6.12.2012 | 09:00
Óljóð dagsins nr. 10
Sjötta daginn desember
drengurinn er fæddur.
Ó já, nú er stór dagur og þess vegna hef ég tekið þá ákvörðun að hvíla óljóðin mín í bili og byrja hugsanlega aftur á næsta ári en það kemur bara í ljós. Ég ætla að enda þetta "með látum" og setja inn góðan slatta af óljóðum í kveðjuskyni.
Óhöpp:
Verða ekki flest slys
af slysni?
Stórt er spurt:
Ætli endurkoma
geti komið
fyrir tíman?
Aftur er stórt spurt:
Hvað verður um hjálpartæki
sem enginn þarf að nota?
Enn er stórt spurt:
Ætli fólki verði mál
á málþingi?
Og enn og aftur:
Ætli villidýr
séu alltaf á villigötum?
Og meira:
Ætli stakir jakkar
séu einmanna?
Og enn meira:
Hvað ætli gömul hetja
sé gömul?
Meira:
Ætli lágmarksverð
geti náð hámarki?
Áróður:
Stoppum unglingadrykkju
og dettum svo í það!
Hreinlæti:
Ætli skúringakonan sé
góð í golfi?
Svo þetta:
Hvaða visku
hefur viskustykki?
Sjálfvirkni:
Hver vekur
hanann?
Ljós í myrkri:
Hvenær notar maður
vasaljós til þess að
lýsa upp vasa?
Ó nei:
Skyldu spé hræddir menn
fá spékoppa?
Framtíð:
Ætli gervihnöttur
sé úr gerviefni?
Úti og inni:
Ætli það sé hægt
að tjalda
gluggatjöldum?
Botnlaust:
Ætli kafari
komist í botn
í því sem hann er að gera?
Engin sörvis:
Hvað ætli heyrist
inni í flugvél
sem fer hraðar en hljóðið?
Amen:
Skyldu prestar
leggjast í
helgan stein?
Partí:
Ætli selir
séu alltaf
í selskapi?
Doktor:
Ætli maður fái
verki
að því að taka inn
verkja pillur?
Gott lag:
"Let it be"
sungu Bítlarnir
ætli þeir hafi haft
óljóðin mín
í huga?
Óvissa:
Eitt er víst
að það er ekkert víst
víst!
Trú:
Ætli krossfiskar
séu trúaðir.
Endir:
The end.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2012 | 14:27
Óljóð dagsins nr. 9
Flótti:
Íkorninn hljóp og hljóp
inn í skóginn frá menningunni
og var étinn
af úlfi.
Rugl:
Einu sinni er allt fyrst
hvað annað er hægt?
Móðan mikla:
Það virðast allir
vera sammála um
að það bíði betra
líf hinum meginn.
Eftir hverju eru
þá allir að bíða og kvíða?
Flókið:
Ímyndaðu þér heiminn
eins og þú vilt hafa hann.
Verður þú þá vinsæll eða
óvinsæll?
Takmörk:
Stóri feiti ljóti vondi
og bólugrafni kallinn kom.
Vá, ekki meira takk.
Eins og hugur manns:
Ef manni dettur ekkert í hug
er maður þá hugleysingi?
Dansleikur:
Diskódrottningin átti kvöldið
karlmennirnir slefuðu.
Diskódrottningin fór að sofa
karlmennirnir héldu áfram að slefa.
Taugastríð:
Mikið fer það í pirrurnar
á mér
hvað margir
eru pirraðir.
Reglusemi:
Skyldi reglustrikan
vera reglusöm?
Eitt spurningamerki:
?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2012 | 07:37
Óljóð dagsins nr. 8
Laun og kjör:
Ef til væri brú
sem jafnaði bilið
á milli fátækra og ríkra
þá þyrfti hún bara að vera mjó
það yrði einstefna.
En hver skyldi byggja slíka brú?
Ekki þeir fátæku
þeir hefðu ekki efni á því.
Ekki þeir ríku
þeir þyrftu ekki á henni að halda
þess vegna er slík brú ekki til.
Og þess vegna er bil
á milli fátækra og ríkra.
Gaman gaman:
Ég elska mánaðarmót
þá man fjölskyldan að
ég er til!
Óhljóð:
Ég heyri aldrei
þegar
nóttin skellur á.
Blikk:
Tekur stefnuljósið
alltaf rétta stefnu?
Frelsi:
Englahár er eins og gull
í hendi fátæklings.
Vinna:
Ætli höggormur
geti stundað skógarhögg?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2012 | 17:09
Óljóð dagsins nr. 7
Verðbólga:
Ómúraði veggurinn
hlustaði á hækkanir
á sementi í útvarpinu
og hugsaði: Hvers á
ég að gjalda.
Maís:
Skyldu hænum
ekki langa í popkorn?
Húsaskjól:
Ætli kirkjurottan
sé trúuð?
Ekkert húsaskjól:
Ætli eyðurmerkurottunni
sé heitt?
Hreinlæti:
Hvers á klósettpappírinn
að gjalda?
Skrítið:
Ef þögnin er best
afhverju
er þá svona
mikill hávaði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2012 | 11:46
Óljóð dagsins nr. 6
Gjald-dagi:
Gíróseðillinn
datt inn um lúguna
hann vildi komast út
því hann vissi
að hann boðaði
óhamingju.
Góður grínisti:
Kerlingin hló þar til hún dó.
Hverning var brandarinn?
Gamalt og nýtt:
Gamla konan
hugsaði um gamla tíman.
Hún setti videóspólu
í vídeóið og grét.
Tóm tjara:
Þú sýgur og sýgur
tjöruna í lungun
og þér líður vel
af því þú sérð ekki lungun.
Alsherjar lausn:
Ef þú veist svör heimsins
feldu þig þá vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2012 | 12:35
Óljóð dagsins nr. 5
Vonin sem brágst:
Skjalataskan átti vonir
eigandinn líka
það ríkti hamingja og vonir
svo kom skatturinn
og tók skjalatöskuna
og eigandan.
Yfirvinna:
Ef sálin er eilíf
þá hljóta sálfræðingar
að vinna að eilífu
og vinna yfirvinnu.
Viska:
Skyldi sá sem ekkert veit
vita að því?
Aldur:
Allir sem voru gamlir í gamla daga
eru dauðir í dag.
Hvað ert þú gamall?
Nám:
Hvað ætli það taki
langan tíma
að læra á skyndinámskeiði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2012 | 13:53
Óljóð dagsins nr. 4
Gengislækkun:
Krónan fékk kransæðastíflu
og liggiur nú á gjörgæsludeild
10 eyringurinn
andaðist um svipað leiti
og verður jarðsettur
við hliðina á 5 eyringnum
sem varð bráðkvaddur
fyrir ári síðan.
Seðlabankastjórinn hraðaði sér
í laxveiði.
Óvissa:
Rúgbrauðið veit
ekkert að því
að menn
reka við.
Dýrtíð:
Ef þú eyðir
um efni fram
fer þér þá
aftur eða fram?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2012 | 09:37
Óljóð nr. 3
Hamingja:
Bóndinn mokar flórinn
honum líður vel
Bílstjórinn á Miklubrautinni
reynir að komast yfir á gulu ljósi og tekst það
honum líður vel.
Martröð:
Náttfötin fóru að sofa
eigandinn vakti.
Draumórar:
Hefur þú einhvern tíman sofið út?
Er hægt að sofa inn?
Minning:
Ég man gamla góða daga
hvað verður dagurinn í dag?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2012 | 06:47
Óljóð dagsins nr. 2
Sveitó:
Lítið borgarbarn
var sent í sveit
lítið borgarbarn
fann fjósalykt
lítið borgarbarn
sá hænur og hana
lítið borgarbarn
lék sér við lömb
lítið borgabarn
hamaðist í heyi
lítið borgarbarn
fann frið
lítið borgarbarn
fékk kúltúrsjokk
og flúði heim.
Undur:
Er það ekki skrítið
hvað margt er skrítið.
Sólsetur:
Sólin sest niður
en ég hef aldrei séð stólinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2012 | 17:12
Óljóð dagsins.
Fann kassa með "óljóðum" sem ég setti saman fyrir ca. 30 árum. Þar sem ég reikna ekki með að þessi óljóð mín verði nokkurn tíman gefin út þá datt mér í hug að birta nokkur óljóð á hverjum degi undir nafninu: Óljóð dagsins!! Afturför:
Litli og stóri voru skemmtilegir og skemmtu fólki.
Í dag vilja allir vera stórir en eru litlir og skemmta engum.
Asnalegt:
Asninn er auðþekktur af eyrunum
á hverju þekkist þú?
Takki:
Skrítið með slökkvara
þeir kveikja líka!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)