Gamlar vísur nr. 9

87. Mikið er jeg minni enn guð

máski það geri syndin.

Á átta dögum alsköpuð

er nú kirkju grindin.

88. Akunn gála. (Sigfús snikkari)

Eg er ei nema skaft og skott

skrautlega búin stundum.

Engri skepnum geri gott

geng í lið með hundum.

89. Það því veldur að jeg er

einn í nótt að sveima,

(heiptar)eiddi mjer

að jeg dveldi heima.

90. Þessi vísa er eftir Freistein Gunnarsson.

Samviska ber merki þess

sem maður hefur gjört.

Mín var áður móalótt

en mína er hún svört.

(P J)

91. Aldrei skaltu rjúpur elta

upp um heiðar.

Heima eru götur greiðar

og gott að fara á lóm-veiðar.

92. Margur sá er dansar dátt

um dimmar nætur.

Daginn eftir dapur grætur

og dregist með ólund seinast á fætur.

93. Einhverju sinni kom út kvæði eða bragur undir dulnefni og ætluðu margir að væri eftir Grím Tomsen. Það kvað Páll Ólafsson:

Ekki er þetta eftir Grím

eða hvernig spirðu.

Það er miklu míkra rím

en meistaraljóðin stirðu.

94. Guðm.Pjetursson orti vísu þessa til Guðm.Arons:

Aron sjútir ódaun hlands

orðin tík af vífni manns,

úr eidurdreggjum illa Brands

óska maður Suðurlands.

95. Lausavísur:

Ekkert framar eikur mjer

yndislegar stundir.

En lesa Þorstein ljóðakver (=Erlingssonar)

og bíða Svönu um grundir. 

96. Guðmundur með glerhattinn

gengur fyrir kapmanninn,

rífur sundur reikninginn 

(rækals)ljóti (þrasararinn).

97. Þessi er eftir Pál Ólafsson:

Illa fengin auður þinn

áður en líkur nösum.

Aftur týnir Andskotinn

upp úr þínum vösum.

98. Lausavísur:

Þó að stundum svíði sár

og svelli kapp í blóði,

verður sjerhvert æfi ár

eign í sparisjóði. 

99. Gott er að eiga gæðin flest,

góða jörð og sauðfje mest,

góða konu og góðan prest 

góða kú og vænan hest

-------

Næst byrja ég á vísu nr. 100

 

 

 

 


Bloggfærslur 22. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband