Færsluflokkur: Bloggar

Nei - day May - day

Á laugardaginn 9. apríl eru kosningar um eitt stærsta mál sem kosið hefur verið um hér á landi. Gerum laugardaginn að Nei - degi. May - day Nei - day. Þetta er neyðarkall sem við sem þjóð verðum að bregðast rétt við. 98% sögðu Nei seinast. Gefum okkur að 20% láti fáránlegan hræðsluáróður hafa áhrif á sig og 10% að því bara! Þá stendur eftir 70% sem er góður meirihluti íslensku þjóðarinnar. Ég vil trúa því að þetta dæmi geti verið raunverulegt. Það eru þessir Íslendingar sem axla ábyrgð og taka rétta ákvörðun og segja Nei. Ég er stoltur að tilheyra þeim Íslendingum sem gera laugardaginn 9. apríl að NEI- DEGI.

Enn er von.

Þökkum forsetanum fyrir að rétta okkur LÍFLÍNU AFTUR. Tökum fast í líflínunna og sleppum henni ekki. Hollendingar og Bretar hefðu farið dómstólaleiðina strax í byrjun ef þeir væru sannfærðir um að vinna málið þar. Þetta vita allir sem vilja vita. Núna er seinasti möguleiki til að segja NEI og þann rétt megum við ekki láta frá okkur.

Búið.

Það var dapurlegt að sitja á þingpöllum í dag og vera vitni að því að sjá landa sína samþykkja Icesave málið. Það sem verra var að formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokka landsins samþykktu að láta óbreytta borgara sína borga skuldir einkabanka þar sem stjórnendur og eigendur viðkomandi banka virðast ekki bera neina ábyrgð. Það verður erfitt fyrir forseta landsins að neita að skrifa undir Icesave lögin þar sem 44 alþingismenn vilja hafa þetta svona og auk þess þrír formenn eins og áður sagði. Ég get ekkert sagt að lokum en: GUÐ BLESSI ÍSLAND og þá þingmenn sem virðast vera á móti þjóð sinni.

Fáranlegt.

Hvernig má það vera að  fjármálaráðherra þjóðarinnar og vinstrisinni vill ólmur að landsmenn allir greiði skuldir einkabanka sem var stjórnað og í eigu manna sem teljast seint til vinstri heldur miklu fremur til sjálfstæðisflokksins? Og hvernig getur ábyrgur fjármálaráðherra mælt með að borga skuld sem hann veit ekki sjálfur né nokkur annar hve há verði?

Góður Guðmundur

Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands fór mikinn í seinni fréttatíma á RÚV 9/2. Þar sagði hann meðal annars: Að LÍÚ og SA vildu verkfall svo þeir geti staðið glottandi á hliðarlínunni og sagt við ríkisstjórnina að annað hvort semjið þið við okkur um kvótann eins og við viljum (ásættanlegt fyrir okkur) ef þið gerið það ekki þá verður bara áfram allt í verkföllum hérna. Og Guðmundur heldur áfram og segist vera búinn að vera viðloðinn kjarasamninga í ein 30 ár en þetta sé ógeðfeldasti leikur sem hann hafi séð og þetta sé hreint út sagt glæpamennska gagnvart almennu launafólki. Já, þar höfum við það. Líú enn og aftur vilja þeir stjórna öllu í þessu landi og nú með hjálp SA. Vonandi tekst Guðmundi og hans félögum að stöðva yfirgang LíÚ og SA.


Örn Árnason fór á kostum.

Seinasta atriði í Spaugstofunni síðasta laugardagskvöld var hreint út sagt frábært. Þar lék Örn Árnason handboltaáhugamann sem gjörbreytist í hita leiksins. Pálmi Gestsson (sem Jón Ársæll) fer að hitta þenna sérkennilega dreng og kynna sér málið. Þetta atriði ættu þeir Spaugstofumenn að leyfa öllum landsmönnum að sjá og þó víðar væri. Grín og leikur gerist bara ekki betra en þetta. Ég segi bara: Þakka þér fyrir Örn Árnason.

Icesave

Alveg er það merkilegt að það fólk sem stjórnar landinu og á að hugsa um hagsmuni þjóðar sinnar, er áfjáð að borga skuldir einkafyrirtækis sem rekið var af fjárglæframönnum og sumir segja jafnvel stjórnað af fjárglæpamönnum.

Er þetta lausnin?

Af hverju er konunni á Indlandi (staðgöngumóður) og manni hennar ekki boðið til Íslands ásamt barninu sem allt snýst um? Varla er það ólöglegt. Svo fara indversku hjónin aftur til Indlands en skilja barnið eftir á Íslandi hjá foreldrum sínum. Einfalt og ekkert stjórnsýslupex.

Ný launastefna.

Mikið held ég að það sé gaman að geta tekið sér laun. Eftir fréttum að dæma virðist sem starfsmenn í slitastjórnum taki sér laun eftir eigin geðþótta. Steinunn Guðbjartsdóttir tók sér 63 milljónir í árslaun 2010, Ólafur Garðarsson tók sér 53 milljónir og 12 aðrir starfsmenn tóku sér samtals 460 milljónir í árslaun segir í fréttum. Hver er viðsemjandinn sem er svona góður? Hann hlýtur að vera vinsæll. Ég hefði kosið hann mann ársins 2010 og mælt með honum sem næsta forseta ASÍ bara ef ég vissi hver þessi maður er.

Brandarakarlinn

Össur Skarphéðinsson segir eftir fund VG sé búið að hreinsa loftið og allir 35 þingmennirnir í stjórninni starfi eftir dýpstu sannfæringu sinni og hafi allir hreina samvisku gagnvart stjórnarskránni og að Ásmundur Einar hafi misskilið ESB ferlið. Já, Össur er engum líkur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband