Nýtt landnám og nýtt tungumál.

Einar Freyr sveitastjóri Mýrdalshrepps var í viðtali á Rás 1 þar sem hann sagði meðal annars að Byggðastofnun veitti þeim Landstólpann sem er viðurkenning fyrir vel heppnað byggðarverkefni þar sem þeir eru fyrstir til að tala ensku í ráðum í hreppnum. Aðfluttir eru yfir 60% og tala annað tungumál en íslensku þar sem ferðaþjónustan er aðal atvinnugrein hjá þeim. Hann nefndi líka þegar forsetinn hafi komið í heimsókn til þeirra sagði hann að þarna væri að hefjast nýtt landnám og nýtt tungumál. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður; sem og aðrir þínir gestir !

Þarna; fer Einar Freyr Elínarson, einn helzti frammámaður Vestur-

Skaftfellinga villur vega - fyrir það fyrsta, ætti það að vera

metnaðarmál samlanda okkar, að kenna þeim útlendingum, sem hingað

koma unnvörpum íslenzku.

Þá breytir engu; hvort búseta viðkomandi sje í Vík í Mýrdal -

Reykjavík eða á Kópaskeri, hvað þá í öðrum plássum.

Svo; þarf að fara að stemma stigu, við frekara aðstreymi útlendinga

hingað:: annars verða vaxandi líkur á, að við heimamenn verðum snarlega

að minnihlutahópi / fari: sem horfir.

Við munum Sigurður; þá Egypski Liðsforinginn Ahmed Urabi Pasha (1841 - 1911) talaði um Egyptaland fyrir Egypta á 19. öldinni og eftir næst síðustu aldamót (um 1900 og síðar).

Mættum alveg; taka mið af hans viðhorfum, þá útlend viðhorf vildu gera minna úr Egypskri menningu, á sínum tíma.

Með beztu kveðjum;af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2024 kl. 20:42

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður verður að segja eins og er að Íslenskukennsla er hérna í miklum ólestri og miklir fjármunir sem fara þar fyrir ofan garð og neðan.  Ástæðan er að mestu sú að ENGIN samræming er og lítill sem ENGINN metnaður.  Það er ekki hægt að kenna útlendingum um þetta, þarna er alfarið við stjórnvöld  að sakast og METNAÐARLEYSI Íslendinga sjálfra.  Og ekki er hægt að horfa framhjá þætti fjölmiðla þarna, sem er MJÖG stór.  Ein maður getur lítið í þessu gert en ég verð að segja eins og er að ekki er ég hrifinn af þessum undirlægjuhætti Mýrdælinga og uppgjöf þeirra við ástandinu í tungumálaþvælunni sem er í gangi hér á landi........

Jóhann Elíasson, 24.4.2024 kl. 07:16

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Takk fyrir innlitið báðir tveir. Spurningin er bara tekur það 50 ár eða skemur að útríma íslenskuni. Mikið er maður heppinn að vera orðinn eldri borgari og hafa upplifað bítlatímabilið, Glaumbæ, sveitaböll, ekkert ofbeldi bara grín og gaman og fara á rúntinn. Svo er líka spurning hvað það tekur langan tíma að heimamenn verða komnir í minnihluta. 

Sigurður I B Guðmundsson, 24.4.2024 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband