Færsluflokkur: Bloggar

67ára

Einu sinni var Símoni Dalaskáldi sem kallaður var gefinn trefill og eitthvað fleirra,(en gefandinn var Björn Blöndal Guðmundsson bróðir föðurs míns) gjöfina þakkaði hann með að senda gefanda þessa vísu á miða: 

Gjafmildur hann ætíð er

og æsku blóma gæddur.

Sjötta daginn Desember

drengurinn er fæddur.

Já, og núna á ég merkilegt afmæli orðinn eldri borgari og datt því í hug að birta hér vísur sem faðir minn samdi þegar hann varð 67 ára 1987 eða fyrir tæpum 30 árum síðan:

Er ég orðinn gamall eða hvað?

Sjálfur hef ég ekki - hugmynd um það!

Ýmsir eru gamlir

alla sína tíð.

Aðrir virðast ungir,

þótt árum fjölgi í gríð.

Löggilt gamalmenni

þeir gerðu mig í dag.

Frímerkt bréf mér færði

fregn um sólarlag. 

67 ár

á sömu kippu öll.

Þetta falska forrit

fremur sálræn spjöll.

Er ég orðinn gamall eða hvað?

Sjálfur hef ég ekki - hugmynd um það!

Getur einhver orðið 

ellinni að bráð

á aðeins einni nóttu,

ef allt er tölvuskráð?

Treystir einhver tölvu 

er telur ára fjöld

og ákveður að elli

yfirtaki völd?

Heilsa og skapgerð manna

miklu ráða um það,

hvenær elli kerling

kemst á þeirra blað.

Er ég orðinn gamall eða hvað?

Sjálfur hef ég AÐRA hugmynd um það:

Forrit mitt er fleipur

og færsla þess ei blíð.

Í anda verð ég ungur

alla mína tíð!

G. Guðmundarson.

 


MBL.

Er að safna saman vísum og ljóðum eftir föður minn og fann þá þessa sem mér finnst eiga heima á MBl. En hún er svona: 

Lífshlaup manna misjafnt snýst

margt um það að segja.

Í mogganum er þó alveg víst

að allir landsmenn deyja!

G. Guðmundarson.


Sesselja og Sólheimar

Faðir minn Guðmundur Guðmundarson hefði orðið 96 ára í dag ef hann hefði lifað. Í minningu hans ætla ég að byrta hérna ljóð sem hann orti um Sesselju og Sólheima:

 

Hún átti hugsjón, drauma djarfa

um dáðir sannar var að tefla.

Ósjálfbjarga unglingana,

ótrauð vildi styrkja og efla.

 

Í tjöldum áköf upphóf störfin,

öllum fannst hún býsna djörf.

Ei þó duldist augljós þörfin

unglingum að skapa störf.

 

Stuðningur við stórhug birtist,

styrkir óvænt bárust senn.

Hugsjón björt, sem vonlaus virtist,

virðing hlaut og svo er enn.

 

Ei þarf langt að leita gagna,

leifturbjart um hugann fer.

Er Sólheimarnir sigri fagna,

Sesselju þá minnast ber.

 

Áður fátt um var að velja,

vonleysi og döpur kjör.

Á Sólheimum er nú sælt að dvelja,

sigurbros á hverri vör. 

 

G.G. 

 


17. júní

Ég og konan mín fórum í Lágafellskirkju að morgni 17júní. Það var yndisleg messa og hátíðaræðuna hélt Salóme Þorkelsdóttir. Ræða hennar fjallaði aðallega um að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Meiriháttar ræða hjá henni. Eina sem truflaði hátíðaræðuna hennar var þegar gsm sími eins kirkjugestins fór að hringja. Þessi sami sími hringdi svo aftur stuttu síðar en nú miklu hærra svo að kirkjugesturinn spratt upp úr sæti sínu og hljóp út. Er ekki allt í lagi hjá þessum manni hugsaði ég. Mér fannst þetta vanvirðing við hátíðaræðu Salóme. En hún kann sig og lét þetta ekki hafa áhrif á sig. (Síminn minn var út í bíl).


Spakmæli

1. Ástin læðist á tánum, þegar hún kemur, en skelir hurðum, þegar hún fer.

2, Að elska sjálfan sig er upphafið að ævinlangri ástarsögu.

3. Ástin er blind en sjónin fæst aftur eftir giftingu.

4. Ég er hógvær í kröfum. Alltaf ánægður með það besta.

5. Hræsnari er maður sem hefur myrt báða foreldra sína og biður sér miskunar af því hann sé munaðarlaus.

6. Karlar lifa betra lífi en konur. Þeir gifta sig seinna og deyja fyrr.

7. Karlmenn eru húsbændur á sínu heimili, þangað til gestirnir eru farnir!!

8. Sumt fólk vill fá kampavín og kavíar, þegar það á skilið gos og pylsur.

9. Taktu lífið ekki of alvarlega, þú sleppur aldrei lifandi frá því.

10. Hvílíkt lán að lýgi er til, annars væri allt satt, sem sagt er.


Angelcare tækið sem bjargaði lífi

Sem betur fer eru til tæki sem virkilega bjarga lífum.

Angelcare hefur síðustu árin komið í veg fyrir dauða margra ungbarna samanber frétt DV sjá hér http://www.dv.is/frettir/2015/2/25/tuttan-snudinu-losnadi-af-dottir-min-do-naestum-thvi/.

Því miður virðast alltaf vera til fólk sem er að selja falsvöru eins og RUV, Jens Guð bloggari og margir aðrir hafa fjallað um og þá taka fjölmiðlar við sér sem nauðsynlegt er en oft gleymist að minnast á þegar tæki eins og Angelcare sem bjargar mannslífum.

Af hverju það er veit ég ekki en til hamingju Angelcare. Þetta tæki ætti að vera skildu eign allra nýorðna foreldra.


Óljóð dagsins nr. 10

Sjötta daginn desember

drengurinn er fæddur.

Ó já, nú er stór dagur og þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun að hvíla óljóðin mín í bili og byrja hugsanlega aftur á næsta ári en það kemur bara í ljós. Ég ætla að enda þetta "með látum" og setja inn góðan slatta af óljóðum í kveðjuskyni.

Óhöpp:

Verða ekki flest slys

af slysni?

Stórt er spurt:

Ætli endurkoma

geti komið

fyrir tíman?

Aftur er stórt spurt:

Hvað verður um hjálpartæki

sem enginn þarf að nota?

Enn er stórt spurt:

Ætli fólki verði mál

á málþingi?

Og enn og aftur:

Ætli villidýr

séu alltaf á villigötum?

Og meira:

Ætli stakir jakkar

séu einmanna?

Og enn meira:

Hvað ætli gömul hetja

sé gömul?

Meira:

Ætli lágmarksverð

geti náð hámarki?

Áróður:

Stoppum unglingadrykkju

og dettum svo í það!

Hreinlæti:

Ætli skúringakonan sé

góð í golfi?

Svo þetta:

Hvaða visku

hefur viskustykki?

Sjálfvirkni:

Hver vekur

hanann?

Ljós í myrkri:

Hvenær notar maður

vasaljós til þess að

lýsa upp vasa?

Ó nei:

Skyldu spé hræddir menn

fá spékoppa?

Framtíð:

Ætli gervihnöttur

sé úr gerviefni?

Úti og inni:

Ætli það sé hægt

að tjalda

gluggatjöldum?

Botnlaust:

Ætli kafari

komist í botn

í því sem hann er að gera?

Engin sörvis:

Hvað ætli heyrist

inni í flugvél

sem fer hraðar en hljóðið?

Amen:

Skyldu prestar

leggjast í

helgan stein?

Partí:

Ætli selir

séu alltaf

í selskapi?

Doktor:

Ætli maður fái

verki

að því að taka inn

verkja pillur?

Gott lag:

"Let it be"

sungu Bítlarnir

ætli þeir hafi haft

óljóðin mín

í huga?

Óvissa:

Eitt er víst

að það er ekkert víst

víst!

Trú:

Ætli krossfiskar

séu trúaðir.

Endir:

The end.

 

 

 


Óljóð dagsins nr. 9

Flótti:

Íkorninn hljóp og hljóp

inn í skóginn frá menningunni

og var étinn

af úlfi.

Rugl:

Einu sinni er allt fyrst

hvað annað er hægt?

Móðan mikla:

Það virðast allir

vera sammála um

að það bíði betra

líf hinum meginn.

Eftir hverju eru

þá allir að bíða og kvíða?

Flókið:

Ímyndaðu þér heiminn

eins og þú vilt hafa hann.

Verður þú þá vinsæll eða

óvinsæll?

Takmörk:

Stóri feiti ljóti vondi

og bólugrafni kallinn kom.

Vá, ekki meira takk.

Eins og hugur manns:

Ef manni dettur ekkert í hug

er maður þá hugleysingi?

Dansleikur:

Diskódrottningin átti kvöldið

karlmennirnir slefuðu.

Diskódrottningin fór að sofa

karlmennirnir héldu áfram að slefa.

Taugastríð:

Mikið fer það í pirrurnar

á mér

hvað margir

eru pirraðir.

Reglusemi:

Skyldi reglustrikan

vera reglusöm?

Eitt spurningamerki:

?

 

 

 


Óljóð dagsins nr. 8

Laun og kjör:

Ef til væri brú

sem jafnaði bilið

á milli fátækra og ríkra

þá þyrfti hún bara að vera mjó

það yrði einstefna.

En hver skyldi byggja slíka brú?

Ekki þeir fátæku

þeir hefðu ekki efni á því.

Ekki þeir ríku

þeir þyrftu ekki á henni að halda

þess vegna er slík brú ekki til.

Og þess vegna er bil

á milli fátækra og ríkra.

Gaman gaman:

Ég elska mánaðarmót

þá man fjölskyldan að

ég er til!

Óhljóð:

Ég heyri aldrei

þegar

nóttin skellur á.

Blikk:

Tekur stefnuljósið

alltaf rétta stefnu?

Frelsi:

Englahár er eins og gull

í hendi fátæklings.

Vinna:

Ætli höggormur

geti stundað skógarhögg?

 

 


Óljóð dagsins nr. 7

Verðbólga:

Ómúraði veggurinn

hlustaði á hækkanir

á sementi í útvarpinu

og hugsaði: Hvers á

ég að gjalda.

Maís:

Skyldu hænum

ekki langa í popkorn?

Húsaskjól:

Ætli kirkjurottan

sé trúuð?

Ekkert húsaskjól:

Ætli eyðurmerkurottunni

sé heitt?

Hreinlæti:

Hvers á klósettpappírinn

að gjalda?

Skrítið:

Ef þögnin er best

afhverju

er þá svona

mikill hávaði?

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband