Færsluflokkur: Bloggar
9.2.2020 | 15:41
Gamlar vísur nr. 6
50. Ef þú vildir vinur minn
vera Í nokkurri (þryði)
stundaðu allan aldur þinn
axarskafta smíði.
51. Andres Björnsson orti vísu þessa í fylliríi:
Það er fúlt á flöskunni
(fordjafaður) andskoti,
hentu henni ofan í helvíti
-hana taktu við henni.-
52. Konu úthýst í vondu veðri:
Orðið taka að úthýsa
er á baki þínu.
Aldrei rak jeg aumingja
undan þaki mínu.
53. Um Guðm. Pjetursson á Minna-Hofi á Rangárvöllum:
Gvendur þú er gæða skinn
þótt gáfurnar sjeu ei hjá þjer.
Það held jeg þekti hundssvipinn
þó hausinn væri ekki á þjer.
54. Af Eyjarsandi út í Vog
er það mældur vegur.
Átján þúsund ára tog
áttatíu og fjegur.
55. Jón Jónsson, frá Hvoli hagorður vel yrkir svo á einum stað:
Síst mitt raskast sinnist far
svona í fljótu hasti.
Þó að andans aumingjar
á mig hnútum kasti.
56. Sami segir á öðrum stað:
Margt er vos um mannlegt svið
margt er tos á ímsa hlið
þó er los á sorgar sið
Siggi brosir öllum við.
57. Fyrst er sjón og svo er tal
svo kemur hlílegt auga.
Síðan ástar fagurt hjal
Freyju hefst við bauga.
58. Kristinn Jónsson í Winnipig yrkir svo um forest:
Einu var það svo undirmjór
og einskins virði.
Margur hissa horfi og spurði
"hvar er þessi drottin smurði."
59. Einu sinni var Kristinn rekin úr vinnu ásamt tveimur öðrum mönnum og þrír voru teknir í staðinn. Þá sagði Kristinn:
Góður, betri, bestur
burtu voru reknir.
Vondur, verri, vestur
voru aftur teknir.
60. Lesið hef jeg lærdómsstef
þó ljót sje skriftin.
Síst er að efa sannleiks kraftin
sælla er að gefa en þyggja á kjaftin.
61. Kristinn hafði vinnukonu er Anna hjet, sú fór frá honum og í staðinn fjekk hann aðra Önnu. Þá kvað hann:
Þungar má jeg þrautir kanna
á þessum vetri.
Nú er komin önnur Anna
ekki betri.
62. Og þessa líka:
Anna Daða dapurleg
og druslum vafin.
Engin maður eins og jeg
er "Önnum" kafin.
Læt þetta duga í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2020 | 17:13
Gamlar vísur nr. 5
38. Þura á Garði er lág vexti en ákaflega þrekin. Til hennar orti Þórólfur á Baldursheimi:
Stuttu (þriki) stúlkan ann
strikið margur (urta) kann.
En Þura á Garði þyrti mann
sem þrekari væri en jeg og hann.
39. Þar með var þankastriksvísunum lokið. Stúlka nokkur Norðlensk orti vísu þessa til karlmanns:
Þjóna myndi þankin minn
þótt hann væri freðinn.
Findi jeg ástarylin þinn
elskulegi Hjeðinn.
40. Drengur nokkur fór á bak ótemju, datt af baki og lá nokkra daga, þegar hann kom á fætur aftur var hann skammaður fyrir uppátektina af foreldrum sínum. Þá kvað hann:
Ekki fjekk jeg þekka þökk
þrikkja gekk ei hrekkja grikk.
Þá bikkjan,rikkjótt,skrikkjót,skökk,
á skokki og brokki stökk í hlikk.
41. Sami maður orti vísu þessa til að sjá hvað hann kæmi mörgum lum (ellum)í eina vísu:
Fellur mjöll á falla stall
fallvötn spillast gilin ill.
Í frelling öll olli fall
alloft skella svelli vill.
42. Einar E. Sæmundsson orti vísu þessa einusinni:
Skulfu hjallar skall hann á
skeiðið rjett við hjallan.
Þessi blettur muna má
margan sprettin snjallan.
43. Einu sinni voru þeir saman á ferðalagi, Gestur Einarsson frá Hæli Brynjólfur Jónsson frá Minna Núpi og Sig. Haraldsson frá Jötu í Hrunnahrepp. Þá segir Sigurður:
Meyja koss er mesta hnoss
Brynjólfur svarar=munarblossi fríður.
Gestur botnar.
Krossa tossi á eftir oss
einn á hrossi ríður.
43. (innskot) það eru tvær vísur nr. 43.
Þeir Brynjólfur og Gestur voru einu sinni staddir í Tryggvaskála sjer Gestur hvar Brynjólfur fer eftir ganginum á eftir kvenmanni er Bjarge var kölluð. Þá segir Gestur:
Ertu að geispa elskan mín
aftur við hana Björgu.
Þá segir Brynjólfur.
Það hlæir mig havð heimskan þín
hefur orð á mörgu.
44. Guðm. nokkur frá Laugadælum, kom seint um kvöld frá hjásetu var hann þá 8 ára. Bað hann kvenfólkið um mat en það mátti ekki vera að ansa honum. Hann segir þá:
Það skal vera æ mín yðja
ykkur stugga við.
Andskotan er betra að biðja
en bölvað kvenfólkið.
45. Lausavísur þær er hjer fara á eftir veit jeg ekki nein deili á:
Eg held í sælu himnarans
og hef þar litlar mætur,
ef að þar er enginn dans
og ekkert "rall" um nætur.
46. Um sjóinn.
Þú ert sagður sonur kær
þótt komin sjert til ára.
Unnusturnar eru þær
Alda, Hrönn og Bára.
47. Mjer hefur vinur góður gleimt
og gert mjer ílt í sinni.
Eftir hann er orðið reimt
inst í sálu minni.
48. Fyrirgefðu að fátt jeg tel
fyrst að aðrir heira.
Sagt er að okkur semji vel
og sumu er logið meira.
49. Til spaugsama stúlku:
Þura hefur hjörtu tvö
hægra og vinstra megin.
Ó,að þau væru orðin sjö
þá yrði margur fegin.
Komið nóg í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2020 | 17:07
Gamlar vísur 4
29. Kaupmaður nokkur var að selja konu og hana vantaði 1 eyrir í viðbót, þá sagði Gísli Ólafsson:
Einn þig vantar eyririnn
ekki er von þjer líki.
Sem ætlar að flytja auðin þinn
inn í himnaríki.
30. Við sama kaupmann sagði hann:
Þó þú berir fínni flík
og fleiri í vösum líkla,
okkar verður lestin lík
á lokadagsins mikla.
31. Honum sita utan á
ótal fitu dropar,
þrælum smita öllum á
annara svitadropar.
32. Stúlka kom í verslun í Hafnarfirði og keipti 10 dósir af sminki áður en hún fór í sveitina. Þá sagði viðstaddur maður:
Meyjan keipa meðalið
að megna fegurð líkhamans.
Hún er að reyna að hressa við
hrákasmíði skapaarans.
33. Einu sinni birtust vísur í "Iðunni" eftir Þuru á Garði. Þá varð Þuru að orði:
Nú er smátt um andans auð
allir verða að bjarga sjer.
"Iðun" gerist eplasnauð
etur hún stolin krækiber.
34. Einu sinni fóru nokkrir Norðlendingar í skemmtiför, þar á meðal var Þura á Garði. í hópnum var stúlka sem sagt var að væri að draga sig eftir litlum manni. Til hennar kvað Þura þessa vísu:
Æ, vert þú ekki að hugsa um hann,
heldur einhveru stærri mann,
það er svo mikið þankastrik
þetta litla stutta prik.
35. Helgi nokkur á Grænavatni var með í förinni og svaraði þessu:
Hví eg vildi velja hann
vildi ekki stærri mann.
Þankastrikið þeijir um sitt
þeiir líka um mitt og hitt.
36. Önnur Þura var með í ferðinni, var hún stór og stæðisleg til hennar orti Helgi vísu þessu:
Þura breiðir brjóstin á
blúndumöskva fína.
Þankastrik ei þangað ná
því hún er svo gríða há.
37. Einn samferðamaðurinn orti vísu þessa um þankastrikið:
Tvítugur þótti talið gilt
og feldu ekki lítin pilt.
En þrítugar munu þankastrik
þyggja fyrir utan hik.
komið núna. Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2020 | 13:25
Gamlar vísur nr. 3
18. Gísli Ólafsson heitir hagyrðingur góður hann segir:
Meðan æfin endist mín
eg skal vera glaður,
elska hesta,vif og vín
og vera drykkjumaður.
19. Hesta rek jeg hart á stað
heim er frekust þráin.
Kvölda tekur kólanr að
Kári hrekur stráin.
20. Lífið fátt mjer ljær í hag
lúin þrátt jeg glími
koma máttu um miðjan dag
mikli hátta tími.
21. Andres Björnsson orti vísu þessa til Einars E. Sæmundssen:
Þitt mun ekki þyngjast geð
þótt að stitti dagin.
Haustið flytur meyjar með
myrkrinn inn í bæinn.
22. Einar E. Sæmundssen orti vísu þessa um sjálfan sig þegar hann gifti sig:
Skulfu af gleði skógartrjen
skárra var það standið
þegar Einar Sæmundssen
sigldi í hjónabandið.
23. Guðm. Guðmundsson, bóksali segir svo um lausavísunar:
Lausavísur liðugar
ljettar, nettar, sniðugar,
örfa kæti alstaðar
eins og heimasæturnar.
24. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum er skáldkona mikil. Hún segir svo á einum stað:
Enn þá hafa örlögin
á mig smækkað belju klafa.
Skildi jeg aldrei skerfin minn
af skítverkunum unnið hafa.
25. Kristinn Jónsson, er ættaður frá Akureyri, á nú heima í Winnipeg er vel hagorður hann segir svo á einum stað:
Einlægt þú talar illa um mig
aftur jeg tala vel um þig.
En það besta af öllu er
að enginn trúir mjer njé þjer.
26. Þegar hann fluttist til Ameríku sagði hann:
Svo flúði jeg feðra grundu
mjer fanst það alt og þurt,
að leita fjár og frama
ég fullur silgdi á burt.
27. Guðm. Aron Guðbrandsson yrkir svo um lífið:
Lífið er brosandi laðandi þytt
lífið er þráður svo veikur,
lífið er gróandi laufunum þrytt
lífið er draumur og reykur.
28. Guðm. Pjetursson snjeri henni þannig fyrir Aron:
Lífið er brosandi laðandi þytt
lífið mjer fýsnina eikur
lífið er neftóbakslaufunum þrytt
lífið er vindlareykur.
Búið í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2020 | 15:17
Gamlar vísur nr. 2
8. Jón Árnason á Víðimýri segir svo:
Ærðugan jeg átti gang
yfir hann og klungur.
Einatt lá mjer fjall í fang
frá því var ungur.
9. Steingrímur Baldvinsson, frá Árbót í Þyngeyjarsýslu, (hálfbróðir Aðalst. Sigmundssonar, skólastjóra)
kvað svo um skartmikin kvennmann:
Rósagná og randalín
rauða, bláa, græna,
ljómar, gljáir, glitrar, skín,
gumar þrá að mæna.
10. Einar E. Sæmundsson, orti vísu þessa er Hr. Guðm. Ísleifsson ruddist inn á Símstöðina í filliríi.
Helga kona stöðvarstjórans var lengi veik á eftir:
Heimurinn geymir Helgu fall
og hefur það í minni.
Þegar roskinn Regins kall
rak við á símstöðinni.
11. Sami orti vísu þessa þegar Þorl. Guðmundsson bauð sig fram móti Sig. Sigurðssyni 1920?
Þorleifur í Þorlákshöfn
því meiga allir trúa,
kosningar í kaldri dröfn
kæfir Sigga Búa.
12. Sami orti vísu þessa:
Margur kátur maðurinn
og meyjan hneigð fyrir gaman.
En svo kemur helvítis heimurinn
og hneigslast á öllu saman.
13. Guðmundur Guðmundsson, bóksali orti vísur þessar þegar Kristján konungur X kom að Selfossi og fólk var að fara til að sjá hans hátign:
Þegar Kristján konungur
kemur hjer að Fossi.
Heilsa honum allar (hofrófur)
með handabandi og kossi.
14. Bændur, konur, börn og hjú
við bústað hvergi una
kófsveitt alt það keppist nú
á kóng og drotningunna.
15. Maður nokkur er Pjetur heitir, var á Skóla í Rvík, og gekki illa, þegar hann kom heim sendi vinur hans honum vísu þessa:
Hjarta tetur hætt þig setur
heimurinn hvetur námið letur
en ef þú getur góði Pjetur
þá gættu þín næsta vetur.
16. Þura í Garði orti vísu þessa um mann er Helgi heitir, hann hafði dottið ofan í gil en komst upp aftur:
Að slysum enginn gerir gys
Guðs er mikill kraftur.
Helgi fór til Helvítis
en honum skaut upp aftur.
17. Andres Björnsson, var hagorður vel. Einu sinni var hann á filliríi með Þorsteini Erlingssyni skáldi, og Þorsteinn hafð eiðilagt vísnbotn fyrir Andresi, og Andres svaraði þannig:
Drottins illur þrjóskur þræll
Þorsteinn snilli kjaftur.
Botnum spillir sagna=sæll
sóar fylli raftur.
Læt þetta duga í dag en held áfram síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2020 | 23:06
Gamlar vísur
Fann í dánarbúi föðurs míns gamlar bækur allar handskrifaðar og í einni þeirra var rúmlega 200 vísur. Hver skráði þessar vísur veit ég ekki en ætla að birta nokkrar vísur af og til en allar eru þær númerar. Stundum er erfitt að skilja skriftina en þá læt ég viðkomandi orð í sviga. Saga er á bak við hverja vísu. Vona að einhverjir hafi gaman að þessum vísum:
1. Jón Árnason á Þyngeyrum segir svo á einum stað:
Þó að öldur þjóti kífs
og (þraulafjöld) mjer bjóði,
móti göldrum glaumi lífs
geng jeg með köldu blóði.
2. Jón Árnason á Víðimýri segir svo:
Glatt er lyndi löngum ber
ljóst er synd að þola.
Það er yndi mesta mjer
mótgangsvind að þola.
3. Jón á Þyngeyrum Árnason orti vísur þessar:
Hugarglaður held jeg frá
húsum mammons vina.
Skulda frí og skelli á
skeið um veröldina.
4. Veröld svona veltir sjer
vafin dular fjöðrum,
hún var kona hverflund mjer
hvað sem hún reyndis öðrum.
5. Margar hallast mannorð hjer
misjamt spjallar lunga,
því að allir erfum vjer
Adams fallið þunga.
6. Kvennmaður sem kallaður er "Þura á Garði" orti vísu þessar um mann nokkurn er Bárður heitir. Bjó hann einn í kofa og var sagður Kvennhatari mikill:
Smíðað hefur Bárður bás
og býr þar sjálfur hjá sjer,
hefur til þess hengilás
að halda konum frá sjer.
7. Nokkru síðar spurðist að Bárður þessi átti barn í vonum. Þá sagði Þura:
Þrengist senn á Bárðar bás
bráðum fæðist drengur.
Hefur bilað hengilás
hespa eða kengur.
Læt þetta gott heita núna en set inn meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2019 | 13:15
Til skammar
Það var dásamlegt að hlusta á moldóvska stúlknakór flytja (syngja)íslenska Þjóðsönginn fyrir landsleik Íslands og Moldóvíu en annað var upp á teningnum þegar íslenski Þjóðsöngurinn var spilaður fyrir landsleik Íslands og Tyrklands. Þar var baulað á íslenska Þjóðsönginn allan tíman og svo kröftulega að Þjóðsöngurinn varla heyrðist. Mér finnst að það ætti að refsa Tyrkjum fyrir þennan dónaskap og jafnvel að reka þá úr þessari keppni. Svona hegðun er ekki boðleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2019 | 16:14
Jól=Vinterfest
Ég var í IKEA áðan og sá mikið af jólavörum en það sem vakti athygli mína var að ég sá hvergi nafnið jól heldur bara vinterfest. Jólavörurnar í IKEA heita í dag: Vinterfest. Ég kann betur við að jólavörur séu kallaðar sem þær eru: JÓLAVÖRUR!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2019 | 16:13
Færeyjarferð.
Við hjónin fórum í ferð til Færeyjar á vegum FEB og Hótelbókana 16-22.október. Lagt var af stað fyrir tíman því eldriborgarar kunna á klukku og hófst ferðalagið rétt fyrir kl. 07.00. Farastjóri í ferðinni var Sigurður K. Kolbeinsson og fékk hann leiðsögumanninn Hinrik Ólafsson til að halda uppi fróðleik og léttleika alla leið að Egilsstöðum sem hann gerði með stæl. Á leiðinn var stoppað á nokkrum stöðum og hádegismatur var á Greifanum á Akureyri sem var þeim til mikils sóma. Þegar komið var um borð í Norrönu beið okkar frábært kvöldverðarhlaðborð. Ferjan flott, hreinlæti og öll þjónusta fyrsta flokks. Siglingartími til Færeyjar ca.18 tímar. Tók eftir því að þeir seldu þarna bara færeyskan bjór. Enginn Carlsber sjáanlegur enda gaf sá færeyski þeim danska ekkert eftir nema síður sé. Næsta morgun var morgunhlaðborð og svo var komið til Þórshafnar og haldið beint á Hótel Hafnia þar sem tók á móti okkur dásamleg gestrisni. Næstu daga var farið á hverjum degi í skoðunarferðir þar sem Jón Ásgrímur Ásgeirsson var fyrst leiðsögumaður og síðan Þóra Þóroddsdóttir. Ætla ég bara að stikla á stóru hvert farið var: Eiði, Gjugv,Klaksvík,Kirkju,Gasadal og Kirkjubæ. Benedikt Jónsson aðalræðismaður Íslands í Færeyjum tók á móti okkur og var boðið upp á léttar veitingar og margar góðar sögur sagðar m.a.um grindardráp sem var mjög fróðlegt. Kvöldverður var öll kvöld á Hótel Hafnia og var alltaf frábær sem og þjónustan. Heimför var flýtt vegna yfiirvofandi slæms veðurs og farið kl.8 í stað kl.14. Sjóferðin gekk vel þó öldugangur hafi verið þó nokkur. Svo var haldið á heimleið til Reykjavíkur suðurleiðina og stoppað á nokkrum stöðum á leiðinni. Lokaorð: Sigurður K. Kolbeinsson var farastjóri eins og áður sagði og stóðst allt sem lagt var upp með og í raun miklu meir en það. Öll framkvæmd hans var hreint út sagt frábær. Allir leiðsögumenn stóðu sig vel sem og bílstjórinn Hlynur Michelsen. Takk fyrir okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2017 | 16:25
Listamannalaun = Ellilífeyrir
Einhverjir aðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að listamaður þurfi 370 þúsund á mánuði til að framfleyta sér og fái þess vegna þessa upphæð sér til framfærslu. Einhverjir aðrir aðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að eldriborgari þurfi hins vegar um 200 þúsund eftir skatt á mánuði sér til framfærslu. Sérfræðingar hafa komast að þessum niðurstöðum fyrir hönd sinna skjólstæðinga.Af hverju á 200 þúsund á mánuði ekki að duga listamanninum ef eldriborgaranum er ætlað að lifa á þeirri upphæð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)