Færsluflokkur: Bloggar
19.11.2022 | 17:16
Vá, þvílík frammistaða.
Nú dugar engin fálkaorða heldur skal það vera Stórriddarakross með stjörnu fyrir íslenska þjálfarann. Ísland er sigurvegari Eystraaltsmótsins. Vonandi gerir Vanda langtíma samning við þjálfarann eins og Víkingar gerðu við Arnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2022 | 12:39
Edinborg
Jæja, þá er frábærri ferð til Brighton lokið og nú skal haldið til Edinborgar og allt að sjálfsögðu með Ferðaskrifstofu eldri borgara. Já lífið er ferðalag. Hlökkum mikið til því við vitum að okkur bíða flottar skoðunarferðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2022 | 13:59
Brighton
Já, loksins erum við hjónin að fara til útlanda og nú skal haldið til Englands þ.e.a.s. til Brighton. Að ajálfsögðu með ferðaskrifstofu eldri borgara en sú ferðaskrifstofa klikkar ekki. Allt sem sagt er stendur og fyrsta flokks fararstjórar eins og í þessari ferð er það enginn annar en Friðrik Brekkan. Hlökkum mikið til að fara í allar þær skoðunarferðir sem boðið er uppá eins og t.d. Seven Sisters en klettarnir eru hluti af South Downs þjóðgarðinum. Einnig verður skoðað Monk´s House og Rye og ekki má gleyma hin stórbrotna Dómkirkja Canterbury verður líka heimsótt og margt margt fleirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2022 | 15:36
Silence is Golden.
Af hverju má ekki upplýsa mann þegar frétt er sögð? T.d: Einstaklingur með Covid 19 lést á Landspítala í gær. 1. Hvaða þjóðerni var þessi einstaklingur? 2. Var hann með undirliggjandi sjúkdóma? 3. Á hvaða aldri var þessi maður? 4. Var hann óbólisettur? 5. Ef ekki, hvað hafði hann fengið margar sprautur? 6. Hafða hann fengið Covid 19 áður? Hvað er verið að fela fyrir manni? Mér kemur þetta við, vill fá upplýsingar. Af hverju er þessi feluleikur? Sama með hælisleitanda sem er hér þó hann sé búinn að fá hæli í öðru landi. Hvað kostar hann skattgreiðendur á mánuði og hvað fær fyrir utan fjárhaldsaðstoð? Og fær hann upphald þó svo að hann neiti að fara út landi? Hvaða feluleikur er þetta? Má maður ekkert fá að vita og ef maður vill það er maður þá rasisti?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.6.2022 | 17:33
Besti helvítis bjórinn gerir kraftaverk.
Er enn að bíða eftir svari við fyrirspurn minni um "Besta deildin". Bætti nú við að blómabændur fullyrða að blómin þeirra geri kraftaverk. Nýasta auglýsingin sem hljómar ekki vel í mín eyru er: "Helvítis kokkarnir". Það má virðist allt í dag til að fanga athygli. Svona gæti nútíma auglýsing hljómað: "Helvítis besti bjórinn gerir kraftaverk" eða Besti bjórinn gerir helvítis kraftaverk. Neytendastofa hefur svo mikið að gera að ég verð víst bara að bíða og bíða og bíða...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2022 | 11:22
"BESTA DEILDIN"
Ég sendi Neytendastofu erindi þar sem ég sætti mig ekki við að KSÍ kalli eina deild innan sinna vébanda "BESTA DEILDIN". Eru þá t.d. aðrar deildir næst besta og þriðja besta deildin og svo koll af kolli. Matthildur Sveinsdóttir svarað mér fyrir hönd Neytendastofu og segir þar meðal annars: Það liggur ekki bann við að nota efsta stig lýsingarorðs heldur er gerð krafa um að geta sannað að þær fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum. Í framkvæmd hefur verið gerð strangari krafa til sðnnunar eftir því sem fyllyrðingarnar eru meira afgerandi og því eru oftar dæmi um að sönnun takist ekki þegar notast er við efsta stig. Svo endar svarið að þessari fyrirspurn minni verður tekin til skoðunar þegar röðin kemur að henni og hún ekki tekin fram fyrir önnur mál sem til meðferðar eru hjá stofnuninni. Þá höfum við það. Getur KSÍ sannað það að efsta deildin í knattspyrnu sé "BESTA DEILDIN" Hvað segja t.d. HSÍ og KKÍ um það og allar hinar deildirnar innan ÍSÍ og ÍSÍ sjálft?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.5.2022 | 16:07
Margt skrýtið í kýrhausnum!
Auglýsing hjá Norðurál sagði að það vantaði fræðslustjóra og starfið hentaði öllum kynjum. Veit vel að ég er eldri borgari en kynin voru bara tvö hér áðurfyrr!!
Svo eru það blómabændur sem auglýsa að blómin þeirra geri kraftaverk. Nei, og aftur nei. Þau gera engin kraftaverk en þau geta glatt fólk. (Jesús gerði kraftaverk var sagt hér í denn).
Besta deildin! Bannað er að nota orðið BESTA í auglýsingum (nema bæjarins bestur fengu undanþágu) en nú er heil deild í knattspyrnu sögð sú besta. Er þá handboltadeildin sú næst besta og körfuboltadeild sú þriðja besta og svo koll að kolli. Hvaða rugl er þetta!
Bríó auglýsir alvöru bjór! Og Egils Gull eitthvað svipað. Bjórauglýsingar eru bannaðar hélt ég þó svo ég sé ekki endilega sammála því.
Og að lokum ekki benda lögreglu á hugsanlegan brotamann ef hann er ekki með hvítt skinn. Því þá ert þú væntanlega rasisti!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2022 | 10:31
Sögur af sjálfum mér nr. 6
VESTURVER (MORGUNBLAÐSHÖLLIN) Þegar ég var krakki var Vesturver nánast nafli alheimsins. Ég tengdist Vesturveri þannig: Bókabúð Lárusar Blöndal en Lárus var bróðir pabba. Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttir en Sigríður var systir mömmu. ABC sjoppan hana rak Kolbeinn sem var giftur Obbu frænku minni. Og til að kóróna allt þetta þá var húsvörðurinn Guðmundur Blöndal frændi minn. Pabbi var á þessum tíma mikið að vinni í HSH og þar kynntust þeir Svavar Gests. og urðu síðar félagr í Lionklúbbnum Ægi en það er önnur saga. En Svavar fékk pabba að semja texta fyrir sig t.d. Bellu símamær og Hulda spann ásamt eitthvað 20 til 30 aðra. Hápunkturinn í Vesturveri var um jólin. Þá komu skemmtikraftar og sýndu í stóra glugganum á annari hæð. Þá var Austurstræti fullt af fólki og náði fjöldinn alveg upp að Bankastræti. Ég var svo heppinn að fá að vera inn og sá þegar jólasveinarnir voru að gera sig klára en mest var ég hrifinn af Baldri og Konna en pabbi samdi nokkra texta fyrir þá félaga þó svo hann sé bara skráður fyrir einu lagi. Eftir sýningu sína fór Baldur niður í kjallaran með Konna sinn og lagði hann í tösku og skrapp svo eitthvað frá. Þarna var ég einn með Konna og starði á hann. Við Konni bara tveir saman! Fyrir utan Vesturver var Hjálpræðisherinn með söfnunar kassa og líka að selja Herópið og gekk þeim vel. Að lokum má geta þess að Ringelberg var með blómabúðina Rósina og herrafatabúð í kjallarnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2022 | 22:52
Sögur af sjálfum mér nr. 5
Nú er það Silli og Valdi í Aðalstræti: Silli og Valdi voru nánast alsráðandi á matvörumarkaðinum á þessum tíma. Bara KRON var með fleiri verslanir en þeir. Sigurjón hét verslunarstjórinn í Aðalstræti þar sem ég vann. Það sem gerði Aðalstrætisbúðina sérstaka var að þar var vörulager fyrir allar hinar búðirnar. Var aðal lagerinn í svokölluðum "Fjalaketti". Það var oft mjög spaugilegt að finna ákveðnar v0rur þarna en bara Sigurjón vissi hvar hinar og þessar vörur voru geymdar. "Þú bara skríður yfir kaffibaunapokana og þar bak við finnur þú.." Já, það passaði þar var varan sem ég átti að ná í svo dæmi sé tekið. Í Aðalstrætisbúðinni vann líka Logi sem síðar var verslunarstjóri hjá Silla og Valda á Laugavegi og stofnaði svo Verslunina Vínberið. Áttum við síðar eftir að hafa mikil viðskipti saman og svo skemmtilega vildi til að við vorum í sömu ferð til Rússlands árið 2016. Blessuð sé minning hans. Í Aðalstrætisbúðinni komu oft rónar að versla. Þetta voru hinir ágætustu menn og aldrei þurftum við að hafa áhyggjur að þeir stælu. Voru yfirleitt bara að kaupa kardimommudropa og Póló drykk. Eitt sinn var ég að labba rúntinn á laugardagskvöldi í Austurstræti og þá er kallað á mig úr skúmaskoti. Þar var Kristján róni sá ágæti maður og bað mig um síkarettu sem ég átti ekki. Reykir þú ekki spurði hann mig? Jú, ég reyki pípu sagði ég. Þá dró hann upp þá stæðstu pípu sem ég hef séð og bað hann mig um píputóbak sem hann fékk en hálfur pakkinn fór þarna en geði ekki mikið til því Kristján var mikill sómamaður og aldrei með nein læti. Læt þetta duga en af nóg er að taka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2022 | 15:42
Sögur af sjálfum mér. Nr. 4.
Næsti staður er Versl. Esja Kjalarnesi. Þegar ég vann þar var eigandinn Magnús Leopoldsson. Ég byrjaði sem bensínafgreiðslumaður og átti líka að hjálpa til í sjoppunni. Ekki leið á löngu þar til Magnús fól mér fleiri verkefni. Það fór svo að ég var byrjaður að gera allt sem þurfti að gera t.d. vörumóttöku, fylla upp í hillur og tala nú ekki um að saga kjötskrokka. Það kenndi Magnús mér og lagði ofuráherslu á að fara varlega, sem ég og gerði. Síðar var ég byrjaður að gera upp og fela peningana á ákveðnum stað. Fannst mér mjög vænt um þetta mikla traust sem Magnús sýndi mér og brást ég aldrei því trausti. En svo þegar ég er hættur að vinna þarna kemur upp þetta leiðindamál þar sem Magnús er bendlaður við svokallaða Geirfinnsmál. Þar sem ég hafði kynnst Magnúsi vel, var ég alveg sannfærður um að hann gæti aldrei verið sekur um svo ljótan glæp sem hann var ásakaður um því meiri öðlingi hafði ég bara ekki kynnst. Lenti ég oft í hávaða rifrildi við fólk sem sagði að hann væri sekur. Nú vita allir hvernig það mál fór þ.e.a.s. aðkoma Magnúsar var enginn.
Næsti staður verður Silli og Valdi í Aðalstræti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)