Gamlar vísur nr. 3

18. Gísli Ólafsson heitir hagyrðingur góður hann segir:

Meðan æfin endist mín

eg skal vera glaður,

elska hesta,vif og vín

og vera drykkjumaður.

19. Hesta rek jeg hart á stað

heim er frekust þráin.

Kvölda tekur kólanr að 

Kári hrekur stráin.

20. Lífið fátt mjer ljær í hag

lúin þrátt jeg glími

koma máttu um miðjan dag

mikli hátta tími.

21. Andres Björnsson orti vísu þessa til Einars E. Sæmundssen:

Þitt mun ekki þyngjast geð

þótt að stitti dagin.

Haustið flytur meyjar með

myrkrinn inn í bæinn. 

22. Einar E. Sæmundssen orti vísu þessa um sjálfan sig þegar hann gifti sig:

Skulfu af gleði skógartrjen

skárra var það standið

þegar Einar Sæmundssen 

sigldi í hjónabandið.

23. Guðm. Guðmundsson, bóksali segir svo um lausavísunar:

Lausavísur liðugar

ljettar, nettar, sniðugar,

örfa kæti alstaðar

eins og heimasæturnar.

24. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum er skáldkona mikil. Hún segir svo á einum stað:

Enn þá hafa örlögin

á mig smækkað belju klafa.

Skildi jeg aldrei skerfin minn

af skítverkunum unnið hafa.

25. Kristinn Jónsson, er ættaður frá Akureyri, á nú heima í Winnipeg er vel hagorður hann segir svo á einum stað:

Einlægt þú talar illa um mig

aftur jeg tala vel um þig.

En það besta af öllu er

að enginn trúir mjer njé þjer.

26. Þegar hann fluttist til Ameríku sagði hann:

Svo flúði jeg feðra grundu

mjer fanst það alt og þurt,

að leita fjár og frama

ég fullur silgdi á burt.

27. Guðm. Aron Guðbrandsson yrkir svo um lífið:

Lífið er brosandi laðandi þytt

lífið er þráður svo veikur,

lífið er gróandi laufunum þrytt

lífið er draumur og reykur.

28. Guðm. Pjetursson snjeri henni þannig fyrir Aron:

Lífið er brosandi laðandi þytt

lífið mjer fýsnina eikur

lífið er neftóbakslaufunum þrytt

lífið er vindlareykur.

Búið í dag. 

 


Bloggfærslur 4. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband