Grænlandsferð á vegum Ferðaskrifstofu Eldri Borgara seinni hluti.

Þriðji dagur þessar ævintýraferðar 27-09-21 byrjaði snemma. Fyrst var farið til Narsaq og sá bær skoðaður og snæddur hádegismatur. (staðurinn er í eigu Íslendings). Og næst byrjaði ævintýrið fyrir alvöru og var þó margt skemmtilegt og fróðlegt búið. Siglt var inn Qooroq Icefjord (Ísfjörðinn) þar sem stórir ísjakar fljóta um í firðinum. Vorum á þrem bátum sem voru festir saman þar sem jökulinn skreið fram í sjóinn. Þar var okkur boðið upp á hvítvín með "alvöru" klaka sem var tekinn úr einum ísjakanum. Útsýnið þarna var dásamlegt hvert sem litið var. Ekki skemmdi veðrið fyrir en það var sól og logn eins og alla hina daganna. Það er hægt að fara inn á ferðaskriftofa eldri borgara og skoða myndir úr þessar mögnuð ferð sem og öðrum ferðum. Ég mæli eindregið með þessari ferðaskrifstofu. Allt sem sagt var gekk eftir og farastjórn Sigurðar K. Kolbeinsonar og Johns voru 100%. Takk fyrir mig og mína. Bíðum spennt að fara í fleirri ferðir með þessari frábæru ferðaskrifstofu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi lestur var alveg stórkostlegur og rímar algjörlega við á litlu reynslu sem ég hef af Grænlandi.  Og ég get alveg lofað þér því Sigurður að það er alveg sama hversu oft þú átt eftir að fara til Grænlands, þú upplifir alltaf eitthvað nýtt og stórkostlegt í hverri einustu ferð.  ÞVÍLÍKIR ERU TÖFRAR ÞESSA LANDS........

Jóhann Elíasson, 27.10.2021 kl. 22:51

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Því gæti ég trúað Jóhann. 

Sigurður I B Guðmundsson, 27.10.2021 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband