Til skammar

Það var dásamlegt að hlusta á moldóvska stúlknakór flytja (syngja)íslenska Þjóðsönginn fyrir landsleik Íslands og Moldóvíu en annað var upp á teningnum þegar íslenski Þjóðsöngurinn var spilaður fyrir landsleik Íslands og Tyrklands. Þar var baulað á íslenska Þjóðsönginn allan tíman og svo kröftulega að Þjóðsöngurinn varla heyrðist. Mér finnst að það ætti að refsa Tyrkjum fyrir þennan dónaskap og jafnvel að reka þá úr þessari keppni. Svona hegðun er ekki boðleg. 


Jól=Vinterfest

Ég var í IKEA áðan og sá mikið af jólavörum en það sem vakti athygli mína var að ég sá hvergi nafnið jól heldur bara vinterfest. Jólavörurnar í IKEA heita í dag: Vinterfest. Ég kann betur við að jólavörur séu kallaðar sem þær eru: JÓLAVÖRUR!


Færeyjarferð.

Við hjónin fórum í ferð til Færeyjar á vegum FEB og Hótelbókana 16-22.október. Lagt var af stað fyrir tíman því eldriborgarar kunna á klukku og hófst ferðalagið rétt fyrir kl. 07.00. Farastjóri í ferðinni var Sigurður K. Kolbeinsson og fékk hann leiðsögumanninn Hinrik Ólafsson til að halda uppi fróðleik og léttleika alla leið að Egilsstöðum sem hann gerði með stæl. Á leiðinn var stoppað á nokkrum stöðum og hádegismatur var á Greifanum á Akureyri sem var þeim til mikils sóma. Þegar komið var um borð í Norrönu beið okkar frábært kvöldverðarhlaðborð. Ferjan flott, hreinlæti og öll þjónusta fyrsta flokks. Siglingartími til Færeyjar ca.18 tímar. Tók eftir því að þeir seldu þarna bara færeyskan bjór. Enginn Carlsber sjáanlegur enda gaf sá færeyski þeim danska ekkert eftir nema síður sé. Næsta morgun var morgunhlaðborð og svo var komið til Þórshafnar og haldið beint á Hótel Hafnia þar sem tók á móti okkur dásamleg gestrisni. Næstu daga var farið á hverjum degi í skoðunarferðir þar sem Jón Ásgrímur Ásgeirsson var fyrst leiðsögumaður og síðan Þóra Þóroddsdóttir. Ætla ég bara að stikla á stóru hvert farið var: Eiði, Gjugv,Klaksvík,Kirkju,Gasadal og Kirkjubæ. Benedikt Jónsson aðalræðismaður Íslands í Færeyjum tók á móti okkur og var boðið upp á léttar veitingar og margar góðar sögur sagðar m.a.um grindardráp sem var mjög fróðlegt. Kvöldverður var öll kvöld á Hótel Hafnia og var alltaf frábær sem og þjónustan. Heimför var flýtt vegna yfiirvofandi slæms veðurs og farið kl.8 í stað kl.14. Sjóferðin gekk vel þó öldugangur hafi verið þó nokkur. Svo var haldið á heimleið til Reykjavíkur suðurleiðina og stoppað á nokkrum stöðum á leiðinni. Lokaorð: Sigurður K. Kolbeinsson var farastjóri eins og áður sagði og stóðst allt sem lagt var upp með og í raun miklu meir en það. Öll framkvæmd hans var hreint út sagt frábær. Allir leiðsögumenn stóðu sig vel sem og bílstjórinn Hlynur Michelsen. Takk fyrir okkur. 


Listamannalaun = Ellilífeyrir

Einhverjir aðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að listamaður þurfi 370 þúsund á mánuði til að framfleyta sér og fái þess vegna þessa upphæð sér til framfærslu. Einhverjir aðrir aðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að eldriborgari þurfi hins vegar um 200 þúsund eftir skatt á mánuði sér til framfærslu. Sérfræðingar hafa komast að þessum niðurstöðum fyrir hönd sinna skjólstæðinga.Af hverju á 200 þúsund á mánuði ekki að duga listamanninum ef eldriborgaranum er ætlað að lifa á þeirri upphæð?


67ára

Einu sinni var Símoni Dalaskáldi sem kallaður var gefinn trefill og eitthvað fleirra,(en gefandinn var Björn Blöndal Guðmundsson bróðir föðurs míns) gjöfina þakkaði hann með að senda gefanda þessa vísu á miða: 

Gjafmildur hann ætíð er

og æsku blóma gæddur.

Sjötta daginn Desember

drengurinn er fæddur.

Já, og núna á ég merkilegt afmæli orðinn eldri borgari og datt því í hug að birta hér vísur sem faðir minn samdi þegar hann varð 67 ára 1987 eða fyrir tæpum 30 árum síðan:

Er ég orðinn gamall eða hvað?

Sjálfur hef ég ekki - hugmynd um það!

Ýmsir eru gamlir

alla sína tíð.

Aðrir virðast ungir,

þótt árum fjölgi í gríð.

Löggilt gamalmenni

þeir gerðu mig í dag.

Frímerkt bréf mér færði

fregn um sólarlag. 

67 ár

á sömu kippu öll.

Þetta falska forrit

fremur sálræn spjöll.

Er ég orðinn gamall eða hvað?

Sjálfur hef ég ekki - hugmynd um það!

Getur einhver orðið 

ellinni að bráð

á aðeins einni nóttu,

ef allt er tölvuskráð?

Treystir einhver tölvu 

er telur ára fjöld

og ákveður að elli

yfirtaki völd?

Heilsa og skapgerð manna

miklu ráða um það,

hvenær elli kerling

kemst á þeirra blað.

Er ég orðinn gamall eða hvað?

Sjálfur hef ég AÐRA hugmynd um það:

Forrit mitt er fleipur

og færsla þess ei blíð.

Í anda verð ég ungur

alla mína tíð!

G. Guðmundarson.

 


MBL.

Er að safna saman vísum og ljóðum eftir föður minn og fann þá þessa sem mér finnst eiga heima á MBl. En hún er svona: 

Lífshlaup manna misjafnt snýst

margt um það að segja.

Í mogganum er þó alveg víst

að allir landsmenn deyja!

G. Guðmundarson.


Sesselja og Sólheimar

Faðir minn Guðmundur Guðmundarson hefði orðið 96 ára í dag ef hann hefði lifað. Í minningu hans ætla ég að byrta hérna ljóð sem hann orti um Sesselju og Sólheima:

 

Hún átti hugsjón, drauma djarfa

um dáðir sannar var að tefla.

Ósjálfbjarga unglingana,

ótrauð vildi styrkja og efla.

 

Í tjöldum áköf upphóf störfin,

öllum fannst hún býsna djörf.

Ei þó duldist augljós þörfin

unglingum að skapa störf.

 

Stuðningur við stórhug birtist,

styrkir óvænt bárust senn.

Hugsjón björt, sem vonlaus virtist,

virðing hlaut og svo er enn.

 

Ei þarf langt að leita gagna,

leifturbjart um hugann fer.

Er Sólheimarnir sigri fagna,

Sesselju þá minnast ber.

 

Áður fátt um var að velja,

vonleysi og döpur kjör.

Á Sólheimum er nú sælt að dvelja,

sigurbros á hverri vör. 

 

G.G. 

 


17. júní

Ég og konan mín fórum í Lágafellskirkju að morgni 17júní. Það var yndisleg messa og hátíðaræðuna hélt Salóme Þorkelsdóttir. Ræða hennar fjallaði aðallega um að 100 ár væru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Meiriháttar ræða hjá henni. Eina sem truflaði hátíðaræðuna hennar var þegar gsm sími eins kirkjugestins fór að hringja. Þessi sami sími hringdi svo aftur stuttu síðar en nú miklu hærra svo að kirkjugesturinn spratt upp úr sæti sínu og hljóp út. Er ekki allt í lagi hjá þessum manni hugsaði ég. Mér fannst þetta vanvirðing við hátíðaræðu Salóme. En hún kann sig og lét þetta ekki hafa áhrif á sig. (Síminn minn var út í bíl).


Spakmæli

1. Ástin læðist á tánum, þegar hún kemur, en skelir hurðum, þegar hún fer.

2, Að elska sjálfan sig er upphafið að ævinlangri ástarsögu.

3. Ástin er blind en sjónin fæst aftur eftir giftingu.

4. Ég er hógvær í kröfum. Alltaf ánægður með það besta.

5. Hræsnari er maður sem hefur myrt báða foreldra sína og biður sér miskunar af því hann sé munaðarlaus.

6. Karlar lifa betra lífi en konur. Þeir gifta sig seinna og deyja fyrr.

7. Karlmenn eru húsbændur á sínu heimili, þangað til gestirnir eru farnir!!

8. Sumt fólk vill fá kampavín og kavíar, þegar það á skilið gos og pylsur.

9. Taktu lífið ekki of alvarlega, þú sleppur aldrei lifandi frá því.

10. Hvílíkt lán að lýgi er til, annars væri allt satt, sem sagt er.


Angelcare tækið sem bjargaði lífi

Sem betur fer eru til tæki sem virkilega bjarga lífum.

Angelcare hefur síðustu árin komið í veg fyrir dauða margra ungbarna samanber frétt DV sjá hér http://www.dv.is/frettir/2015/2/25/tuttan-snudinu-losnadi-af-dottir-min-do-naestum-thvi/.

Því miður virðast alltaf vera til fólk sem er að selja falsvöru eins og RUV, Jens Guð bloggari og margir aðrir hafa fjallað um og þá taka fjölmiðlar við sér sem nauðsynlegt er en oft gleymist að minnast á þegar tæki eins og Angelcare sem bjargar mannslífum.

Af hverju það er veit ég ekki en til hamingju Angelcare. Þetta tæki ætti að vera skildu eign allra nýorðna foreldra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband