Færsluflokkur: Bloggar
10.2.2011 | 21:33
Góður Guðmundur
Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands fór mikinn í seinni fréttatíma á RÚV 9/2. Þar sagði hann meðal annars: Að LÍÚ og SA vildu verkfall svo þeir geti staðið glottandi á hliðarlínunni og sagt við ríkisstjórnina að annað hvort semjið þið við okkur um kvótann eins og við viljum (ásættanlegt fyrir okkur) ef þið gerið það ekki þá verður bara áfram allt í verkföllum hérna. Og Guðmundur heldur áfram og segist vera búinn að vera viðloðinn kjarasamninga í ein 30 ár en þetta sé ógeðfeldasti leikur sem hann hafi séð og þetta sé hreint út sagt glæpamennska gagnvart almennu launafólki. Já, þar höfum við það. Líú enn og aftur vilja þeir stjórna öllu í þessu landi og nú með hjálp SA. Vonandi tekst Guðmundi og hans félögum að stöðva yfirgang LíÚ og SA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2011 | 12:14
Örn Árnason fór á kostum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2011 | 14:21
Icesave
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2011 | 16:32
Er þetta lausnin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2011 | 15:08
Ný launastefna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 22:54
Brandarakarlinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2010 | 16:11
Pálmi í Fons
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2010 | 20:13
Jólasaga. Jósep frá Nasaret.
Jósep frá Nasaret er fyrir mér afskaplega áhugaverður maður. Ætla ég að útskýra það hér og nú. Hann bjó í Nasaret sem virðist hafa verið mjög afskeftur staður og stundaði þar trésmíði og bjó þar með heitmey sinni Maríu. Þegar boð kom frá "Ágústus" keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina, þá var það ekki hægt í Nasaret heldur þurfti fólkið í Nasaret að fara til Betlemhem. (Þessi "Ágústur"hlýtur að hafa verið með mikilsmennsku brjálæði að ætla öllum jarðabúum að skrásetja sig. Ég spyr: Vissu Afríku þjóðir, frumbyggjar Ástralíu, Kínverjar og Japanir svo dæmi sé tekið að þessari skrásetningu?) En hvað með það. Allir íbúar í Nasaret fóru með Úlfaldalestinni nema reykingafólkið sem tók Camellestina. En Jósep átti greinilega ekki fyrir farinu og bauð Maríu að ríða á asna. Við megum ekki gleyma því að Jósep var smiður og það var búið að finna upp hjólið á þessum tíma. Af hverju í ósköpunum smíðaði hann ekki vagn og lét fyrir asnann. Var Jósep kannski bara lásasmiður!! En María þurfti að fara alla leið til Betlehem á asnanum og Jósep labbaði með. Þegar þau komu loksins til Betlehem þá var að sjálfsögðu allt gistirými löngu uppbókað enda Úlfalda og Camellestirnar löngu komnar á staðinn. Eini staðurinn sem var laus var fjárhús sem var að sjálfsögðu bara ætlað dýrum. En Jósep dó þó ekki ráðalaus og fékk bás fyrir asnann sinn. Og þegar umsjónarmaður fjárhúsins varð brátt í brók þá læddust þau María inn í básinn til asnans. Nú spyr ég: Af hverju fór Jósep ekki með Maríu sína á fæðingardeildinna? Jú, svarið hlýtur að vera að hann hafði ekki hugmynd um að María væri þunguð. Enda hvaða heilvita maður léti heitmey sína hossast dagleið sitjandi á asna kasóletta? Enda hafði Jósep aldrei gert neitt do do með Maríu. Ætli karlinn hafi verið getulaus og þess vegna verið tilvalinn í þetta job. En um þessa nótt verður María léttari enda hvernig á annað að vera, búinn að hossast á asna í tæpan sólarhring. Og þegar barnið kom þá vissi Jósep ekkert hvað hann átti að gera enda grunlaus um þungun Maríu. Fjárhirðirinn brást þó rétt við og lét vita hvað hafði gerst í fjárhúsinu, en Jósep leit hann hornauga og hélt að hann væri kannski faðir barnsins. Nú komu þrír menn sem voru bæjarstarfsmenn. En í þá daga voru bara valdir vinir bæjarstjórans í embættum og voru þeir yfirleitt kallaðir gáfumenn til að fegra klíkuskapinn og var orðið vitringar líka notað. Sá fyrsti, sem hét Baltasar var frá landbúnaðarráði og spurði Jósep mikið um asnann og vildi vita hvort Jósep ætti hann. Sá næsti hét Kormákur kom frá félagsmálaráði og vildi vita allt um hagi þeirra og hvort þau gætu yfirleitt alið upp barn jafn fátæk og þau voru. Var nú Jósepi orðið ansi heitt í hamsi ekki bara út af öllum þessum spurningum heldur var hann líka alveg gáttaður og ráðvilltur út af barnsfæðingunni. Sá þriðji í röðinni hét Samper og kom frá kirkjumálaráði og benti Jósepi á að þar sem þau væru ekki búin að skrásetja sig þá gætu þau líka skrásett nýfædda barnið í leiðinni og þau þyrftu þá að skýra barnið á staðnum svo það væri hægt. Nú var byrjað að rjúka úr höfði Jóseps. Álagið á hann var orðið allt of mikið svo hann hrópaði: Jesus Krist (ætlaði svo að segja, látið okkur í friði) en hann komst ekki lengra því maðurinn frá kirkjumálaráði greip þarna inn í og sagði: Gott mál, drengurinn skal þá heita Jesús Kristur og munið svo að skrásetja hann líka á morgun. Svo fóru vitringarnir þrír en María átt eftir að svara mörgum spurningum Jóseps.
Bloggar | Breytt 24.12.2023 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2010 | 19:44
Kína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2010 | 17:23
LÍÚ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)