Föstudagsgrín

Verkamaður hjá "kol og salt" sagði þegar gengi Hitlers var sem mest í stríðinu og Þjóðverjar hernámu hvert landið af öðru: "Ekkert skil ég í, hvað hann Hitler vill með öll þessi lönd, - barnlaus maðurinn".

Þorvaldur á Eyri kom einu sinni inn í sölubúð í Reykjavík og sagði: Hvað er selt hér og keypt? Búðarmaðurinn svaraði spjátungslega: Það er nú mest þorskhausar. Já, og ganga víst vel út, segir Þorvaldur. Ekki nema einn eftir.

Verkamaður var að sækja um atvinnu og vinnuveitandinn spurði hann, hvað hann hefði unnið lengi þar sem hann var síðast? Í 65 ár sagði verkamaðurinn. Í 65 ár? spurði vinnuveitandinn undrandi. Hvað eruð þér gamall. Fertugur. Hverning getið þér hafa unnið í 65 ár? spurði vinnuveitandinn. Það var svo mikil eftirvinna, sagði verkamaðurinn.

Stefán gamli átti áttræðisafmæli. Finnst þer ekki slæmt að vera orðinn svona gamall? spurði einn af gestunum. Slæmt, og sei, sei, nei sagði sá gamli, ef ég hefði ekki orðið svona gamall væri ég dauður!

Í brúðkaupsveislu var maður nokkur að tala fyrir minni brúðgumans og komst meðal annars svo að orði: Hamingjan gefi að brúðguminn megi lifa marga slíka daga sem í dag!

Drykkfelldur maður sagði kunningja sínum að hann ætlaði á grímudansleik og leitaði ráða hjá honum hvernig hann ætti að búa sig sem torkennilegast svo að hann þekktist ekki. Vertu bara ófullur sagði kunningi hans. 

Þá er það KN: Uppstigningin: Opnaðu Pétur þitt harðlæsta hlið

að himinsins dýrðarsölum

skáldið er nú að skilja við

skrokkurinn fullan af kvölum.

-----------

Sorgarsjón: Nú er K. N. sárt að sjá

í solli rekka,

sitja hjá og horfa á 

er hinir drekka.

--------

Eftirmæli: Í kistuna sína hann lagðist lúinn,

lífs og sálar kröftum rúinn

við allskyns "eymda kíf"

Honum lítð hjálpaði trúinn,

hann var fremur illa búinn

undir annað líf.

Svo er það fimman: 1. Málarinn sem fékk málverk! 2. Sköllóttu mennina sem fóru í hár saman! 3. Sjoppueigandinn sem sagði allt gott! 4. Tannlausi maðurinn sem beit á jaxlinn! 5. Slátrarinn sem hafði tvær í sigtinu!

Að lokum er það gráa svæðið: Í Beinateig er breima flest,

ballar- kvelur sýkin.

Hafa þennan heilsubrest

Halla, kisa og tíkin. 

-------------

Hensína hér kona. Hún bjó á Hóli í Skagafirði. Ráðsmaður hennar gerðist aldraður. Hún hafði hug á að fá sér yngri ráðsmann og skrifaði því kunningja sínum og bað hann að útvega sér ungan mann. Þá var kveðið:

Hóllinn getur gæfu veitt

og gull á báðar hendur,

en Henzu vantar aðeins eitt,

yngismann - sem stendur.

--------

Ýmsa beygir ástarþrá

úti um vegi og grundir.

Brotna og deyja blómin smá

bökum meyja undir.

--------

Beinakerlingarvísa:

Farðu Dan úr frakkanum,

flettu o´n um þig buxunum,

stattu þarna uppi á steininum

og stikktu inn í mig bellinum. 

---------------

Frek að vanda fýsnin var,

fór að standa honum,

þegar Stranda-stelpurnar

steyptu úr hlandkopponum.

-----------

Að lokum kemur þessi:

Ef að stríð og andstreymi

að þér kvíða setur,

þú skalt ríða Þorgerði,

og þér mun líða betur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Föstudagsgrínið stendur vel undir nafni hjá þér, eins og fyrr þá voru það vísurnar sem ég var mest hrifinn af þó svo að annað hafi einnig verið mjög gott....

Jóhann Elíasson, 23.7.2021 kl. 11:13

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Sögurnar koma flestar frá "íslensk fyndni" en "gráa svæðið" úr skruddu sem ég á.

Sigurður I B Guðmundsson, 24.7.2021 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband