Sögur af sjálfum mér. Nr. 4.

Næsti staður er Versl. Esja Kjalarnesi. Þegar ég vann þar var eigandinn Magnús Leopoldsson. Ég byrjaði sem bensínafgreiðslumaður og átti líka að hjálpa til í sjoppunni. Ekki leið á löngu þar til Magnús fól mér fleiri verkefni. Það fór svo að ég var byrjaður að gera allt sem þurfti að gera t.d. vörumóttöku, fylla upp í hillur og tala nú  ekki um að saga kjötskrokka. Það kenndi Magnús mér og lagði ofuráherslu á að fara varlega, sem ég og gerði. Síðar var ég byrjaður að gera upp og fela peningana á ákveðnum stað. Fannst mér mjög vænt um þetta mikla traust sem Magnús sýndi mér og brást ég aldrei því trausti. En svo þegar ég er hættur að vinna þarna kemur upp þetta leiðindamál þar sem Magnús er bendlaður við svokallaða Geirfinnsmál. Þar sem ég hafði kynnst Magnúsi vel, var ég alveg sannfærður um að hann gæti aldrei verið sekur um svo ljótan glæp sem hann var ásakaður um því meiri öðlingi hafði ég bara ekki kynnst. Lenti ég oft í hávaða rifrildi við fólk sem sagði að hann væri sekur. Nú vita allir hvernig það mál fór þ.e.a.s. aðkoma Magnúsar var enginn. 

Næsti staður verður Silli og Valdi í Aðalstræti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sjálfur þekki ég Magnús ekki neitt en marga þekki ég sem hafa átt samskipti við hann og ALLIR bera honum MJÖG góða söguna.......... 

Jóhann Elíasson, 30.3.2022 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband