Gamlar vísur nr. 6

50. Ef þú vildir vinur minn

vera Í nokkurri (þryði)

stundaðu allan aldur þinn 

axarskafta smíði. 

51. Andres Björnsson orti vísu þessa í fylliríi:

Það er fúlt á flöskunni

(fordjafaður) andskoti,

hentu henni ofan í helvíti

-hana taktu við henni.-

52. Konu úthýst í vondu veðri:

Orðið taka að úthýsa 

er á baki þínu.

Aldrei rak jeg aumingja

undan þaki mínu.

53. Um Guðm. Pjetursson á Minna-Hofi á Rangárvöllum:

Gvendur þú er gæða skinn

þótt gáfurnar sjeu ei hjá þjer.

Það held jeg þekti hundssvipinn

þó hausinn væri ekki á þjer.

54. Af Eyjarsandi út í Vog

er það mældur vegur.

Átján þúsund ára tog

áttatíu og fjegur. 

55. Jón Jónsson, frá Hvoli hagorður vel yrkir svo á einum stað:

Síst mitt raskast sinnist far

svona í fljótu hasti.

Þó að andans aumingjar

á mig hnútum kasti.

56. Sami segir á öðrum stað:

Margt er vos um mannlegt svið

margt er tos á ímsa hlið

þó er los á sorgar sið

Siggi brosir öllum við.

57. Fyrst er sjón og svo er tal

svo kemur hlílegt auga.

Síðan ástar fagurt hjal

Freyju hefst við bauga.

58. Kristinn Jónsson í Winnipig yrkir svo um forest:

Einu var það svo undirmjór

og einskins virði.

Margur hissa horfi og spurði

"hvar er þessi drottin smurði."

59. Einu sinni var Kristinn rekin úr vinnu ásamt tveimur öðrum mönnum og þrír voru teknir í staðinn. Þá sagði Kristinn:

Góður, betri, bestur

burtu voru reknir.

Vondur, verri, vestur

voru aftur teknir.

60. Lesið hef jeg lærdómsstef

þó ljót sje skriftin.

Síst er að efa sannleiks kraftin

sælla er að gefa en þyggja á kjaftin.

61. Kristinn hafði vinnukonu er Anna hjet, sú fór frá honum og í staðinn fjekk hann aðra Önnu. Þá kvað hann:

Þungar má jeg þrautir kanna

á þessum vetri.

Nú er komin önnur Anna

ekki betri.

62. Og þessa líka:

Anna Daða dapurleg

og druslum vafin.

Engin maður eins og jeg

er "Önnum" kafin.

Læt þetta duga í dag. 

 


Bloggfærslur 9. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband