Færsluflokkur: Bloggar
25.5.2020 | 15:46
Gamlar vísur nr. 19
Jæja, ég ætla að reyna að klára þetta núna. En þessar vísur fann ég í gamallri bók í dánarbúi föðurs míns.
Nr.234. Jón Ásgeirsson frá Þingeyrum.
Gleymdu aldrei góðum vin,
þótt góðir reynist meyjar.
Þeir eru eins og skúr-skin
sammvinnir en hlyjar.
235. Baldvin Halldórsson,Skagfirðing kvað eitt sinn í sláturstíðinni á Blönduósi.
Hált er á skötu háðungar
hallar hvötum sveininn,
um slorgötu Öbygðar
ek ég flötum beinum.
236. Sveinn Hannesson,frá Elivogum yrkir þannig.
Gleði vaskast vantar vín
verður brask að gera,
en ef taskan opnast mín
á þér flaska að vera.
237. Sami.
Kátir drengir kunna að sjá
kaupa fengin tökin,
mínar gengur eigur á
óðum þrengist vökin.
238. Sami.
Drykkjuslark um æsku ár
elli mark á brána setti
margbreitt þjark og þurfta fár
og þrælaspark á snöggva bletti.
239. Ólafur G. Briem kveður.
Hóf er best að hafa þó
hugsi gott til ferðar
oft kann gleðin aftan mjó
endaslepp að verða.
240. Kolbeinn Högnason í Kollafirði kvað þegar blöðin fluttu þá fregn að Jón S. Bergmann hafi fengið 200króna skáldastyrk.
Lítið varð þitt vísa - gjald-
virt á fáa dali,
ekki fyrir innihald
en eftir línutali.
241. Kveðið til Sveins H. Jónssonar af Sigfúsa Halldórss þegar þeir voru skólabræður.
Eg veit þú hallar ei mig á
jeg þótt falla kunni,
og jafnvel svalli sæmd mjer frá
og sjé á allra munni.
242. Benidikt Guðmundsson,frá Húsavík kvað á ferð í Fljótum norður.
Má jeg hnjóta hjer um grjót
hlyt að njóta fóta,
bláhist fljót mjer blasa mót,
biljir skjótir þjóta.
243. Þegar vorbáinn kom,eftir langvarandi harðindi kvað Jón Þorsteinsson á Arnarvatni.
Jeg var feginn sól að sjá
síðan fór að hlyna um
hefur talsvert húsað frá
hjartastöðvum mínum.
244. Baldvin skáldi Jónsson kveður.
Mörg er hvötin mótlætis
mín er glötuð kæti,
jeg á götu gjálífs
geng ólötum fæti.
245. Hjálmar Þorsteinsson,frá Hofi.
Glitra öldur
(Því miður er ekkert meir)
246. Vorið 1926 fór flokkur Glímumanna til Danm. Á einum stað var minnismerki,með áletraðri vísu, sen þeir komu að. (mjög óskýrt)
Minnes skal í Morgengry
die som under aften sky
Ville vore með at bære
Danmark ind i dagens ny.
247. Vildu hinir ungu garpar snúa vísunni á Íslensku, komu fram vísur. Fyrstur varð Þorgils Guðmundsson frá Hvanneyri og Sigurður Greipsson glímukóng.
Minnast skal við morgun ský
manna, sem í tímans grímu,
Danmörk lyftu,benti á birtu-
braut í (????)dagsins glímu.
248. Sigurjón Guðjónsson frá Vatnsdal og Gunnar Magnússon kennari komu með þessa.
Ei skal gleima í morgun mund
manna,sem á aftanstund,
orku eyddu í ljóma leiddu
Danmark inn í dagsins lund.
249. Björn Bl. Guðmundsson, kom með þessa.
Minnast skal hjá árdags eldi
íta,sem á neyðarkveldi
leiddu fólk úr villu volki
liftu tjaldi að lífsins veldi.
--------------------
Klára þetta næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2020 | 17:29
Gamlar vísur nr. 18.
Jæja þá fer þessu að ljúka etthvað um 30 vísur eftir. Hlakka mikið til.
221. Lætur hlyna manni mær,
mætur synist friður,
nætur dvína þannig þær,
þrætur lynast niður.
222. Vestfirsk vísa.
Duggara-sokka-seljn gná
sjaldan þokka-mikil,
ber við hrokkin brinaskjá
blakkan kokkús lykil.
223. Baldvin Halldórsson, Skagfirðingur.
Matin sanga sú til býr,
síst í langar hina
eldhus-tanga-Hrnd óhýr
hristir gang-himana.
224. Sumir eigna Bólu Hjálmar.
Fulla táli faðma jeg þig
flaskan hála svarta,
þótt´ú báli brennir mig
bæði á sál og hjarta.
225. Eina þrísa jeg auðagná
ei sem lysa hirði
hana vísa víst jeg á
vestur á Ísafirði.
226. Benidikt Guðmundsson, frá Húsavík.
Tárin hrulu,kappa kól,
kæti spilti treginn.
Árin flutu sælusól
seinna gilti veginn.
227. Brynjólfur Björnsson,Húnvetningur,orti um mann sem sveik höf.um hestlán.
Þótt ei ljeðir þú mjer hest
það til góða jeg virti,
þú mjer reynist bragna best
bara ef einskis þyrfti.
228. Um hest sinn kvað Brynjólfur.
Veginn flakkar viljiugur
vel má blakknum hrósa.
Undir hnakki Hvítingur
hringar makkan ljósa.
229. Bjarni Gíslason kvað í grasleysinu 1920, þá austur í Þingvallasveit.
Held jeg rjettu höfði enn
huga ljett komi stilla,
þó að glettist guð við menn
og grasið spretti illa.
230. Páll Guðmundsson,frá Hjálmstöðum í Laugardal kvað eftir að hafa lesið "Stöku" Jons S. Bergmanns.
Hjá honum óðar eldur byr,
ei þær glóðir linna.
Bergmanns hróður dísin dyr
drepur ljóðin hinna.
231. Sveinn H. Þórisson kveður þannig.
Svíða mjer ekki sorgir þær
er sárar aðrir telja,
sú von,er líf mitt var í gær
vil jeg á morgun selja.
232. Jóhannes bóndi á Brekki á Húnaþingi kvað vísu þessa er hann eitt haust hafði borgað skuldir sínar.
Ég er laus við Árna minn.
-illa þó sje rúinn-
konginn,prestinn,kaupmanninn,
kirkju,sveit og hjúin.
233. Kristján Hólm,Breiðfirðingur orti í orðsastað bónda eins,sem mikill þótti á lofti en lítill búmaður.
Á vetri hverjum vantar hey
verður búfje skerða,
í bestum árum bregst mjer ei
bjargarlaus að verða.
----------------
Svo er það endaspretturinn næst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2020 | 11:44
Gamlar vísur nr. 17
200. Eftir eitthvern Guðm. glosi.
Rennir kylja kalin svörð
kennir ylja líf á jörð
fannir hylja hóla og börð
hrannir bylja stritt um fjörð.
201. Gömul.
Eitthverntíma ef jeg ræ
eitthverntíma kemur logn
eitthverntíma út á sæ
eitthverntíma fæ jeg hrogn.
202. Einar Sæm, kemst svo að orði:
Við skulum bera höfuð hátt
hvað sem aðrir segja
og leika okkur ljett og dátt
í ljúfum faðmi meyja.
203. Gömu.
Brennivín er blessað hnoss
brennivínið gleður,
brennivínið bætir oss
brennivínið seður.
204. Jón blindi kveður:
Það er líf í þrautinni
það kíf mykjandi,
það út rífur þunglyndi
þar er líf og andi.
205. Eftir Bjarna Jónsson frá Vogi.
Skáldið kneifði koníakk
á koníakki skáldið sprakk,
til himins sálin fór á flakk
en fjandinn henni í vasan stakk.
206. Magnús Ólafsson.
Um blekbittuna börðust þeir
með býsna miklu pati.
Vont er þegar vilja tveir
vera í sama gati.
207. Sagt er að Jónas Hallgrímsson, hafi ort vísu þessa þegar hann var átta ára.
Mál er í fjósið, finst mjer langt
fæ jeg ekki ofan í mig.
Æ æ, lífið er svo svangt
enginn jetur sjalfan sig.
208. Vatnsenda Rósa kvað við mann sem var tvílofaður stúlku með skarð í vörinni.
Það er feil á þinni mey
þunnur ála bála
að hún heilar hefur ei
hurðir mála skála.
209. Baldvin Halldrórsson kvað við mann, sem var að skoða hest sinn.
Farður hægt með folan þinn,
hann fæstum reynist þægur,
hann er eins og heimurinn
hrekkjóttur og slægur.
210. Halldór Sæmundsson, Húnvetningur, orti vísu þess. Var hann að vinna hjá vinnuhörðum bónda, lagðist til svefns. Þegar hann kom spurði bóndi hver hann hafi verið. Svarið var.
Ég var að hvíla líkam lúinn
langa eftir vöku nótt.
Jörðin hafði beð mjer búinn
blundað gat jegvært og rótt.
211. Gömul staka.
Ég má bera hallan haus
horfin gleðistundin.
Mjer var sæmra að lifa laus
ljótt er að vera bundin.
212. Slettubönd Jón Sighvatsson, Vestfirðingur.
Skellur nýjar fjöllin fá
fyllist rosa bláin,
fellur skyja-ullin á
illa frosin stráin.
213. Kveðið eftir "Svart" vasapela sem brotnaði. Rögnvaldur Þórðarson, Húnvetningur.
Svartar veigar vöku bál
vonar-snauðum minni,
bjartra teiga saknar sál
sæl í minningunni.
214. Eignuð Jóni Ásgeirssyni, Þingeyrum.
Ekki skal það ógna mjer
þótt ólgi á slaðurs túnum,
ljetta og glaða lund jeg ber,
læt því vaða á súðum.
215. Til Guðm.Loftssonar frá H.S.B.
Óskin sú er upphafs máls,
er jeg besta þekki,
leggi þjer gæfan hönd um háls
en hengi þig samt ekki.
216. Kveðið þegar Amerísku herskipin lægu hjer í sumar 1924. Eftir H.S.B.
Úr bannlandinu einu í annað
hinn Ameríski silgdi her,
hvern undrar það, að auga fullur
þar innanborðs var maður hver.
217. Þrælsmerkið.
Heimskan fyllir galin glóp
góðri hilli vikinn.
Ef þú ei fyllir þræta hóp
þá er jeg illa svikinn.
218. Angri sáru yfir sær
allar taugar lífsins,
en sje jeg tárin silfurskær
svífa um augu vífsins.
219. Vatnsenda Rósa.
Engin lái öðrum frekt,
einar þó nái falla,
hvar einn gái að sinni sekt,
syndir þjáir alla.
220. Mjer er lundin þung og þver,
þráinn bundin trega
en Bakkus stundum bætir mjer
bölið undarlega.
---------------
20 vísur í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2020 | 18:06
Gamlar vísur nr. 16
Jæja nú fer þessu að ljúka en smá slatti eftir.
186. Oft í gamladaga var, að karlmenn sögðu kerlingasögur en konur karlasögur, hjelt þá hvort með sínu kyni. Kona nokkur sagði því.
Karlmenn voru kvalarar
konungsins á himnum
Sigvaldi nokkur Jónsson, botnaði
Af því forðum Eva skar
eplið af bjarkarlimnum.
187. Maður ávarpaði þennan Sigvalda og segir.
Segðu mjer það Sigvaldi
hvað syndir þínar gilda.
Svar:
Það er undir útskurði
alföðursins milda.
188. Menn voru saman þá segir einn.
Því ert raftur, fryðum faptur,
fjörgulundur.
Svar:
Legðu kjaftin á þjer aftur
eins og hundur.
189. Maður sem vaknaði um nótt til að jeta. Eftir Gísla (? )
Þú hefir merkis-matarlyst
miðju nótt sem daga
þú átt guði að þakka fyrst
að þjer gaf slíkan maga.
190. Eftir sama.
Viljir þú sjá, hvað veröldin
veitir misjaft gengi,
settu þig í sessin minn
og sittu þar dálítið lengi.
191. Sami:
Kondu hjerna að kyssa mig
kærust lilijan banda,
mjer er sama að missa þig
og minn að gefa upp anda.
192. Sami:
Úr veröldinni fyrrum fór
frá oss Árni kjaftur,
skaðin var ekki skemdastór
því skrattinn sendi hann aftur.
193. Sami:
Rignir kossum, hugur hlær
hjóna kross -á-messu,
deyja hross og allar ær
eigi er hnoss að þessu.
194. Sami:
Signsor B.-sefur og hrýtur,
svo á öllum hnettinum þýtur.
En á himnum englarnir ansa:
Eru þeir á jörðu að dansa.
195. Þegar Magnús Teitsson rjeri í Þorlákshöfn komu vasturmiklir strákar upp-"pússaðir" í sjóbúð og höfður hátt. Þá sagði Magnús.
Kvöldið það er kanski gott
kurteisin þó vaði á súðum.
Þið eruð nógu fjandi flott
flækingar úr öðrum búðum.
Þeir fóru út.
196. Ort um Magnús Torfason, sýslumann þegar hann bauð sig fram til þings á Ísafirði.
Ef það með kostum þingmanns telst
þitt er að faðma og kyssa.
Kýs jeg Magnús held jeg helst
hann vil jeg ekki missa.
197. Eftir Erlend Gottskalksson.
Alltaf bætist raun við raun,
rjena gleðistundir,
það er ei nema hraun við hraun
höltum fæti undir.
198. Jón á Þingeyrum kvað svo:
Mesta gull í myrkri ám
mjúkt á lulla grendum,
einætt sullast jeg á Glám
og hálf fullur stundum.
199. Sjera Stefan Olafsson, Vallarnesi segir:
Vandfarið er með vænan grip
veit jeg það með sanni.
Liðuga konu og sjófært skip
og samviskuna á manni.
------------------------
Jæja, þá verður nr. 200 næst og þá er lítið eftir
en þá tekur annað við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2020 | 22:25
Gamlar vísur nr. 15
170. Eftir Sigurð Breiðfjörð.
Biðin þytur rúnar hafna
reiðin flytir skeiðunum,
skeiðin brytur brúir skafla
á breiðum hvítings heiðunum.
171. Lausavísa.
Fjáðu lýðir król á hól
hól þar færri bera,
kváðu viðis sólar sól,
sólin skærri vera.
172. Eftir Þorst. Erlingsson.
Sljettu bæði og forni hjá
heldur Græðir anda
meðan hæðir allar á
aftanklæðum standa.
173. Vísa þessi er eftir Júlíonnu skáldkonu.
Að fara á skíðum, styttir stund
stúlka fríða spenna mund,
sigla um víði hrína-hund
hesti ríða sljetta grund.
174. Eftir Ólaf nokkurn Bergsson.
Þó að Páli bresti brá
bili Grím að skrifa
og Þorsteinn líka falli frá
ferhendurnar lifa.
175. Eftir Sigurð (...?) Helgason.
Á svo háum aldri sá jeg fáa,
firða stirða fáum ljá,
fella að velli sráin blá.
176. Eftir Símon Dalaskáld.
Gesti hresti,grand ei bresta náði
mesti og besti maður var
mestu og flestu listir bar.
177. Eftir Sigurð Breiðfjörð.
Á haukum lóna leiðanna
lítur (níta) megni,
skaut á trjónum skeiðanna
skalf í tónum reiðanna.
178. Lausavísur.
Brag jeg laga lýðum hríð
við ljóðin fljóðin una,
fagran slag nú bíðum bíð
bjóði móðu funa.
179. Fljóast brjóta fá jeg má
fræða ræðu kvæða,
njótur spjóta nái fá
næði og gæði hæða.
180. Eggja branda þund á það
þundarbranda eggja,
leggja banda ekru að
ekrur batna leggja.
181. Versa þessa linnir ljóð
lýður kvæði þiggi,
hressi blessi fríðu fljóð
fríður hæða tyggi.
182. Gletti andi hulin hátt
hljóðum móðum endi,
sljettubandin þulin þrátt
þjóðum góðunn sendi.
183. Dettur ljettur háttur hjer,
hræðist fræðist lyndi,
rjettur settur máttur mjer,
mæðist græðist yndi.
184. Þórður orðin herðir hörð
hirðir sverða glaður,
stirða mærða gerði gjörð
girðir korða hraður.
185. Tveir góðir hagyrðingar Ari Sæmundsson og Olafur Briem voru saman þá segir Ari .
Þarna er staupið settu sopan
sem á fanna þinna grunn,
Olafur svarar strax.
Farna! raupið rjettan ropan
renna fann jeg inn í munn.
------------------
Komið í kvöld. Meira síðar og stuttar!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2020 | 14:52
Gamlar vísur nr. 14.
Nú er góður tími að setja inn nokkrar vísur.
155. Vísa þessi er eignuð sera Jóni Þorlákssyni sem var prestur í Selárdal.
Grundar dóma hvergi hann
hallar rjettu máli,
stundar sóma aldrei ann
illu pretta táli.
156. Eftir Sig. Breiðfjörð.
Lifnar hagur nú á ný,
mjer er bragur spunninn,
hlýr og fagur austri í
upp er dagur runninn.
157. Gísli nokkur á Skörðum kveður svo:
Jeg mun svelgja eins og var,
öls og fjelga kaupum.
Þó skinhelgir hræsnarar
hafi velgju á staupum.
158. Páll Ólafsson kveður svo.
Sunnan vindar fjöllum frá
fönnum hrinda síðar,
grænum lindum girðir þá,
grundin, lindar, hlíðar.
159. Eftir sama.
Folin ungur fetar ljett,
fjallabungur, grundir,
fen og sprungur fór á sprett
fjöllin sungu undir.
160. Eftir sama.
Hleypur geyst á alt hvað er,
vindur reist að framan,
þjóta neistar þar og hjer
þetta veistu er gaman.
161. Úr "rinnu".(rímu)
Valla sallar vargur sá
valla galla bar hann,
falla spjallið fræða má
fallegur allur var hann.
161. (Aftur, svona er það bara innskot frá mér). Gömul vísa.
Gosi fór að gera vísu,
í gasalegu drykkju masi.
Gosi týndi einni ýsu
í asalegu heimsku þrasi.
162. Eftir Sigurð Breiðfjörð.
Fjell í valinn elli alin
æða græða klæðir svæði
svella kvalir hrelli halinn
hræðis næði en glæðist mæði.
163. Eftir sama.
Örvar hellast ógnir hrella
iður vella blóðlitaðar
svellin skella fólk og fella
feigð um velli köstum raðar.
164. Árni Böðvarsson skáld á Ökrum kvað:
Háttur ljettur, þáttur þjettur
þeygi rjettur fer,
máttur settur, dráttur dettur,
dregin sljettur er.
165.
Oft er æði í annríki,
oft er kvæði gleðjandi
oft er ræði í útvari
oft er næði þreitandi.
166. Eftir eitthvern Hallgrím Jonsson læknir.
Hún gat sjéð af hundsfylli
hún gat ljéð eitt rúmbæli,
hún var svona hress við vég
hún var kona rausnaleg.
167. Þessi er eftir Hannes Bjarnason prest í Ríp.
Sú var fríðust drósa drós,
dyggð og tryggðum vafin,
sannnefnd viðis ljósa ljós,
landsins priði hrós og rós.
168. Gömul vísa. Bólu Hjálmar.
Sumir völvu sanna spá
sumir fölvir hnigna þá,
sumir mölva sverðin blá
sumir bölva en höggin fá.
169. Ort um mann er hjet Skalli sem hafði exi með skalla í hendi að vopni.
Heggur Skalli í harðan skalla
hann brá skalla viður,
otaði skalla undir skalla
og í því skall hann niður.
-----------------------
Held svo áfram síðar. Slatti eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2020 | 17:32
Gamlar vísur nr. 13
Jæja þá ætla ég að halda áfram með þessar gömlu vísur sem ég fann í dánabúi föðurs míns:
138. Kristján Jónsson kveður þannig:
Sælt er að elska og elska heitt
af ungri silkihlíð.
En hvað fær framar af sjár leitt
armæðu, böl og stríð.
139. Lausavísur:
Sela dala bála bil
baldur vildi skjala.
Vjela skal við ála yl
aldrei hildi fala.
140.
Þvingar angur hringaheið
hungrið stranga spennir
syngur anga löngum leið
lungun ganga í henni.
141.
Mörgum manni bjargar björg,
björgin hressir alla.
Eru að sækja björg í björg
björgulegt er valla.
142.
Sumarling og sumarþrá
sumar vakna lætur,
sumar í auga sumar í brá
sumar við hjartarætur.
143. Maður var á ferð undir fjallinu "Strútur" sem er nálægt Kalmannstungu.
Lyngs við byng á grænni grund
glyngra og syng við stútin
þvinga jeg styngan hófa hrund
hringin í kringum "Stúrinn"
144.
Vondra róg ei varast má
varúð þó menn beiti,
mörg er Gróa málug á
mannorðsþjófa Leiti.
145.
Veröld fláa sýnir sig,
sú mjer spáir hörðu,
flestöll stráin stinga mig
stór og smá á jörðu.
146.
Þorri bjó oss þröngan skó
þennan snjóa vetur
en hún góa ætlar þó
að oss róa betur.
147.
Nú er hlátur nývakinn
nú er grátur tregur
nú er jeg kátur nafni minn
nú er jeg mátulegur.
148.
Svona vil jeg sjá hana,
svona horfa á hana
fríða vil jeg fá hana
hjá föðurnum sem á hana.
149.
Þú ert Manga þægileg
þar um ganga sögur,
æ mig langar að eiga þig,
eikin spangafögur.
150. Bragaháttur stuðlafall.
Oddur blauði óttast rauðan dauðan
hann er versta um hauður gauð,
hann er mesta skauð í nauð.
151.
Fyr skal randa rjóðum brandur granda
en að fjandinn flái sá
fái sanda brái gná.
Bragaháttur stikluvik.
152.
Hjalla fyllir fenna dý
falla vill ei kári,
valla grillir Ennið í
alla hrellir menn við því.
153. Bragaháttur "Útkast"
Sigurður á Barði barði
bogin Steina,
inn við hurð sig Varði varði
verkum meina.
154. Símon Dalaskáld hefur ort vísu þessa.
Skáld í landi frjáls og frí,
forðast andar grandið,
hjónaband ei þolir því
þetta vonda standið.
------------------------
Komið í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2020 | 15:09
Rás 2 tímaskekkja.
Fann grein eftir mig frá því herransári 2010 i Velvakanda 9.febrúar. Mér finnst hún eiga rétt á sér í dag eins og fyrir 10 árum.
Þegar Rás 2 var stofnuð var það talið nauðsynlegt vegna þess að RÚV var bara eitt á markaðnum og talið var þörf á meiri fjölbreytni sérstaklega með tónlist (fyrir ungu kynslóðina.) Tel ég þá ákvörðun hafa verið rétta. Í dag er RÁS 2 með morgun-og síðdegisútvarp. Þess á milli er Poppland og svo einstakir þættir á kvöldin. Nú höfum við einkastöðvar með morgun-og síðdegisútvarpi og nóg af stöðvum með tónlist allan sólarhringinn. Til hvers þurfum við RÁS 2 í dag? Ef það er fyrir starfsfólkið á stöðinni,þá endilega haldið RÁS 2 áfram. Á sama tíma er verið að gagnrýna RÚV fyrir að taka auglýsingartekjur af einka stöðum. Eins og áður var sagt var RÁS 2 talin nauðsynleg á sínum tíma vegna skorts á fjölbreytni. Sú fjölbreytni er til staðar í dag. Hvers vegna þarf þá RÁS 2? Lokið RÁS 2 og lækkið þannig nefskattinn en best væri að taka hann af. Ég tel að RÚV eigi að halda sig eingöngu við "gömlu góðu Gufuna" þ.e.a.s. RÁS 1. En samt má hugsa sér að gera RÁS 2 að íþróttarás og samtengja hana RÁS 1 þegar ekki er verið að útvarpa kappleikjum. Stjórnmálamenn tala um að það sé nauðsynlegt að vekja sem mestan áhuga á íþróttum því það sé ein besta leiðin til að fyrirbyggja óreglu meðal ungmenna. Best væri þá að RÚV hætti sjónvarpsrekstri og seldi tæki og tól og jafnvel húsnæðið. "Ríkið" styrkti íslenskt efni með útboðum. Þá fengjum við mun meira af íslensku efni og ríkið sparaði milljónir, auk þess fengum við engan nefskatt.
----------------
Svona var það fyrir 10 árum. Ég held svo áfram með gamlar vísur síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2020 | 20:45
Gamlar vísur nr. 12
122. Einu sinni var Símon Dalaskáldi sem kallaður var gefin trefill og eitthvað fleira,gjöfina þakkaði hann með að senda gefanda vísur þessar á miða:
Leikur sjer við lítil börn
lukkan sem að styðji.
Hjer á Eyrarbakka Björn
Blöndal Guðmundsniðji.
123. Gjafmildur hann ætíð er
og æsku blóma gæddur.
Sjötta dagin Desenber
drengurinn er fæddur.
(innskot frá mér: Faðir minn var fæddur i "Húsinu" á Eyrarbakka og afi var þar kaupfél.stjóri eða faktor eins og það hét þá og þar sem ég á sama afmælisdag og Björn þessi sem var bróðir pabba þá fékk ég ættarnafnið.)
124. Til heimasæturnar:
Heimasætan hýr á lund
heldur kvik á fæti.
Hefur marga myrkra stund
mjer synt blíðulæti.
125. Guðm.Pjeturs og Aron Guðbrandsson áttu oft í illdeilum til (hans)Arons orti GP þessa:
Svo að endir okkar raus
að ofan í þig jeg skíti.
Neyð er að fara nestislaus
og nakin ofan í víti.
126. GP var "kendur" einu sinni þá kvað hann:
Eg gríp hvern guða veig
að gleðja mína sál
og titra við hvern teig
er tendrar hjartans bál.
127. Þessi er eftir sama:
Þótt heimurinn ríði af róstum
og reiði við örlaga dýs.
Að krjúpa að kvennabrjóstum
er karlmannsins paradís.
128. Lausavísa:
Lömb í haga leika sjer
lifna blóm í dölum
hátíð búin okkur er
inst í fjalla sölum.
129. Litlu lömbin leika sjer
ljóst um grænan haga,
þegar þau sjá að ekki er
úlfurinn þeim til baga.
130. Eitthverju sinni fóru fram kapphlaup fyrir vestan hjet annar beljakinn Skafti. Páll Ól. var þarna viðstaddur og var spurður hvernig hafi gengið til hann kvað:
Hvað er í frjettum? Skafti skall,
enn skall þó ekki á grúfu.
Það var mikið feiknarfall
hann flatti út stærðar þúfu.
131. Þetta er haft eftir Einari Sæmundsen:
Nú á jeg konu,nú á jeg strák
nú á jeg belju.
Þetta er alt í þarfir landsins
þetta er auður skógarmannsins.
132. Þorsteinn Erlingsson, segir:
Það er líkt og ylur í
ómi sumra braga,
mjer hefur hlýnað mest á því
marga kalda daga.
133. Eftir Bjarna Thorarensen:
Ekki er holt að hafa ból
hefðar upp á jökultindi,
af því þar er ekkert skjól
upp fyrir frosti, snjó nje vindi.
134. Einar Benediktsson, segir:
Leið er hál um urð og ál
uppi er stál við fætur bál
dult finst tál og dyrt finst þrjál
dygg skal sál og fast skal mál.
135. Matthías Jochumaaon segir:
Frú því á táp þitt og fjör
og frú því á sigur hins góða
ilskunnar stoltasta stál
stenst ekki kærleikans egg.
136. Sami segir:
Hræðslu síst þótt heljar skaft
hrynji á flugum árum,
vakir lífsins eilíft afl
undir djúpum bárum.
137. Hjálmar Jónsson (Bólu Hjálmar)kveður svo:
Víða til þess vott jeg fann,
þótt venjist tíðar hinn
að guð á margan gimstein þann
er glóir í mannsorpinn.
-------------
Þetta læt ég duga núna. Held áfram næst þegar ég verð í sturði!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2020 | 16:32
Gamlar vísur nr. 11
112. Stika mása stori klás
stolin svásum vonum.
Ryðst á básin rauði ás
rænir krás frá honum.
113. Það vildi jeg væri komin kvurt
kannske eitthvað langt í burt.
Vantaði hvorki vott né þurt
svo væri aldrei til mín spurt.
114. Yfir kaldan Eyði-sand
einn um nótt jeg sveima.
Nú er horfið Norðurland
nú á jeg hvergi heima.
115. Nú er mjer á kinnum kalt
kuldinn bítur auði,
ekki finn jeg fje mitt alt
fjóra vartar sauði.
116. Löngum var jeg læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kongur, kennari,
kerra, plógur, hestur.
117. Undir væng í kletta kví
krummi nefi stingur.
Fossaniður eyrum í
allan dagin syngur.
118. Mín er orðin veikuð von
vonin sem er dáin.
Því að Náhrafn Náhrafnsson
nöldrar við feiðar skjáin.
119. Einu sinni þá Guðm.Isleifsson sat á kamri sínum þá höfðu eitthverjir krakkar hent stein á kamarrúðuna og brotið hana. Fjellu þá glerbrot á Guðm. svo blæddi úr honum. Þá kvað Einar E. Sæmundsen:
Nálægt Regin mæta mjer
margir svívirðingar,
gefist vestar hafa hjer
holdsins glerneglingar.
120. Í nefið taka nú er mál
menn ei vaka lengur
heldur slaka hef jeg sál
hún til baka gengur.
121. Einar Sæm. bað mann um að botna vísupart þennan:
Burtu flæmist friðurinn
fyrða tæmist gaman.
Maðurinn svaraði:
Einar Sæm og Andskotinn
eru að klæmast saman.
---------------
Næst kemur Símon Dalaskáld við sögu ættinga mína og ýmislegt fleirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)