Færeyjarferð.

Við hjónin fórum í ferð til Færeyjar á vegum FEB og Hótelbókana 16-22.október. Lagt var af stað fyrir tíman því eldriborgarar kunna á klukku og hófst ferðalagið rétt fyrir kl. 07.00. Farastjóri í ferðinni var Sigurður K. Kolbeinsson og fékk hann leiðsögumanninn Hinrik Ólafsson til að halda uppi fróðleik og léttleika alla leið að Egilsstöðum sem hann gerði með stæl. Á leiðinn var stoppað á nokkrum stöðum og hádegismatur var á Greifanum á Akureyri sem var þeim til mikils sóma. Þegar komið var um borð í Norrönu beið okkar frábært kvöldverðarhlaðborð. Ferjan flott, hreinlæti og öll þjónusta fyrsta flokks. Siglingartími til Færeyjar ca.18 tímar. Tók eftir því að þeir seldu þarna bara færeyskan bjór. Enginn Carlsber sjáanlegur enda gaf sá færeyski þeim danska ekkert eftir nema síður sé. Næsta morgun var morgunhlaðborð og svo var komið til Þórshafnar og haldið beint á Hótel Hafnia þar sem tók á móti okkur dásamleg gestrisni. Næstu daga var farið á hverjum degi í skoðunarferðir þar sem Jón Ásgrímur Ásgeirsson var fyrst leiðsögumaður og síðan Þóra Þóroddsdóttir. Ætla ég bara að stikla á stóru hvert farið var: Eiði, Gjugv,Klaksvík,Kirkju,Gasadal og Kirkjubæ. Benedikt Jónsson aðalræðismaður Íslands í Færeyjum tók á móti okkur og var boðið upp á léttar veitingar og margar góðar sögur sagðar m.a.um grindardráp sem var mjög fróðlegt. Kvöldverður var öll kvöld á Hótel Hafnia og var alltaf frábær sem og þjónustan. Heimför var flýtt vegna yfiirvofandi slæms veðurs og farið kl.8 í stað kl.14. Sjóferðin gekk vel þó öldugangur hafi verið þó nokkur. Svo var haldið á heimleið til Reykjavíkur suðurleiðina og stoppað á nokkrum stöðum á leiðinni. Lokaorð: Sigurður K. Kolbeinsson var farastjóri eins og áður sagði og stóðst allt sem lagt var upp með og í raun miklu meir en það. Öll framkvæmd hans var hreint út sagt frábær. Allir leiðsögumenn stóðu sig vel sem og bílstjórinn Hlynur Michelsen. Takk fyrir okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband