Færsluflokkur: Bloggar

Skrítin byrjun á fótboltaleik!

Burnley fékk Manch.Utd. í heimsókn í gær. Þegar dómarinn flautaði til leiks krupu allir leikmenn liðanna nema sá sem átti að hefja leikinn. Gaf hann boltann á samherja sem var krjúpandi og tók boltann upp með höndum og kastaði honum aftur til leikmannsins. Þarna hefði dómarinn átt að dæma hendi en þess í stað gerði hann ekkert enda krjúpandi og stóð svo upp og flautaði aftur svo að leikurinn gæti byrjað. Hvaða bull er þetta. Auvita á leikurinn að byrja  þegar dómarinn flautar til leiks. 


Jólasaga. Jósep frá Nasaret.

Jósep frá Nasaret er fyrir mér afskaplega áhugaverður maður. Ætla ég að útskýra það hér og nú.

Hann bjó í Nasaret sem virðist hafa verið mjög afskeftur staður og stundaði þar trésmíði og bjó þar með heitmey sinni Maríu. Þegar boð kom frá "Ágústus" keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina, þá var það ekki hægt í Nasaret heldur þurfti fólkið í Nasaret að fara til Betlemhem. (Þessi "Ágústur" hlýtur að hafa verið með mikilsmennsku brjálæði að ætla öllum jarðabúum að skrásetja sig. Ég spyr: Vissu Afríku þjóðir, frumbyggjar Ástralíu, Kínverjar og Japanir svo dæmi sé tekið að þessari skrásetningu?) En hvað með það.

Allir íbúar í Nasaret fóru með Úlfaldalestinni nema reykingafólkið sem tók Camellestina. En Jósep átti greinilega ekki fyrir farinu og bauð Maríu að ríða á asna. Við megum ekki gleyma því að Jósep var smiður og það var búið að finna upp hjólið á þessum tíma. Af hverju í ósköpunum smíðaði hann ekki vagn og lét fyrir asnann. Var Jósep kannski bara lásasmiður!! En María þurfti að fara alla leið til Betlehem á asnanum og Jósep labbaði með.

Þegar þau komu loksins til Betlehem þá var að sjálfsögðu allt gistirými löngu uppbókað enda Úlfalda og Camellestirnar löngu komnar á staðinn. Eini staðurinn sem var laus var fjárhús sem var að sjálfsögðu bara ætlað dýrum. En Jósep dó þó ekki ráðalaus og fékk bás fyrir asnann sinn. Og þegar umsjónarmaður fjárhúsins varð brátt í brók þá læddust þau María inn í básinn til asnans. Nú spyr ég: Af hverju fór Jósep ekki með Maríu sína á fæðingardeildinna? Jú, svarið hlýtur að vera að hann hafði ekki hugmynd um að María væri þunguð. Enda hvaða heilvita maður léti heitmey sína hossast dagleið sitjandi á asna kasóletta? Enda hafði Jósep aldrei gert neitt do do með Maríu. Ætli karlinn hafi verið getulaus og þess vegna verið tilvalinn í þetta job.

En um þessa nótt verður María léttari enda hvernig á annað að vera, búinn að hossast á asna í tæpan sólarhring. Og þegar barnið kom þá vissi Jósep ekkert hvað hann átti að gera enda grunlaus um þungun Maríu. Fjárhirðirinn brást þó rétt við og lét vita hvað hafði gerst í fjárhúsinu, en Jósep leit hann hornauga og hélt að hann væri kannski faðir barnsins.

Nú komu þrír menn sem voru bæjarstarfsmenn. En í þá daga voru bara valdir vinir bæjarstjórans í embættum og voru þeir yfirleitt kallaðir gáfumenn til að fegra klíkuskapinn og var orðið vitringar líka notað.

Sá fyrsti, sem hét Baltasar var frá landbúnaðarráði og spurði Jósep mikið um asnann og vildi vita hvort Jósep ætti hann. Sá næsti hét Kormákur kom frá félagsmálaráði og vildi vita allt um hagi þeirra og hvort þau gætu yfirleitt alið upp barn jafn fátæk og þau voru. Var nú Jósepi orðið ansi heitt í hamsi ekki bara út af öllum þessum spurningum heldur var hann líka alveg gáttaður og ráðvilltur út af barnsfæðingunni. Sá þriðji í röðinni hét Samper og kom frá kirkjumálaráði og benti Jósepi á að þar sem þau væru ekki búin að skrásetja sig þá gætu þau líka skrásett nýfædda barnið í leiðinni og þau þyrftu þá að skýra barnið á staðnum svo það væri hægt.

Nú var byrjað að rjúka úr höfði Jóseps. Álagið á hann var orðið allt of mikið svo hann hrópaði: Jesus Krist (ætlaði svo að segja, látið okkur í friði) en hann komst ekki lengra því maðurinn frá kirkjumálaráði greip þarna inn í og sagði: Gott mál, drengurinn skal þá heita Jesús Kristur og munið svo að skrásetja hann líka á morgun.

Svo fóru vitringarnir þrír en María átt eftir að svara mörgum spurningum Jóseps.


Smit við landamærum.

Ísand á ekki landamæri að nokkru landi en við heyrum stöðugt að svo og svo margir hafi greinst við landamærin og svo og svo margir innanlands. Er þá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í útlöndum? En við fáum aldrei að vita með hvað flugfélagi þetta fólk kemur til landsins né hvort það séu hælisleitendur, erlendir ríkisborgarar eða landinn? Alltaf þessi feluleikur. Á ekki allt að vera upp á borðum?


Jesú í anda Þjóðkirkjunnar!

Það er búið að ræða og skrifað mikið vegna útspil Þjóðkirkjunnar til að ná til ungs fólks. Þar er Jesús látinn vera með t.d. kvennmanns brjóst og varalit. Það eru samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar Pétur G. Markan og líka Séra Hildur Björk Hörpudóttir sviðsstjóri fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar með samþykki Agnesar M. Sigurðardóttir biskups Íslands sem standa að þessu. Nú vill svo vel til að á morgun (10unda september) er Kirkjuþing þar sem meðal annars Halldór Gunnarsson fyrrverandi sóknaprestur vill að biskup verði áminnt fyrir að samþykkja þessa auglýsinu sem Auglýsingastofan Aldeilis gerði og Lára Garðarsdóttir teiknaði. Ef prestar landsins staðfesta að þessi afskræming á Kristi sé í lagi mun ég segja mig úr þessar Þjóðkirkju því ég á þá enga samleið með þessu fólki sem finnst þessi gjörningur vera í lagi. 


G.G. 100 ára

Í dag 18 júlí hefði faðir minn Guðmundur Guðmundarson orðið 100 ára. Hann samdi mikið af ljóðum og vísum. Ég ætla núna og næstu daga að setja inn á bloggið eitthvað af þeim.

Til Gógó:

Nóttin er mér yndisleg

unaðs hlýir straumar

ég og þú og þú og ég

þar eru mínir draumar.

-Og svo þetta:

Lífið grátt þó leiki mig

lofgjörð flyt ég slíka:

að ég megi elska þig

í eilífðinni líka.

-------

2001: Gleymskan á sér ótal stig

sem erfitt er að greina.

Ellin sífellt angrar mig

ei ber því að leyna.

-------

Þegar kona þráir mann

þarf hún vel að tryggja

með góðu skapi að gleðja hann

varast hann að styggja.

------------

Konur Íslands kætir mest

sem karlar hafa að bjóða

enda kemur það allra best

ef þeir kunna að ljóða.

-----

Þegar pabbi var 12 ára birtist ljóð eftir hann í Árvaki, bekkjarblað 8.A.

Austurbæjarskóli, desember 1932.

Jólin.

Nú fagurt er á Fróni,

það fannhvítt er sem mjöll,

leikur dýrðarljómi

leiftrandi um frosin völl

---

Jólagleðinnar gaman

gefur oss mátt og þrótt.

Yndi er að syngja saman

sálma um jólanótt.

---

Gleðjast börnin góðu

glaðan hefja brag.

Í næturhúmi hljóðu

þau hugsa um jóladag.

---

Leiftrandi um lofthvelið bláa

ljómar guðs dýrðarsól.

Ég enda nú óðinn minn smáa

og óska ykkur: Gleðileg jól!

-----------------

Þegar G.G. varð sjötugur:

Á sjötugsdegi meðal góðra gesta

við gleði sanna, kæti, fjör og hróp,

sú ákvörðun, sem ég tel allra besta,

sem elding björt, þá fram á sviðið hljóp:

Ég ákvað næstu 5 ÁRUM AÐ FRESTA,

fleiri mættu bætast í þann hóp! 

Með þökk fyrir vinsemd 18/7 s.l.

G. G.

(Ekkert mál og engan mun það saka

eftir 5 ár vinum til mín sný,

því gleðskapinn ég ætla að endurtaka,

er ég gerist sjötugur á ný!)

-----------------

17/4 við andlát Gógó.

Ég kom í dalinn, kæra fljóð

í kvöldsins töfra frið

og fuglar sungu ástaróð 

um allt sem þráðum við.

---

Mín ósk og þrá var aðeins sú

að una þér svo heitt.

Ó kveðjustund því komstu nú

þitt kall ei skilur neitt.

---

Að kveðja þig, það kvelur mig

því kvöldið leið svo fljótt.

Í dalnum hér ég dvel hjá þér

í draumi hverja nótt.

---------------

Læt þetta duga núna en það kemur meira. 

 

 

 


Gamlar vísur nr. 20

Jæja þá er komið að lokun á þessum gömlum vísum sem ég fann í dánarbúi föðurs míns.

250. Kosningarvísa 9 júlí 1927 í R.v.k.

Íhaldið er eins í mörgu

ekki vantar móralinn:

Að selja hana gömlu Sigurbjörgu

sjötuga undir Dósentinn.

251. Manús Ólafsson og jeg saman í Vestm.eyjum.

Margur dáða drengur 

dropan þyggur sinn.

Bj. Mjer er mesti fengur

morgun - bitterinn.

252. Sátum saman að öldrykkju. Þá kvað Magnús Ólafsson.

Margur hrapar meðal vor

miklir glatast kraftar.

Ölið skapar þrek og þor

þyrstir gapa kjaftar.

253. Sami: Við lestur rit Gests Pálssonar.

Hugga Scherpear sótti að

samt var Byron mestur.

Aldrei hef jeg brotið blað

í bókum þínum Gestur.

254. Sveinn á Eli - Vogum keypti kyr frá Vestur - Á, sem reyndist ekki jafn góð,og var sögð. Kalt var milli þeirra Sveins og Vestur - Ása bóndans. Sveinn kvað.

Leggja há en huppa rír

happa smái gripur.

Virðist á þjer veslings dýr

Vestur - Ása svipur.

--------------

þá lýkur þessu en ekki veit ég hver skráði en skriftin er mjög falleg. Þætti vænt um ef einhver hefur hugmynd um það. Næst ætla ég að setja inn nokkrar vísur eftir föður minn sem hefði orðið 100 ára 18. júlí.


Gamlar vísur nr. 19

Jæja, ég ætla að reyna að klára þetta núna. En þessar vísur fann ég í gamallri bók í dánarbúi föðurs míns. 

Nr.234. Jón Ásgeirsson frá Þingeyrum.

Gleymdu aldrei góðum vin,

þótt góðir reynist meyjar.

Þeir eru eins og skúr-skin

sammvinnir en hlyjar.

235. Baldvin Halldórsson,Skagfirðing kvað eitt sinn í sláturstíðinni á Blönduósi.

Hált er á skötu háðungar

hallar hvötum sveininn,

um slorgötu Öbygðar

ek ég flötum beinum.

236. Sveinn Hannesson,frá Elivogum yrkir þannig.

Gleði vaskast vantar vín

verður brask að gera,

en ef taskan opnast mín

á þér flaska að vera.

237. Sami.

Kátir drengir kunna að sjá

kaupa fengin tökin,

mínar gengur eigur á

óðum þrengist vökin.

238. Sami.

Drykkjuslark um æsku ár

elli mark á brána setti

margbreitt þjark og þurfta fár

og þrælaspark á snöggva bletti.

239. Ólafur G. Briem kveður.

Hóf er best að hafa þó

hugsi gott til ferðar

oft kann gleðin aftan mjó

endaslepp að verða.

240. Kolbeinn Högnason í Kollafirði kvað þegar blöðin fluttu þá fregn að Jón S. Bergmann hafi fengið 200króna skáldastyrk.

Lítið varð þitt vísa - gjald-

virt á fáa dali,

ekki fyrir innihald

en eftir línutali.

241. Kveðið til Sveins H. Jónssonar af Sigfúsa Halldórss þegar þeir voru skólabræður.

Eg veit þú hallar ei mig á

jeg þótt falla kunni,

og jafnvel svalli sæmd mjer frá

og sjé á allra munni.

242. Benidikt Guðmundsson,frá Húsavík kvað á ferð í Fljótum norður.

Má jeg hnjóta hjer um grjót

hlyt að njóta fóta,

bláhist fljót mjer blasa mót,

biljir skjótir þjóta.

243. Þegar vorbáinn kom,eftir langvarandi harðindi kvað Jón Þorsteinsson á Arnarvatni.

Jeg var feginn sól að sjá

síðan fór að hlyna um

hefur talsvert húsað frá

hjartastöðvum mínum.

244. Baldvin skáldi Jónsson kveður.

Mörg er hvötin mótlætis

mín er glötuð kæti,

jeg á götu gjálífs

geng ólötum fæti.

245. Hjálmar Þorsteinsson,frá Hofi.

 Glitra öldur

(Því miður er ekkert meir)

246. Vorið 1926 fór flokkur Glímumanna til Danm. Á einum stað var minnismerki,með áletraðri vísu, sen þeir komu að. (mjög óskýrt)

Minnes skal í Morgengry

die som under aften sky

Ville vore með at bære

Danmark ind i dagens ny.

247. Vildu hinir ungu garpar snúa vísunni á Íslensku, komu fram vísur. Fyrstur varð Þorgils Guðmundsson frá Hvanneyri og Sigurður Greipsson glímukóng.

Minnast skal við morgun ský

manna, sem í tímans grímu,

Danmörk lyftu,benti á birtu-

braut í (????)dagsins glímu.

248. Sigurjón Guðjónsson frá Vatnsdal og Gunnar Magnússon kennari komu með þessa.

Ei skal gleima í morgun mund

manna,sem á aftanstund,

orku eyddu í ljóma leiddu

Danmark inn í dagsins lund.

249. Björn Bl. Guðmundsson, kom með þessa.

Minnast skal hjá árdags eldi

íta,sem á neyðarkveldi 

leiddu fólk úr villu volki

liftu tjaldi að lífsins veldi.

--------------------

Klára þetta næst. 

 

 

 

 


Gamlar vísur nr. 18.

Jæja þá fer þessu að ljúka etthvað um 30 vísur eftir. Hlakka mikið til.

221. Lætur hlyna manni mær,

mætur synist friður,

nætur dvína þannig þær,

þrætur lynast niður.

222. Vestfirsk vísa.

Duggara-sokka-seljn gná

sjaldan þokka-mikil,

ber við hrokkin brinaskjá

blakkan kokkús lykil.

223. Baldvin Halldórsson, Skagfirðingur.

Matin sanga sú til býr,

síst í langar hina

eldhus-tanga-Hrnd óhýr

hristir gang-himana.

224. Sumir eigna Bólu Hjálmar.

Fulla táli faðma jeg þig

flaskan hála svarta,

þótt´ú báli brennir mig

bæði á sál og hjarta. 

225. Eina þrísa jeg auðagná

ei sem lysa hirði

hana vísa víst jeg á

vestur á Ísafirði.

226. Benidikt Guðmundsson, frá Húsavík.

Tárin hrulu,kappa kól,

kæti spilti treginn.

Árin flutu sælusól

seinna gilti veginn.

227. Brynjólfur Björnsson,Húnvetningur,orti um mann sem sveik höf.um hestlán.

Þótt ei ljeðir þú mjer hest

það til góða jeg virti,

þú mjer reynist bragna best

bara ef einskis þyrfti.

228. Um hest sinn kvað Brynjólfur.

Veginn flakkar viljiugur

vel má blakknum hrósa.

Undir hnakki Hvítingur

hringar makkan ljósa.

229. Bjarni Gíslason kvað í grasleysinu 1920, þá austur í Þingvallasveit.

Held jeg rjettu höfði enn

huga ljett komi stilla,

þó að glettist guð við menn

og grasið spretti illa.

230. Páll Guðmundsson,frá Hjálmstöðum í Laugardal kvað eftir að hafa lesið "Stöku" Jons S. Bergmanns.

Hjá honum óðar eldur byr,

ei þær glóðir linna.

Bergmanns hróður dísin dyr

drepur ljóðin hinna.

231. Sveinn H. Þórisson kveður þannig.

Svíða mjer ekki sorgir þær

er sárar aðrir telja,

sú von,er líf mitt var í gær

vil jeg á morgun selja.

232. Jóhannes bóndi á Brekki á Húnaþingi kvað vísu þessa er hann eitt haust hafði borgað skuldir sínar.

Ég er laus við Árna minn.

-illa þó sje rúinn-

konginn,prestinn,kaupmanninn,

kirkju,sveit og hjúin. 

233. Kristján Hólm,Breiðfirðingur orti í orðsastað bónda eins,sem mikill þótti á lofti en lítill búmaður.

Á vetri hverjum vantar hey

verður búfje skerða,

í bestum árum bregst mjer ei

bjargarlaus að verða.

----------------

Svo er það endaspretturinn næst.

 

 

 


Gamlar vísur nr. 17

200. Eftir eitthvern Guðm. glosi.

Rennir kylja kalin svörð

kennir ylja líf á jörð

fannir hylja hóla og börð

hrannir bylja stritt um fjörð.

201. Gömul.

Eitthverntíma ef jeg ræ

eitthverntíma kemur logn

eitthverntíma út á sæ

eitthverntíma fæ jeg hrogn.

202. Einar Sæm, kemst svo að orði:

Við skulum bera höfuð hátt

hvað sem aðrir segja

og leika okkur ljett og dátt

í ljúfum faðmi meyja.

203. Gömu.

Brennivín er blessað hnoss

brennivínið gleður,

brennivínið bætir oss

brennivínið seður.

204. Jón blindi kveður:

Það er líf í þrautinni

það kíf mykjandi,

það út rífur þunglyndi

þar er líf og andi.

205. Eftir Bjarna Jónsson frá Vogi.

Skáldið kneifði koníakk

á koníakki skáldið sprakk,

til himins sálin fór á flakk

en fjandinn henni í vasan stakk.

206. Magnús Ólafsson.

Um blekbittuna börðust þeir

með býsna miklu pati.

Vont er þegar vilja tveir

vera í sama gati.

207. Sagt er að Jónas Hallgrímsson, hafi ort vísu þessa þegar hann var átta ára.

Mál er í fjósið, finst mjer langt

fæ jeg ekki ofan í mig.

Æ æ, lífið er svo svangt

enginn jetur sjalfan sig.

208. Vatnsenda Rósa kvað við mann sem var tvílofaður stúlku með skarð í vörinni.

Það er feil á þinni mey

þunnur ála bála

að hún heilar hefur ei

hurðir mála skála.

209. Baldvin Halldrórsson kvað við mann, sem var að skoða hest sinn.

Farður hægt með folan þinn,

hann fæstum reynist þægur,

hann er eins og heimurinn

hrekkjóttur og slægur.

210. Halldór Sæmundsson, Húnvetningur, orti vísu þess. Var hann að vinna hjá vinnuhörðum bónda, lagðist til svefns. Þegar hann kom spurði bóndi hver hann hafi verið. Svarið var.

Ég var að hvíla líkam lúinn

langa eftir vöku nótt.

Jörðin hafði beð mjer búinn

blundað gat jegvært og rótt.

211. Gömul staka.

Ég má bera hallan haus

horfin gleðistundin.

Mjer var sæmra að lifa laus

ljótt er að vera bundin.

212. Slettubönd Jón Sighvatsson, Vestfirðingur.

Skellur nýjar fjöllin fá 

fyllist rosa bláin,

fellur skyja-ullin á

illa frosin stráin.

213. Kveðið eftir "Svart" vasapela sem brotnaði. Rögnvaldur Þórðarson, Húnvetningur.

Svartar veigar vöku bál

vonar-snauðum minni,

bjartra teiga saknar sál

sæl í minningunni.

214. Eignuð Jóni Ásgeirssyni, Þingeyrum.

Ekki skal það ógna mjer

þótt ólgi á slaðurs túnum,

ljetta og glaða lund jeg ber,

læt því vaða á súðum.

215. Til Guðm.Loftssonar frá H.S.B.

Óskin sú er upphafs máls,

er jeg besta þekki,

leggi þjer gæfan hönd um háls

en hengi þig samt ekki. 

216. Kveðið þegar Amerísku herskipin lægu hjer í sumar 1924. Eftir H.S.B.

Úr bannlandinu einu í annað

hinn Ameríski silgdi her,

hvern undrar það, að auga fullur 

þar innanborðs var maður hver.

217. Þrælsmerkið.

Heimskan fyllir galin glóp

góðri hilli vikinn.

Ef þú ei fyllir þræta hóp

þá er jeg illa svikinn.

218. Angri sáru yfir sær

allar taugar lífsins,

en sje jeg tárin silfurskær

svífa um augu vífsins.

219. Vatnsenda Rósa.

Engin lái öðrum frekt,

einar þó nái falla,

hvar einn gái að sinni sekt,

syndir þjáir alla.

220. Mjer er lundin þung og þver,

þráinn bundin trega

en Bakkus stundum bætir mjer

bölið undarlega. 

---------------

20 vísur í dag. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Gamlar vísur nr. 16

Jæja nú fer þessu að ljúka en smá slatti eftir.

186. Oft í gamladaga var, að karlmenn sögðu kerlingasögur en konur karlasögur, hjelt þá hvort með sínu kyni. Kona nokkur sagði því.

Karlmenn voru kvalarar

konungsins á himnum

Sigvaldi nokkur Jónsson, botnaði

Af því forðum Eva skar

eplið af bjarkarlimnum.

187. Maður ávarpaði þennan Sigvalda og segir.

Segðu mjer það Sigvaldi

hvað syndir þínar gilda.

Svar:

Það er undir útskurði

alföðursins milda.

188. Menn voru saman þá segir einn.

Því ert raftur, fryðum faptur,

fjörgulundur.

Svar:

Legðu kjaftin á þjer aftur

eins og hundur.

189. Maður sem vaknaði um nótt til að jeta. Eftir Gísla (? )

Þú hefir merkis-matarlyst

miðju nótt sem daga

þú átt guði að þakka fyrst 

að þjer gaf slíkan maga.

190. Eftir sama.

Viljir þú sjá, hvað veröldin

veitir misjaft gengi,

settu þig í sessin minn

og sittu þar dálítið lengi.

191. Sami:

Kondu hjerna að kyssa mig

kærust lilijan banda,

mjer er sama að missa þig

og minn að gefa upp anda.

192. Sami:

Úr veröldinni fyrrum fór

frá oss Árni kjaftur,

skaðin var ekki skemdastór

því skrattinn sendi hann aftur.

193. Sami:

Rignir kossum, hugur hlær

hjóna kross -á-messu,

deyja hross og allar ær

eigi er hnoss að þessu.

194. Sami:

Signsor B.-sefur og hrýtur,

svo á öllum hnettinum þýtur.

En á himnum englarnir ansa:

Eru þeir á jörðu að dansa.

195. Þegar Magnús Teitsson rjeri í Þorlákshöfn komu vasturmiklir strákar upp-"pússaðir" í sjóbúð og höfður hátt. Þá sagði Magnús.

Kvöldið það er kanski gott

kurteisin þó vaði á súðum.

Þið eruð nógu fjandi flott

flækingar úr öðrum búðum.

Þeir fóru út.

196. Ort um Magnús Torfason, sýslumann þegar hann bauð sig fram til þings á Ísafirði.

Ef það með kostum þingmanns telst

þitt er að faðma og kyssa.

Kýs jeg Magnús held jeg helst

hann vil jeg ekki missa.

197. Eftir Erlend Gottskalksson.

Alltaf bætist raun við raun,

rjena gleðistundir,

það er ei nema hraun við hraun

höltum fæti undir.

198. Jón á Þingeyrum kvað svo:

Mesta gull í myrkri ám

mjúkt á lulla grendum,

einætt sullast jeg á Glám

og hálf fullur stundum.

199. Sjera Stefan Olafsson, Vallarnesi segir:

Vandfarið er með vænan grip

veit jeg það með sanni.

Liðuga konu og sjófært skip

og samviskuna á manni.

------------------------

Jæja, þá verður nr. 200 næst og þá er lítið eftir

en þá tekur annað við. 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband