18.5.2022 | 11:22
"BESTA DEILDIN"
Ég sendi Neytendastofu erindi þar sem ég sætti mig ekki við að KSÍ kalli eina deild innan sinna vébanda "BESTA DEILDIN". Eru þá t.d. aðrar deildir næst besta og þriðja besta deildin og svo koll af kolli. Matthildur Sveinsdóttir svarað mér fyrir hönd Neytendastofu og segir þar meðal annars: Það liggur ekki bann við að nota efsta stig lýsingarorðs heldur er gerð krafa um að geta sannað að þær fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum. Í framkvæmd hefur verið gerð strangari krafa til sðnnunar eftir því sem fyllyrðingarnar eru meira afgerandi og því eru oftar dæmi um að sönnun takist ekki þegar notast er við efsta stig. Svo endar svarið að þessari fyrirspurn minni verður tekin til skoðunar þegar röðin kemur að henni og hún ekki tekin fram fyrir önnur mál sem til meðferðar eru hjá stofnuninni. Þá höfum við það. Getur KSÍ sannað það að efsta deildin í knattspyrnu sé "BESTA DEILDIN" Hvað segja t.d. HSÍ og KKÍ um það og allar hinar deildirnar innan ÍSÍ og ÍSÍ sjálft?
Athugasemdir
Það var mjög þarft og gott hjá þér að taka þetta upp. Það virðist vera, eftir þessu svari hennar að dæma, að þetta ákvæði í lögum hafi verið rýmkað verulega (ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki tekið eftir því) og ekki hef ég tekið eftir neinni marktækri breytingu í þá átt að menn séu farnir að fullyrða meira í efsta stigi, þegar verið er að tala um gæði vörunnar. Mér finnst, án þess að geta fullyrt nokkuð um það, að þarna sé um að ræða svokallað "hentisvar".......
Jóhann Elíasson, 18.5.2022 kl. 13:30
Sammála og bíð spenntur eftir endilegu svari frá henni.
Sigurður I B Guðmundsson, 18.5.2022 kl. 16:05
Það hefur aldrei verið bannað að fullyrða í efsta stigi í auglýsingum, svo lengi sem hægt er að sanna fullyrðinguna.
Þess vegna mátti Hagkaup segjast vera "þar sem Íslendingum finnst best að versla", því það lá fyrir könnun sem studdi þá fullyrðingu.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2022 kl. 22:54
Hvað styður að besta deildin sé efsta deild í kanttspyrnu á Íslandi?
Sigurður I B Guðmundsson, 18.5.2022 kl. 23:40
Væntanlega að lið komast ekki í þá deild öðruvísi en vinna sér inn rétt til þess samkvæmt fyrirfram skilgreindum reglum. Almennt gildir í íþróttum að þeir sem sigra mest eru bestir og árangurinn er þá sönnun þess.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2022 kl. 23:48
Áður hét hún ÚRVALSDEILDIN.
Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2022 kl. 23:57
Var ekki magnaður úrslitaleikur í körfubolta í gær? Er þá efsta deild í körfuboltinn ekki besta deildin hjá þeim?
Sigurður I B Guðmundsson, 19.5.2022 kl. 09:15
Rétt Helga og hljómaði vel.
Sigurður I B Guðmundsson, 19.5.2022 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.