Færsluflokkur: Bloggar
14.5.2021 | 00:03
Föstudagsgrín.
Ef þú lúrir á einum góðum láttu hann þá koma hérna. En á föstudaginn kemur kem ég með mína "langloku" þ.e.a.s. fimmuna, K.N. gráa svæðið, og nokkrar sögur. En hérna er ein: Ung kona kom til læknis til þess að leita ráða hjá honum. Hún var feimin og gekk seinlega að bera fram erindi sitt. Læknirinn komst þó að því að ástæðan var, að hjónaband hennar var barnlaust, og að hún og maður hennar höfðu bæði áhuga á því að eignst barn. -Hve lengi hafið þið verið gift, spurði læknirinn? Sex ár svaraði unga konan. Þá ættuð þið að vera búin að eignast barn fyrir löngu, sagði læknirinn. Gjörið svo vel að "taka af yður", svo skulum við sjá til hvað hægt er að gera. Frúin roðnaði og sagði með hægð: Mig langar nú til að eignast fyrsta barnið með manninum mínum.
Læt annan fljóta með: Ung og fögur frú hafði eignast þríbura og lá nú á fæðingardeildinni. Dag nokkurn kom vinkona hennar í heimsókn. Ég óska þér til hamingju, sagði hún. Það hlýtur að vera dásamlegt að fá heilan barnahóp í einu. Við hinar verðum að láta okkur nægja að eignast eitt í einu. Já, það segirðu satt. Þetta er líka alveg kraftaverk. Læknirinn segir að þetta skeði aðeins í eitt skipti af 100.000. "Guð almáttugur," sagði vinkonan. Þá skil ég hreint ekki, hvernig þú og maðurinn þinn hafið tíma til að sinna störfum ykkar.!
Endir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2021 | 00:18
Föstudagsgrín
Fyrst er það fimman: Hún fjallar um iðnaðarmenn sem þurftu að hætta: 1. Rak við í lófan á sér. 2. Málarinn sem fékk málverk. 3. Smiðurinn sem átti undir högg að sækja. 4. Skósmiðurinn sem hringsólaði. 5. Smiðurinn sem boraði upp í nefið á sér. Næst eru það gleðikonurnar.
Ferðamaður nokkur spurði eitt sinn gamla konu í Skagafirði, hvort hún hefði búið þar alla ævi? O, ekki ennþá, svaraði sú gamla afdráttarlaust.
Ég er alltaf fyrstur til að hlæja að mistökum mínum. Þú hlýtur svo sannarlega að lifa skemmtilegu lífi!
Getur þú lánað mér fyrir strætó? Ég á bara þúsund kall. Fínt þá tek ég bara leigubíl.
Steindór var sjálfur að afgreiða á bílastöðinni. Það var þegar "ástandið" var í algleymingi, og var ös mikil. Stúlka úr "ástandinu", sem Steindór þekkti, kemur inn og pantar bíl. Þér verðið að bíða, sagði Steindór. Nokkru síðar kemur liðsforingi, og lætur Steindór hann fá bíl á undan stúlkunni. Hvaða ósvífni er þetta segir stúlkan, látið þið Ameríkana ganga fyrir? Nú gerið þið það ekki líka? svaraði Steindór.
Tannlæknir kom eitt sinn á stöð Steindórs og pantaði bíl. Það er enginn bíll til, svaraði Steindór. Ég þarf að fá bíl, hverju sem tautar, varð þá tannlækninum að orði. Hvernig ætlar þú að fara að því, þegar enginn bíll er á stöðinni? Eða getur þú dregið tönn úr tannlausum manni? svaraði Steindór.
Bóndi á Hörgárdal heyrði sagt frá því, að nágranni hans hefði látið stækka mynd af konu sinni, en hún var ófríð mjög og stórskorin. Þá varð honum að orði: Mér finnst, að hann hefði heldur átt að láta minnka hana.
Sigurður Nordal ritaði nafn sitt fyrst á skólaárum sínum S. Nordal. Þá fundu skólabræður hans upp á því að kalla hann Snordal. Nú breytti Sigurður nafninu þannig, að hann ritaði það Sig. Nordal. Ekki gáfust skólabræður hans upp við það, og nefndu hann nú Signor Dal. Þá fór Sigurður að rita sitt fulla nafn og hefur gert það síðan.
Þá er komið að K.N. Úr Landnemaljóðum:
Ég þekki þá sjálfur, og það voru menn,
sem þrekið var gefið;
og taka í nefið.
Þeir unnu eins og hestar og átu eins og naut
með eldheitu blóði,
en bitu á jaxlinn, ef brennivín þraut,
og bölvuðu í hljóði.
---
Vonbrigði:
Ég bað hann ekki, aðeins lét hann skilja,
að örðug myndi verða þessi ferð,
og lítil hjálp, ef gjörð af góðum vilja,
frá gömlum vini reyndist mikilsverð.
En áform mín að engu voru gjörð,
og orðin féllu þar í grýtta jörð.
Á sjó og landi:
Ægis dætur hef ég hitt
hlæjandi úti á sænum,
líka hafa mér stundum stytt
stúlkurnar hér á bænum.
Að lokum er það "gráa svæðið":
Mér er illt í mænunni,
mold er í öllum veggjum.
Haninn ríður hænunni,
hænan verpir eggjum.
---
Þau "blikkuðust" á brautinni,
úr bænum héldu saman.
Löðust frammi í lautinni.
Lítið er ungs manns gaman.
---
Eitt sinn þegar Ingileif
á var nærpilsinu,
Björn þá sjöunda boðorð reif
burt úr lögmálinu.
---
Einatt það mér angur jók
með öðru fleira mörgu,
að danskur maður dreif sinn lók
í deshúsið á Björgu.
---
Einu gilda má það mig,
hvað Munda tólin kitla.
En oft má fletta upp um sig
hún Indíana litla.
Læt þetta duga núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2021 | 10:04
Býð mig fram.
Já, ég býð mig fram í stjórnasetu hjá FEB (fél.eldri borgara) en kosning fer fram núna sjötta maí. Mér finnst allt of mikil deyfði í þessu fjölmenna félagi og er tilbúinn að reyna að lyfta félaginu upp á hærra plan. T.d. með að setja stofn alls konar nefndir sem fagmenn í þessu félagi munu stjórna t.d. styrtar og sjúkrasjóð, lýðheilsunefnd, skemmtinefnd, fjáröflunarnefnd svo eitthvað sé nefnt, stjórnin á að einbeita sér að baráttu fyrir betri kjörum og hagsmuni fyrir eldri borgara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2021 | 00:00
Föstudagsgrín
Hér kemur einn að hætti Jóhanns en svo kem ég með mína "langloku" á föstudaginn kemur. Ef þú lesandi góður lúrir á einni góðri látta hana þá koma hérna!
Maður nokkur var í leigubíl og pikkaði í öxlina á bílstjóranum til þess að spyrja hann spurningar. Leigubílstjórinn öskraði upp yfir sig, missti stjórnar á bílnum, var næstum búinn að keyra í veg fyrir strætó, fór upp á gangstétt og stoppaði örfáum sentimetrum frá búðarglugga. Í nokkrat sekúndur er allt hljótt í bílnum. Síðan segir bílstjórinn: Heyrðu félagi þetta skaltu aldrei gera aftur. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna. Farþeganum var illa brugðið en sagði að lokum: Fyrirgefðu ég vissi ekki að smá pikk í öxlina mundi valda þessum viðbrögðum. Æ, fyrirgefðu sagði bílstjórinn, þetta var nú reyndar ekki þín sök. Í dag er fyrsti dagurinn hjá mér sem leigubílstjóri, en ég er búinn að keyra líkbíl í 25 ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2021 | 00:26
Föstudagsgrín
Fimm fimmaurar um homma: 1. Gafst upp á endanum. 2. Gat ekki rassgat. 3. Dróst afturúr. 4. Eilíf afturför hjá honum. 5. Sá hélt áfram því hann gat ekki hugsað sér að snúa aftur.
Næst eru það iðnaðarmenn t.d. Trésmiðurinn sem varð að hætta því hann rak við í lógan á sér!
Í Edinbort hafði þjófur brotið rúðu í sýningarglugga skartgripaverslunar og stolið dýrgripum fyrir mikið fé. Þjófurinn náðist daginn eftir þegar hann kom í verslunina til þess að ná í hamarinn sem hann hafði brotið rúðuna með!
Hvaða hávaði er þetta í herberginu hér við hliðina? Þetta er bara hún Sigga gamla að tala við sjálfa sig. Af hverju hefur hún svona hátt? Æ, hún heyrir svo illa kerlingargreyið!
Veistu hvað stendur á legsteini opinbers starfsmanns? Nei. Hér hvílir hann áfram!
Jón Hjaltalín skólastjóri á Möðruvöllum var eitt sinn að láta nemanda þýða úr dönsku og kom þar fyrir málshátturinn: Af skade bliver man klog. Nemandinn þýddi: Af skötu verður maður klókur. Þá sagði Hjaltalín: Jahá, Mikið þyrfir þú að éta af henni!
Laufey Valdimarsdóttir var eitt sinn á ferð í bíl með nokkrum kvenréttindakonum. Þær töluðu margt um sín áhugamál, og þótti bílstjóranum þær halla allmjög á karlmennina. Hann sagði því: En guð skapaði þó Adam á undan Evu. Já, svaraði Laufey, en það var bara af því, að hann var að æfa sig!
Prestur nokkur var að hugga ekkju, sem nýlega hafði misst mann sinn, og sagði meðal annars, að hann væri nú kominn til betri heimkynna. Þá segir konan með þykkjusvip: Á þetta að vera sneið til mín!
Listmálari hér í bænum var að sýna gesti sínum nokkur málverk eftir sig, og þar á meðal var andlitsmynd af stúlku. Þegar gesturinn hafði athugað myndina nokkra stund, sagði hann: Mér sýnist myndin prýðilega gerð, en hvers vegna valdir þú svona herfilega ljótan kvenmann til að mála? Hún er systir mín, sagði málarinn. Æ, fyrirgefðu, sagði þá gesturinn. Ef ég hefði athugað myndina betur, þá hefði ég getað séð, hvað þið eruð lík.
Jæja, þá er það K. N.: Ekki ný saga:
Hjá konum bæði og körlum
hann kærleiksylinn fann,
elskaður og virtur af ölllum,
sem ekki þekktu hann.
---------
Stirðnar tunga og dvínar dáð,
dregst að nóttin kalda,
horfið er allt, sem hef ég þráð,
hvers á ég að gjalda?
Stefið margt, sem frá mér flaug
fyrr til ungra svanna,
gref ég upp úr öskuhaug
endurminninganna.
------
Mig langar stundum að lyfta mér ögn
og lífga með kvæðum og söng.
Mér leiðist hin eilífa þunglyndis þögn,
því þá urðu kvöldin svo löng.
-------
Jæja, þá er það "Gráa svæðið": Það voru prestkosningar og þótti einn presturinn mikill kvennabósi sem ekki öllum líkaði. Þá var þessi til:
Heldur réna fylgið fer,
flestir gegn þér rísa,
en ef þú skærir undan þér,
ættirðu kosningu vísa.
----
Er við sáum áfram líða
allan þennan meyjafans,
þyngdarlögum hætti að hlýða
hluti nokkur líkamans.
----
Heldur fitlar faglega,
fer með tittling haglega,
hún Gunna litla, laglega
sem lostinn kitlar daglega.
-------------
Svo hin góða sauðfjárrækt
sveitir megi prýða,
þarf að kenna hægt og hægt
hrútunum að ríða.
Jæja, þá er þetta komið núna, en Jóhann bað mig að taka við föstudagsgríninu og vonandi var þetta í lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.4.2021 | 13:27
Bjór-No Bordes-Sund
Keypti mér ódýran og góðan bjór fyrir páska. Hann kostaði 166 stk. Fór svo aftur í Ríkið til að kaupa hann aftur. En nei, núna kostar hann 229 stk. eða tæp 40% hækkun! Íslensk framleiðsla lengi lifi! Gallerí Fold býður nú upp á góðgerðauppboð fyrir No Bordes! Ætli ferðaþjónustan bjóði ekki grimmt í verkin? Að lokum þetta: Hvers vegna er ekki hægt að opna t.d. eins sundlaug á höfuðborgarsvæðinu fyrir eldri borgara??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2021 | 12:29
Þöggun!
Einn hefur greinst með afbrigði Covid 19 sem kennt er við Suður-Afríku hér á landi sagði Þórólfur Guðnason í dag. Fréttamenn fengu síðan að spurja spurninga en enginn þeirra spurði t.d.: Hvaðan kom þessi einstaklingur og hvaðan er hann og hvaða erindi átti hann til landsins? Og heldur ekki: Er þetta afbrigði eitthvað hættulegra en önnur afbrigði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2021 | 15:38
Skrítin byrjun á fótboltaleik!
Burnley fékk Manch.Utd. í heimsókn í gær. Þegar dómarinn flautaði til leiks krupu allir leikmenn liðanna nema sá sem átti að hefja leikinn. Gaf hann boltann á samherja sem var krjúpandi og tók boltann upp með höndum og kastaði honum aftur til leikmannsins. Þarna hefði dómarinn átt að dæma hendi en þess í stað gerði hann ekkert enda krjúpandi og stóð svo upp og flautaði aftur svo að leikurinn gæti byrjað. Hvaða bull er þetta. Auvita á leikurinn að byrja þegar dómarinn flautar til leiks.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2020 | 12:32
Jólasaga. Jósep frá Nasaret.
Jósep frá Nasaret er fyrir mér afskaplega áhugaverður maður. Ætla ég að útskýra það hér og nú.
Hann bjó í Nasaret sem virðist hafa verið mjög afskeftur staður og stundaði þar trésmíði og bjó þar með heitmey sinni Maríu. Þegar boð kom frá "Ágústus" keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina, þá var það ekki hægt í Nasaret heldur þurfti fólkið í Nasaret að fara til Betlemhem. (Þessi "Ágústur" hlýtur að hafa verið með mikilsmennsku brjálæði að ætla öllum jarðabúum að skrásetja sig. Ég spyr: Vissu Afríku þjóðir, frumbyggjar Ástralíu, Kínverjar og Japanir svo dæmi sé tekið að þessari skrásetningu?) En hvað með það.
Allir íbúar í Nasaret fóru með Úlfaldalestinni nema reykingafólkið sem tók Camellestina. En Jósep átti greinilega ekki fyrir farinu og bauð Maríu að ríða á asna. Við megum ekki gleyma því að Jósep var smiður og það var búið að finna upp hjólið á þessum tíma. Af hverju í ósköpunum smíðaði hann ekki vagn og lét fyrir asnann. Var Jósep kannski bara lásasmiður!! En María þurfti að fara alla leið til Betlehem á asnanum og Jósep labbaði með.
Þegar þau komu loksins til Betlehem þá var að sjálfsögðu allt gistirými löngu uppbókað enda Úlfalda og Camellestirnar löngu komnar á staðinn. Eini staðurinn sem var laus var fjárhús sem var að sjálfsögðu bara ætlað dýrum. En Jósep dó þó ekki ráðalaus og fékk bás fyrir asnann sinn. Og þegar umsjónarmaður fjárhúsins varð brátt í brók þá læddust þau María inn í básinn til asnans. Nú spyr ég: Af hverju fór Jósep ekki með Maríu sína á fæðingardeildinna? Jú, svarið hlýtur að vera að hann hafði ekki hugmynd um að María væri þunguð. Enda hvaða heilvita maður léti heitmey sína hossast dagleið sitjandi á asna kasóletta? Enda hafði Jósep aldrei gert neitt do do með Maríu. Ætli karlinn hafi verið getulaus og þess vegna verið tilvalinn í þetta job.
En um þessa nótt verður María léttari enda hvernig á annað að vera, búinn að hossast á asna í tæpan sólarhring. Og þegar barnið kom þá vissi Jósep ekkert hvað hann átti að gera enda grunlaus um þungun Maríu. Fjárhirðirinn brást þó rétt við og lét vita hvað hafði gerst í fjárhúsinu, en Jósep leit hann hornauga og hélt að hann væri kannski faðir barnsins.
Nú komu þrír menn sem voru bæjarstarfsmenn. En í þá daga voru bara valdir vinir bæjarstjórans í embættum og voru þeir yfirleitt kallaðir gáfumenn til að fegra klíkuskapinn og var orðið vitringar líka notað.
Sá fyrsti, sem hét Baltasar var frá landbúnaðarráði og spurði Jósep mikið um asnann og vildi vita hvort Jósep ætti hann. Sá næsti hét Kormákur kom frá félagsmálaráði og vildi vita allt um hagi þeirra og hvort þau gætu yfirleitt alið upp barn jafn fátæk og þau voru. Var nú Jósepi orðið ansi heitt í hamsi ekki bara út af öllum þessum spurningum heldur var hann líka alveg gáttaður og ráðvilltur út af barnsfæðingunni. Sá þriðji í röðinni hét Samper og kom frá kirkjumálaráði og benti Jósepi á að þar sem þau væru ekki búin að skrásetja sig þá gætu þau líka skrásett nýfædda barnið í leiðinni og þau þyrftu þá að skýra barnið á staðnum svo það væri hægt.
Nú var byrjað að rjúka úr höfði Jóseps. Álagið á hann var orðið allt of mikið svo hann hrópaði: Jesus Krist (ætlaði svo að segja, látið okkur í friði) en hann komst ekki lengra því maðurinn frá kirkjumálaráði greip þarna inn í og sagði: Gott mál, drengurinn skal þá heita Jesús Kristur og munið svo að skrásetja hann líka á morgun.
Svo fóru vitringarnir þrír en María átt eftir að svara mörgum spurningum Jóseps.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2020 | 12:56
Smit við landamærum.
Ísand á ekki landamæri að nokkru landi en við heyrum stöðugt að svo og svo margir hafi greinst við landamærin og svo og svo margir innanlands. Er þá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í útlöndum? En við fáum aldrei að vita með hvað flugfélagi þetta fólk kemur til landsins né hvort það séu hælisleitendur, erlendir ríkisborgarar eða landinn? Alltaf þessi feluleikur. Á ekki allt að vera upp á borðum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)