður vissi aldrei hvar maður hefði hann. Í dag finnst mér ekkert hafa breyst. Sá maður sem kýs Framsókn veit ekkert hvort hann fær hér vinstri eða hægri stjórn. 


Föstudagsgrín

Verkamaður hjá "kol og salt" sagði þegar gengi Hitlers var sem mest í stríðinu og Þjóðverjar hernámu hvert landið af öðru: "Ekkert skil ég í, hvað hann Hitler vill með öll þessi lönd, - barnlaus maðurinn".

Þorvaldur á Eyri kom einu sinni inn í sölubúð í Reykjavík og sagði: Hvað er selt hér og keypt? Búðarmaðurinn svaraði spjátungslega: Það er nú mest þorskhausar. Já, og ganga víst vel út, segir Þorvaldur. Ekki nema einn eftir.

Verkamaður var að sækja um atvinnu og vinnuveitandinn spurði hann, hvað hann hefði unnið lengi þar sem hann var síðast? Í 65 ár sagði verkamaðurinn. Í 65 ár? spurði vinnuveitandinn undrandi. Hvað eruð þér gamall. Fertugur. Hverning getið þér hafa unnið í 65 ár? spurði vinnuveitandinn. Það var svo mikil eftirvinna, sagði verkamaðurinn.

Stefán gamli átti áttræðisafmæli. Finnst þer ekki slæmt að vera orðinn svona gamall? spurði einn af gestunum. Slæmt, og sei, sei, nei sagði sá gamli, ef ég hefði ekki orðið svona gamall væri ég dauður!

Í brúðkaupsveislu var maður nokkur að tala fyrir minni brúðgumans og komst meðal annars svo að orði: Hamingjan gefi að brúðguminn megi lifa marga slíka daga sem í dag!

Drykkfelldur maður sagði kunningja sínum að hann ætlaði á grímudansleik og leitaði ráða hjá honum hvernig hann ætti að búa sig sem torkennilegast svo að hann þekktist ekki. Vertu bara ófullur sagði kunningi hans. 

Þá er það KN: Uppstigningin: Opnaðu Pétur þitt harðlæsta hlið

að himinsins dýrðarsölum

skáldið er nú að skilja við

skrokkurinn fullan af kvölum.

-----------

Sorgarsjón: Nú er K. N. sárt að sjá

í solli rekka,

sitja hjá og horfa á 

er hinir drekka.

--------

Eftirmæli: Í kistuna sína hann lagðist lúinn,

lífs og sálar kröftum rúinn

við allskyns "eymda kíf"

Honum lítð hjálpaði trúinn,

hann var fremur illa búinn

undir annað líf.

Svo er það fimman: 1. Málarinn sem fékk málverk! 2. Sköllóttu mennina sem fóru í hár saman! 3. Sjoppueigandinn sem sagði allt gott! 4. Tannlausi maðurinn sem beit á jaxlinn! 5. Slátrarinn sem hafði tvær í sigtinu!

Að lokum er það gráa svæðið: Í Beinateig er breima flest,

ballar- kvelur sýkin.

Hafa þennan heilsubrest

Halla, kisa og tíkin. 

-------------

Hensína hér kona. Hún bjó á Hóli í Skagafirði. Ráðsmaður hennar gerðist aldraður. Hún hafði hug á að fá sér yngri ráðsmann og skrifaði því kunningja sínum og bað hann að útvega sér ungan mann. Þá var kveðið:

Hóllinn getur gæfu veitt

og gull á báðar hendur,

en Henzu vantar aðeins eitt,

yngismann - sem stendur.

--------

Ýmsa beygir ástarþrá

úti um vegi og grundir.

Brotna og deyja blómin smá

bökum meyja undir.

--------

Beinakerlingarvísa:

Farðu Dan úr frakkanum,

flettu o´n um þig buxunum,

stattu þarna uppi á steininum

og stikktu inn í mig bellinum. 

---------------

Frek að vanda fýsnin var,

fór að standa honum,

þegar Stranda-stelpurnar

steyptu úr hlandkopponum.

-----------

Að lokum kemur þessi:

Ef að stríð og andstreymi

að þér kvíða setur,

þú skalt ríða Þorgerði,

og þér mun líða betur.

 

 


Og hérna en hérna og já

Ég hlusta oft á þátt Sigurlaugar M. Jónasdóttur: Segðu mér. Hún er oftar en ekki með áhugaverða viðmælendur. Þá tekur maður eftir málfæri viðmælanda. Og hérna en hérna og já virðist vera mikið notað en aldrei eins og í morgun þegar viðmælandi hennar virtist ekki geta sagt eina setningu án þessara viðhengja sem í raun segja ekki neitt en eru notu samt í tíma og ótíma. Þá er nú þægilegra að hlusta á viðmælendur sem sleppa þessum viðhengjum sem gerist sem betur fer stundum. 


Föstudagsgrín

Jæja, þá er komið að seinasta föstudagsgríni hjá mér í bili. Sjáum til í haust. Þá er það fimman en hún fjallar um gleðikonur sem þurftu að hætta: 1. Hafði ekki neitt upp á sig lengur. 2. Allt of út lærð. 3. Drap tittlinga. 4. Kominn með geðklofa. 5. Sú brúkað kjaft við kúnanna og fékk að halda áfram.

Ungur nýgiftur maður eignaðist son. Hann var mjög montinn af þessu, og einn dag tók hann vin sinn heim með sér til þess að sýna honum frumburðinn. Er þeir stóðu yfir vöggu barnsins, sagði faðirinn: Það segja allir, að drengurinn sé afar líkur mér. Vinur hans svaraði hughreystandi: Taktu það ekki nærri þér, vinur minn. Ef strákurinn er bara heilsuhraustur, þá er allt í lagi.

Stúlka stöðvaði lögregluþjón á götu og sagði: Þessi maður þarna er að elta mig. Ég er hrædd um, að hann sé drukkinn. Lögregluþjóninn virðir stúlkuna fyrir sér og segir svo: Já, það hlýtur hann að vera.

Einar frá Hvalnesi og Helgi Hjörvar eru sjálfsagt einhverjir ólíkustu menn, sem um getur. Einar stór og næstum að segja tröllslegur, hvar sem á er litið, en Helgi lágvaxinn og smáfelldur. Eitt sinn vildi Einar hitta Helga að máli og fór heim til hans, en þeir höfðu ekki sést áður. Einar kveður nú dyra, og hittist svo á, að Helgi kemur sjálfur til dyra. Þá segir Einar: Sæll vertu, drengur minn! Er hann pabbi þinn heima!

Helgi Hjörvar var lítill vinur Jónasar Þorbergssonar útvarpsstjóra og  átti í miklum útistöðum við hann, eins og menn munu minnast. En ekki þótti honum taka betra við, þegar Vilhjálmur Þ. Gíslason var orðinn útvarpsstjóri. Einhver kunningi Helga spurði hann, hvernig honum félli við nýja útvarpsstjórann. Þá sagði Helgi: Það hefði mig aldrei grunað, að nýi útvarpsstjórinn ætti efir að gera þann gamla góðan.

Hjörtur Hjartarson, fulltrúi hjá borgarfógeta, kom í fyrirtæki eitt hér í Reykjavík í þeim erindum að gera lögtak. Fostjórinn tók lögtaksmönnum hið versta og sagði þeim að fara til helvítis. Eigið þér eignir þar? spurði þá Hjörtur með mestu hægð.

Ásgrímur hét maður og var Eyjólfsson. Hann var afgreiðslumaður við Lefoliis-verzlun á Eyrarbakka. Hann var ákaflega blótsamur. Eitt sinn var hann að mæla brennivín fyrir sveitaprest einn, en hraut ílát. Hann kallaði því til prests: Komdu hérna, séra skratti, með ílát undir andskotann.

Sr. Jónas Guðmundsson á Staðarhrauni sendi bónda nokkrum, sem Páll hét, hrút, sem komið hafði í fé prests, vísu þessa með. Páll þessi hafði nýlega tekið fram hjá konu sinni.

Passaðu hrútinn, Paulus minn,

punginnn vill hann lina.

Hann er eins og eigandinn,

upp á kvenhöndina. 

Þá er komið að K.N.: Til Arinbjarnar Bardals:

Lánsamstur þú ert, sem ég þekkk

þeirra manna, sem að drekka ekki.

Hvernig sem á heimsku slíkri stendur,

halda margir að þú sért oftast kenndur.

Öfund mína á þér skal ei spara,

æðistiprestur sannra Goodtemplara.

---------- Ort við Þorstein Kapílán Björnsson:

Í fyrra á fjórða júlí

svo fullur varstu hér,

að allir aðrir sýndust

ófullir hjá þér.

------ Skrifað á jólaspjald til Laugu Geir:

Harmur dvínar helgum á 

hinsta sólmánuði,

systrum þínum heima hjá 

held ég jól með guði.

----------------

Að lokum er það Gráa svæðið: 

Feginn vildi ég fara upp á fóstru mína,

þó ég af því biði bana,

bara til að gleðja hana.

----

Sæl og blessuð, Sigga á Ríp,

sestu niður hjá mér.

Ég skal ljá þér snoðinn sníp,

sniðinn í klofið á þér.

---- Í barnsfaðernismáli bar stúlka það að maður hefði sorðið sig sitjandi:

Lýður gera það liggjandi,

lukkast má það standandi,

en sóðast við það sitjandi

sýnist mér varla formandi.

----

Hingað betur, þangað betur,

þú ferð hjá því,

ofar betur, neðar betur,

nú ertu á því

------

Ei varð ferð til ónýtis

upp til Skólavörðunnar.

Þar á björgum blágrýtis

biskupsdóttir legin var.

--------

Aldrei Jón á flyðru fer,

fyrr léti hann sig hengja.

En greddan, sem að í honum er,

ætlar hann að sprengja.

--------

Þá er þessu lokið núna og var í lengra lagi. Vonandi hafið þið haft gaman að þessu!

 


Föstudagsgrín.

Ef þú lúrir á einum góðum láttu hann þá koma hérna. En á föstudaginn kemur kem ég með mína "langloku" þ.e.a.s. fimmuna, K.N. gráa svæðið, og nokkrar sögur. En hérna er ein: Ung kona kom til læknis til þess að leita ráða hjá honum. Hún var feimin og gekk seinlega að bera fram erindi sitt. Læknirinn komst þó að því að ástæðan var, að hjónaband hennar var barnlaust, og að hún og maður hennar höfðu bæði áhuga á því að eignst barn. -Hve lengi hafið þið verið gift, spurði læknirinn? Sex ár svaraði unga konan. Þá ættuð þið að vera búin að eignast barn fyrir löngu, sagði læknirinn. Gjörið svo vel að "taka af yður", svo skulum við sjá til hvað hægt er að gera. Frúin roðnaði og sagði með hægð: Mig langar nú til að eignast fyrsta barnið með manninum mínum. 

Læt annan fljóta með: Ung og fögur frú hafði eignast þríbura og lá nú á fæðingardeildinni. Dag nokkurn kom vinkona hennar í heimsókn. Ég óska þér til hamingju, sagði hún. Það hlýtur að vera dásamlegt að fá heilan barnahóp í einu. Við hinar verðum að láta okkur nægja að eignast eitt í einu. Já, það segirðu satt. Þetta er líka alveg kraftaverk. Læknirinn segir að þetta skeði aðeins í eitt skipti af 100.000. "Guð almáttugur," sagði vinkonan. Þá skil ég hreint ekki, hvernig þú og maðurinn þinn hafið tíma til að sinna störfum ykkar.!

Endir. 


Föstudagsgrín

Fyrst er það fimman: Hún fjallar um iðnaðarmenn sem þurftu að hætta: 1. Rak við í lófan á sér. 2. Málarinn sem fékk málverk. 3. Smiðurinn sem átti undir högg að sækja. 4. Skósmiðurinn sem hringsólaði. 5. Smiðurinn sem boraði upp í nefið á sér. Næst eru það gleðikonurnar.

Ferðamaður nokkur spurði eitt sinn gamla konu í Skagafirði, hvort hún hefði búið þar alla ævi? O, ekki ennþá, svaraði sú gamla afdráttarlaust.

Ég er alltaf fyrstur til að hlæja að mistökum mínum. Þú hlýtur svo sannarlega að lifa skemmtilegu lífi!

Getur þú lánað mér fyrir strætó? Ég á bara þúsund kall. Fínt þá tek ég bara leigubíl.

Steindór var sjálfur að afgreiða á bílastöðinni. Það var þegar "ástandið" var í algleymingi, og var ös mikil. Stúlka úr "ástandinu", sem Steindór þekkti, kemur inn og pantar bíl. Þér verðið að bíða, sagði Steindór. Nokkru síðar kemur liðsforingi, og lætur Steindór hann fá bíl á undan stúlkunni. Hvaða ósvífni er þetta segir stúlkan, látið þið Ameríkana ganga fyrir? Nú gerið þið það ekki líka? svaraði Steindór.

Tannlæknir kom eitt sinn á stöð Steindórs og pantaði bíl. Það er enginn bíll til, svaraði Steindór. Ég þarf að fá bíl, hverju sem tautar, varð þá tannlækninum að orði. Hvernig ætlar þú að fara að því, þegar enginn bíll er á stöðinni? Eða getur þú dregið tönn úr tannlausum manni? svaraði Steindór.

Bóndi á Hörgárdal heyrði sagt frá því, að nágranni hans hefði látið stækka mynd af konu sinni, en hún var ófríð mjög og stórskorin. Þá varð honum að orði: Mér finnst, að hann hefði heldur átt að láta minnka hana.

Sigurður Nordal ritaði nafn sitt fyrst á skólaárum sínum S. Nordal. Þá fundu skólabræður hans upp á því að kalla hann Snordal. Nú breytti Sigurður nafninu þannig, að hann ritaði það Sig. Nordal. Ekki gáfust skólabræður hans upp við það, og nefndu hann nú Signor Dal. Þá fór Sigurður að rita sitt fulla nafn og hefur gert það síðan.

Þá er komið að K.N. Úr Landnemaljóðum:

Ég þekki þá sjálfur, og það voru menn,

sem þrekið var gefið;

og taka í nefið.

Þeir unnu eins og hestar og átu eins og naut

með eldheitu blóði,

en bitu á jaxlinn, ef brennivín þraut,

og bölvuðu í hljóði.

---

Vonbrigði:

Ég bað hann ekki, aðeins lét hann skilja,

að örðug myndi verða þessi ferð,

og lítil hjálp, ef gjörð af góðum vilja,

frá gömlum vini reyndist mikilsverð.

En áform mín að engu voru gjörð,

og orðin féllu þar í grýtta jörð.

Á sjó og landi:

Ægis dætur hef ég hitt

hlæjandi úti á sænum,

líka hafa mér stundum stytt

stúlkurnar hér á bænum. 

Að lokum er það "gráa svæðið":

Mér er illt í mænunni,

mold er í öllum veggjum.

Haninn ríður hænunni,

hænan verpir eggjum.

---

Þau "blikkuðust" á brautinni,

úr bænum héldu saman.

Löðust frammi í lautinni.

Lítið er ungs manns gaman.

---

Eitt sinn þegar Ingileif

á var nærpilsinu,

Björn þá sjöunda boðorð reif

burt úr lögmálinu.

---

Einatt það mér angur jók

með öðru fleira mörgu,

að danskur maður dreif sinn lók

í deshúsið á Björgu.

---

Einu gilda má það mig,

hvað Munda tólin kitla.

En oft má fletta upp um sig

hún Indíana litla.

Læt þetta duga núna.

 

 

 

 

 

 


Býð mig fram.

Já, ég býð mig fram í stjórnasetu hjá FEB (fél.eldri borgara) en kosning fer fram núna sjötta maí. Mér finnst allt of mikil deyfði í þessu fjölmenna félagi og er tilbúinn að reyna að lyfta félaginu upp á hærra plan. T.d. með að setja stofn alls konar nefndir sem fagmenn í þessu félagi munu stjórna t.d. styrtar og sjúkrasjóð, lýðheilsunefnd, skemmtinefnd, fjáröflunarnefnd svo eitthvað sé nefnt, stjórnin á að einbeita sér að baráttu fyrir betri kjörum og hagsmuni fyrir eldri borgara. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband