Gamlar vísur

Fann í dánarbúi föðurs míns gamlar bækur allar handskrifaðar og í einni þeirra var rúmlega 200 vísur. Hver skráði þessar vísur veit ég ekki en ætla að birta nokkrar vísur af og til en allar eru þær númerar. Stundum er erfitt að skilja skriftina en þá læt ég viðkomandi orð í sviga. Saga er á bak við hverja vísu. Vona að einhverjir hafi gaman að þessum vísum: 

1. Jón Árnason á Þyngeyrum segir svo á einum stað:

Þó að öldur þjóti kífs

og (þraulafjöld) mjer bjóði,

móti göldrum glaumi lífs

geng jeg með köldu blóði.

2. Jón Árnason á Víðimýri segir svo:

Glatt er lyndi löngum ber

ljóst er synd að þola.

Það er yndi mesta mjer

mótgangsvind að þola.

3. Jón á Þyngeyrum Árnason orti vísur þessar:

Hugarglaður held jeg frá

húsum mammons vina.

Skulda frí og skelli á 

skeið um veröldina.

4. Veröld svona veltir sjer

vafin dular fjöðrum,

hún var kona hverflund mjer

hvað sem hún reyndis öðrum.

5. Margar hallast mannorð hjer

misjamt spjallar lunga,

því að allir erfum vjer

Adams fallið þunga.

6. Kvennmaður sem kallaður er "Þura á Garði" orti vísu þessar um mann nokkurn er Bárður heitir. Bjó hann einn í kofa og var sagður Kvennhatari mikill:

Smíðað hefur Bárður bás

og býr þar sjálfur hjá sjer,

hefur til þess hengilás

að halda konum frá sjer.

7. Nokkru síðar spurðist að Bárður þessi átti barn í vonum. Þá sagði Þura:

Þrengist senn á Bárðar bás

bráðum fæðist drengur.

Hefur bilað hengilás

hespa eða kengur. 

Læt þetta gott heita núna en set inn meira síðar.

 


Bloggfærslur 2. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband