Færsluflokkur: Bloggar

Óljóð dagsins nr. 6

Gjald-dagi:

Gíróseðillinn

datt inn um lúguna

hann vildi komast út

því hann vissi

að hann boðaði

óhamingju.

Góður grínisti:

Kerlingin hló þar til hún dó.

Hverning var brandarinn?

Gamalt og nýtt:

Gamla konan

hugsaði um gamla tíman.

Hún setti videóspólu

í vídeóið og grét.

Tóm tjara:

Þú sýgur og sýgur

tjöruna í lungun

og þér líður vel

af því þú sérð ekki lungun.

Alsherjar lausn:

Ef þú veist svör heimsins

feldu þig þá vel.

 

 

 


Óljóð dagsins nr. 5

Vonin sem brágst:

Skjalataskan átti vonir

eigandinn líka

það ríkti hamingja og vonir

svo kom skatturinn

og tók skjalatöskuna

og eigandan.

Yfirvinna:

Ef sálin er eilíf

þá hljóta sálfræðingar

að vinna að eilífu

og vinna yfirvinnu.

Viska:

Skyldi sá sem ekkert veit

vita að því?

Aldur:

Allir sem voru gamlir í gamla daga

eru dauðir í dag.

Hvað ert þú gamall?

Nám:

Hvað ætli það taki

langan tíma

að læra á skyndinámskeiði?

 


Óljóð dagsins nr. 4

Gengislækkun:

Krónan fékk kransæðastíflu

og liggiur nú á gjörgæsludeild

10 eyringurinn

andaðist um svipað leiti

og verður jarðsettur

við hliðina á 5 eyringnum

sem varð bráðkvaddur

fyrir ári síðan.

Seðlabankastjórinn hraðaði sér

í laxveiði.

Óvissa:

Rúgbrauðið veit

ekkert að því

að menn

reka við.

Dýrtíð:

Ef þú eyðir

um efni fram

fer þér þá

aftur eða fram?


Óljóð nr. 3

Hamingja:

Bóndinn mokar flórinn

honum líður vel

Bílstjórinn á Miklubrautinni

reynir að komast yfir á gulu ljósi og tekst það

honum líður vel.

Martröð:

Náttfötin fóru að sofa

eigandinn vakti.

Draumórar:

Hefur þú einhvern tíman sofið út?

Er hægt að sofa inn?

Minning:

Ég man gamla góða daga

hvað verður dagurinn í dag?


Óljóð dagsins nr. 2

Sveitó:

Lítið borgarbarn

var sent í sveit

lítið borgarbarn

fann fjósalykt

lítið borgarbarn

sá hænur og hana

lítið borgarbarn

lék sér við lömb

lítið borgabarn

hamaðist í heyi

lítið borgarbarn

fann frið

lítið borgarbarn

fékk kúltúrsjokk

og flúði heim.

Undur:

Er það ekki skrítið

hvað margt er skrítið.

Sólsetur:

Sólin sest niður

en ég hef aldrei séð stólinn.

 


Óljóð dagsins.

Fann kassa með "óljóðum" sem ég setti saman fyrir ca. 30 árum. Þar sem ég reikna ekki með að þessi óljóð mín verði nokkurn tíman gefin út þá datt mér í hug að birta nokkur óljóð á hverjum degi undir nafninu: Óljóð dagsins!! Afturför:

Litli og stóri voru skemmtilegir og skemmtu fólki.

Í dag vilja allir vera stórir en eru litlir og skemmta engum.

Asnalegt:

Asninn er auðþekktur af eyrunum

á hverju þekkist þú?

Takki:

Skrítið með slökkvara

þeir kveikja líka!

 

 

 


Nei - day May - day

Á laugardaginn 9. apríl eru kosningar um eitt stærsta mál sem kosið hefur verið um hér á landi. Gerum laugardaginn að Nei - degi. May - day Nei - day. Þetta er neyðarkall sem við sem þjóð verðum að bregðast rétt við. 98% sögðu Nei seinast. Gefum okkur að 20% láti fáránlegan hræðsluáróður hafa áhrif á sig og 10% að því bara! Þá stendur eftir 70% sem er góður meirihluti íslensku þjóðarinnar. Ég vil trúa því að þetta dæmi geti verið raunverulegt. Það eru þessir Íslendingar sem axla ábyrgð og taka rétta ákvörðun og segja Nei. Ég er stoltur að tilheyra þeim Íslendingum sem gera laugardaginn 9. apríl að NEI- DEGI.

Enn er von.

Þökkum forsetanum fyrir að rétta okkur LÍFLÍNU AFTUR. Tökum fast í líflínunna og sleppum henni ekki. Hollendingar og Bretar hefðu farið dómstólaleiðina strax í byrjun ef þeir væru sannfærðir um að vinna málið þar. Þetta vita allir sem vilja vita. Núna er seinasti möguleiki til að segja NEI og þann rétt megum við ekki láta frá okkur.

Búið.

Það var dapurlegt að sitja á þingpöllum í dag og vera vitni að því að sjá landa sína samþykkja Icesave málið. Það sem verra var að formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokka landsins samþykktu að láta óbreytta borgara sína borga skuldir einkabanka þar sem stjórnendur og eigendur viðkomandi banka virðast ekki bera neina ábyrgð. Það verður erfitt fyrir forseta landsins að neita að skrifa undir Icesave lögin þar sem 44 alþingismenn vilja hafa þetta svona og auk þess þrír formenn eins og áður sagði. Ég get ekkert sagt að lokum en: GUÐ BLESSI ÍSLAND og þá þingmenn sem virðast vera á móti þjóð sinni.

Fáranlegt.

Hvernig má það vera að  fjármálaráðherra þjóðarinnar og vinstrisinni vill ólmur að landsmenn allir greiði skuldir einkabanka sem var stjórnað og í eigu manna sem teljast seint til vinstri heldur miklu fremur til sjálfstæðisflokksins? Og hvernig getur ábyrgur fjármálaráðherra mælt með að borga skuld sem hann veit ekki sjálfur né nokkur annar hve há verði?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband