Gamlar vísur nr. 10

Jæja þá ætla ég að byrja á "seinni hálfleik".

100. Eiga vildi jeg Erlend prest

yfirsæng og kodda.

Væna kú og vakran hest

og vera frú í Odda.

101. Þorsteinn Gíslason, kveður svo við koppin sinn:

Þú er fríður breiður blár

og bjartar lyndir þinnar.

Þú ert víður heiður hár

sem hjartans óskir minnar.

102. Þessi vísa er eftir sama.(Eða Stgr.Th.)

Vor er indæl jeg það veit

óskar kveður raustin,

ekkert fegra á fold jeg leit

en fagurt kveld á haustin.

103. Maður sem kallaður var "Gosi" og átti heima fyrir norðan eignaðist einu sinni tvíbura þá var sagt:

Gosi átti Gosa von

með Gosu móðir.

En svo kom Gosi Gosason

og Gosa bróðir.

104. Lausavísur:

Jarpur skeiðar fljótur frár

finnur reiðar ljónið.

Snarpur leiðar gjótur gjár

glimur breiða frónið.

105. Fallegan fótin Skjóni ber

framan eftir hlíðunum

af góðum var hann gefin mjer

gaman er að ríða honum.

106. Á Eyrarb.voru smíðaðir 2 "motorbátar" og sama dag og þeir voru á sjó settir gifti sig maður að nafni Símon á Gamla-Hrauni. Þá kvað Guðm.Bóksali Guðmundsson:

Sama dag og Simba gaf

Sjera Gísli meyju.

Eyrbekkingar íttu á haf

Öðlingi og Freyju.

107. Og þessa líka:

Eru komin út á lón

yngissveinn og meyja.

Una þar sem egtu hjón 

Öðlingur og Feyja.

108. Sigurður Breiðfjörð kveður þannig:

Ástin hefur hýra brá 

en hendur sundur leitar.

Ein er mjúk en önnur sár

en þó báðar heitar.

109. R vísa:

Argur borar ungur urg

argur kargur meðan sarg.

Færar lurgur fjargur durg

fargast margur garðs við starg.

110. Maður fjell af hestbaki hann kvað:

Ég hlaut að stauta blauta braut

skrikkjótt nokkuð gekk.

Hún þaut og hnaut í laut

hnikk með rikk í skrokkin laut fjekk.

111. Einu sinni voru veitt verðlaun fyrir að botna vísnpart þennan:(Ólafur Briem)

Er til grafar komu kurl 

kappar landsins átu snarl.

Svarið var. Eftir þúsund ára nurl

ægði þeim að launa jarl.

-----------------------

Komið núna.

 


Gamlar vísur nr. 9

87. Mikið er jeg minni enn guð

máski það geri syndin.

Á átta dögum alsköpuð

er nú kirkju grindin.

88. Akunn gála. (Sigfús snikkari)

Eg er ei nema skaft og skott

skrautlega búin stundum.

Engri skepnum geri gott

geng í lið með hundum.

89. Það því veldur að jeg er

einn í nótt að sveima,

(heiptar)eiddi mjer

að jeg dveldi heima.

90. Þessi vísa er eftir Freistein Gunnarsson.

Samviska ber merki þess

sem maður hefur gjört.

Mín var áður móalótt

en mína er hún svört.

(P J)

91. Aldrei skaltu rjúpur elta

upp um heiðar.

Heima eru götur greiðar

og gott að fara á lóm-veiðar.

92. Margur sá er dansar dátt

um dimmar nætur.

Daginn eftir dapur grætur

og dregist með ólund seinast á fætur.

93. Einhverju sinni kom út kvæði eða bragur undir dulnefni og ætluðu margir að væri eftir Grím Tomsen. Það kvað Páll Ólafsson:

Ekki er þetta eftir Grím

eða hvernig spirðu.

Það er miklu míkra rím

en meistaraljóðin stirðu.

94. Guðm.Pjetursson orti vísu þessa til Guðm.Arons:

Aron sjútir ódaun hlands

orðin tík af vífni manns,

úr eidurdreggjum illa Brands

óska maður Suðurlands.

95. Lausavísur:

Ekkert framar eikur mjer

yndislegar stundir.

En lesa Þorstein ljóðakver (=Erlingssonar)

og bíða Svönu um grundir. 

96. Guðmundur með glerhattinn

gengur fyrir kapmanninn,

rífur sundur reikninginn 

(rækals)ljóti (þrasararinn).

97. Þessi er eftir Pál Ólafsson:

Illa fengin auður þinn

áður en líkur nösum.

Aftur týnir Andskotinn

upp úr þínum vösum.

98. Lausavísur:

Þó að stundum svíði sár

og svelli kapp í blóði,

verður sjerhvert æfi ár

eign í sparisjóði. 

99. Gott er að eiga gæðin flest,

góða jörð og sauðfje mest,

góða konu og góðan prest 

góða kú og vænan hest

-------

Næst byrja ég á vísu nr. 100

 

 

 

 


Gamlar vísur nr. 8

76. Ekki veit jeg eftir hvern hestavísa þessi er. (Páll Guðmundsson):

Sjeð hef jeg Apal fáka fremst

frísa gepa yða.

Ef að skapið í hann kemst

er sem hrapi skriða.

77. Maður nokkur sem var þunglyndur orti þessa um veröldina:

Leiðist mjer heimsins lasta brellur

leiðist mjer heimi að lifa í

lífið er eintómt smellirí.

78. Vísa þessi var ort í mollu veðri. (Jónas Hallgrímsson):

Veðrið er hvorki vott nje gott
varla kalt og ekki heitt.

Það er hvorki þurt nje vott

þar er svo sem ekki neitt.

79. Einar E. Sæmundsen, orti vísu þessa dag nokkurn og skrifaði hana á kamardyr í "Heklu" sem æfinlega stóð upp á víða gátt:

Inn um þessar opnu dyr

allir meiga líta.

Verið hingað velkomnir

sem viljið fá að skíta.

80. Ekki veit jeg um höfund að þessari vísu:

Ingibjörg er aftanbrött

en örmjó framan.

Skildi ekki meiga skera hana sundur

og skeita saman. 

81. Kapphlaup höfðu verið háð á íþróttavellinum í Reykjavík og þar um ort þessi vísa:

Hundskinsrófa og haframjel

hlupu í einum spretti,

gjarðarjárn af gömlum sel

og gleraugu af ketti.

81. (aftur 81 innsk. Sig. I. B. Guðm.)

Kristinn Jónsson Í Winnipig orti vísu þessa ekki veit jeg um aðdrifin að henni:

Alt er hirt og alt er birt

ekkert hlje á leirburði.

Kveður (mi..) stundum stirt

Stefan G. í (Kringlumasi)

82. Vísa þessi er eftir sama:

Rjúfðu sunna sorta sky

sýn því kunnir skýna,

kystu á munnin hlyr og hly

hana Gunnu mína.

83. Vísur þessar eru eftir ókunna höfunda. (Guðm.bóksali Ebakka):

Nítján stiga nú er frost

mæðir krumma tetur.

Hlítur að bíða harðan kost

höðingin í vetur.

84. Hafði stút úr heilum hnút

hugði sút að stilla.

Sat í hnút og saup á kút

synda príkan illa.

85. Þó slípist hestur, slitni gjörð

(slettunni) ekki kvíddu.

Hugsaði hvorki um himin nje jörð

haltu þjer fast og ríddu.

86. Það má segja um þennan mann

það er spiltur sonur.

Upp að mitti elskar hann

allar vinnukonur. 

 

 

 


Gamlar vísur nr. 7

63. Um mann að nafni Pjetur orti hann:

Veit jeg Pjetur verri í bráð

virðist sómamaður,

en ef betur að er gáð

er hann góðhjartaður.

64. Gyðingur nokkur seldi hest þar fyrir vestan. Hesturinn var mjög slæmur af hrekkjum við skepnur og menn. Um hann kvað Kristinn:

Klárinn illa kristin var

uni kreddum skeitti ei Lúterskar

eðli sjált í æðum bar

eins og flestir Gyðingar.

65. Vísa þessi var ort í Ameríku? við þingkosningar,er hún um Englending? er bauð sig þar fram:

Stjórnarpingjan keirð var kring

að kaupa (óskingan) almenning

og senda á þing með sívirðing

sálarringan vesta hring.

66. Guðm. Pjetursson orti vísu þessa til Sveins járnsmiðs:

Gefur mörgum Sveinki sár

sínum bögum meður.

Kveður betur flestum frá

fannaslóðir treður.

67. Þessi vísa er eftir mann er bjó í Langholti í Hrunamannahreppi:

Minn þó Sokki brúki brokk

burt hann lokka trega.

Fram úr nokkrum fákar flokk

fer hann þokka lega. 

68. Páll Ólafsson, kvað vísu þessa við mann er stóð úti og hjelt á börðum harðfiski í hendinni:

Á hlaðinu maður hreikin er

heimskur apla kálfur.

Heldur á því í hendi sjer

sem hann ætti að vera sjálfur.

69. Sami kveður svo um vetur:

Gluggar frjósa, gleri á

grefur rósu vetur

falda ljósu fjollin há

fátt sjer hrósa betur.

70. Vatnsendar-Rósa kveður þannig til manns:

Þó að kali heitur hver

hylji dali jökull ber,

steinar tali og alt hvað er

aldrei skal ég gleyma þjer.

71. Sama orti vísu þessa:

Man eg okkar fyrri fund

forn þó ástin rjeni.

Nú er eins og hundur hund

hitti á tófu greni.

72. Einar E. Sæmundssen, fór einu sinni að Kollaðarnesi ásamt fleiri ungum mönnum þá sagði hann: 

Fröken Halla hjer fær snjalla drengi

til að sjalla og spauga við

sparar valla gamanið.

73. Drengur 12 ára misti föður sinn, var hann þá spurður að hvoru megin hann hjeldi að faðir sinn væri. Þá svarar snáði:

Í himnaríki er hópur stór

í helvíti er þó fleira.

Í hvorn staðin hann föður minn fór

það fáið þið seinna að heyra.

74. Einar Benidiksson hefur ort vísu þessa:

Falla tímans voldug verk

valla falleg baga.

Snjalla ríman stuðla sterk

stendur alla daga. 

75. Eiríkur Einarsson, frá Hæli kveður svo:

Það endar verst sem birjar best

og byggt er í flestum vonum.

Svo er með prest og svikin hest

og sannast best á konum.

-------

Komið núna. Meira síðar. 

 

 

 

 


Gamlar vísur nr. 6

50. Ef þú vildir vinur minn

vera Í nokkurri (þryði)

stundaðu allan aldur þinn 

axarskafta smíði. 

51. Andres Björnsson orti vísu þessa í fylliríi:

Það er fúlt á flöskunni

(fordjafaður) andskoti,

hentu henni ofan í helvíti

-hana taktu við henni.-

52. Konu úthýst í vondu veðri:

Orðið taka að úthýsa 

er á baki þínu.

Aldrei rak jeg aumingja

undan þaki mínu.

53. Um Guðm. Pjetursson á Minna-Hofi á Rangárvöllum:

Gvendur þú er gæða skinn

þótt gáfurnar sjeu ei hjá þjer.

Það held jeg þekti hundssvipinn

þó hausinn væri ekki á þjer.

54. Af Eyjarsandi út í Vog

er það mældur vegur.

Átján þúsund ára tog

áttatíu og fjegur. 

55. Jón Jónsson, frá Hvoli hagorður vel yrkir svo á einum stað:

Síst mitt raskast sinnist far

svona í fljótu hasti.

Þó að andans aumingjar

á mig hnútum kasti.

56. Sami segir á öðrum stað:

Margt er vos um mannlegt svið

margt er tos á ímsa hlið

þó er los á sorgar sið

Siggi brosir öllum við.

57. Fyrst er sjón og svo er tal

svo kemur hlílegt auga.

Síðan ástar fagurt hjal

Freyju hefst við bauga.

58. Kristinn Jónsson í Winnipig yrkir svo um forest:

Einu var það svo undirmjór

og einskins virði.

Margur hissa horfi og spurði

"hvar er þessi drottin smurði."

59. Einu sinni var Kristinn rekin úr vinnu ásamt tveimur öðrum mönnum og þrír voru teknir í staðinn. Þá sagði Kristinn:

Góður, betri, bestur

burtu voru reknir.

Vondur, verri, vestur

voru aftur teknir.

60. Lesið hef jeg lærdómsstef

þó ljót sje skriftin.

Síst er að efa sannleiks kraftin

sælla er að gefa en þyggja á kjaftin.

61. Kristinn hafði vinnukonu er Anna hjet, sú fór frá honum og í staðinn fjekk hann aðra Önnu. Þá kvað hann:

Þungar má jeg þrautir kanna

á þessum vetri.

Nú er komin önnur Anna

ekki betri.

62. Og þessa líka:

Anna Daða dapurleg

og druslum vafin.

Engin maður eins og jeg

er "Önnum" kafin.

Læt þetta duga í dag. 

 


Gamlar vísur nr. 5

38. Þura á Garði er lág vexti en ákaflega þrekin. Til hennar orti Þórólfur á Baldursheimi:

Stuttu (þriki) stúlkan ann

strikið margur (urta) kann.

En Þura á Garði þyrti mann

sem þrekari væri en jeg og hann.

39. Þar með var þankastriksvísunum lokið. Stúlka nokkur Norðlensk orti vísu þessa til karlmanns:

Þjóna myndi þankin minn

þótt hann væri freðinn.

Findi jeg ástarylin þinn

elskulegi Hjeðinn.

40. Drengur nokkur fór á bak ótemju, datt af baki og lá nokkra daga, þegar hann kom á fætur aftur var hann skammaður fyrir uppátektina af foreldrum sínum. Þá kvað hann:

Ekki fjekk jeg þekka þökk

þrikkja gekk ei hrekkja grikk.

Þá bikkjan,rikkjótt,skrikkjót,skökk,

á skokki og brokki stökk í hlikk.

41. Sami maður orti vísu þessa til að sjá hvað hann kæmi mörgum lum (ellum)í eina vísu:

Fellur mjöll á falla stall

fallvötn spillast gilin ill.

Í frelling öll olli fall

alloft skella svelli vill.

42. Einar E. Sæmundsson orti vísu þessa einusinni:

Skulfu hjallar skall hann á

skeiðið rjett við hjallan.

Þessi blettur muna má

margan sprettin snjallan.

43. Einu sinni voru þeir saman á ferðalagi, Gestur Einarsson frá Hæli Brynjólfur Jónsson frá Minna Núpi og Sig. Haraldsson frá Jötu í Hrunnahrepp. Þá segir Sigurður:

Meyja koss er mesta hnoss

Brynjólfur svarar=munarblossi fríður.

Gestur botnar.

Krossa tossi á eftir oss

einn á hrossi ríður.

43. (innskot) það eru tvær vísur nr. 43.

Þeir Brynjólfur og Gestur voru einu sinni staddir í Tryggvaskála sjer Gestur hvar Brynjólfur fer eftir ganginum á eftir kvenmanni er Bjarge var kölluð. Þá segir Gestur:

Ertu að geispa elskan mín

aftur við hana Björgu.

Þá segir Brynjólfur.

Það hlæir mig havð heimskan þín

hefur orð á mörgu.

44. Guðm. nokkur frá Laugadælum, kom seint um kvöld frá hjásetu var hann þá 8 ára. Bað hann kvenfólkið um mat en það mátti ekki vera að ansa honum. Hann segir þá:

Það skal vera æ mín yðja

ykkur stugga við.

Andskotan er betra að biðja

en bölvað kvenfólkið.

45. Lausavísur þær er hjer fara á eftir veit jeg ekki nein deili á:

Eg held í sælu himnarans

og hef þar litlar mætur,

ef að þar er enginn dans

og ekkert "rall" um nætur.

46. Um sjóinn.

Þú ert sagður sonur kær

þótt komin sjert til ára.

Unnusturnar eru þær

Alda, Hrönn og Bára.

47. Mjer hefur vinur góður gleimt

og gert mjer ílt í sinni.

Eftir hann er orðið reimt

inst í sálu minni.

48. Fyrirgefðu að fátt jeg tel

fyrst að aðrir heira.

Sagt er að okkur semji vel

og sumu er logið meira.

49. Til spaugsama stúlku:

Þura hefur hjörtu tvö

hægra og vinstra megin.

Ó,að þau væru orðin sjö

þá yrði margur fegin.

Komið nóg í dag. 

 

 

 

 

 


Gamlar vísur 4

29. Kaupmaður nokkur var að selja konu og hana vantaði 1 eyrir í viðbót, þá sagði Gísli Ólafsson:

Einn þig vantar eyririnn

ekki er von þjer líki.

Sem ætlar að flytja auðin þinn

inn í himnaríki.

30. Við sama kaupmann sagði hann:

Þó þú berir fínni flík

og fleiri í vösum líkla,

okkar verður lestin lík

á lokadagsins mikla.

31. Honum sita utan á

ótal fitu dropar,

þrælum smita öllum á

annara svitadropar.

32. Stúlka kom í verslun í Hafnarfirði og keipti 10 dósir af sminki áður en hún fór í sveitina. Þá sagði viðstaddur maður:

Meyjan keipa meðalið

að megna fegurð líkhamans.

Hún er að reyna að hressa við

hrákasmíði skapaarans.

33. Einu sinni birtust vísur í "Iðunni" eftir Þuru á Garði. Þá varð Þuru að orði:

Nú er smátt um andans auð

allir verða að bjarga sjer.

"Iðun" gerist eplasnauð

etur hún stolin krækiber.

34. Einu sinni fóru nokkrir Norðlendingar í skemmtiför, þar á meðal var Þura á Garði. í hópnum var stúlka sem sagt var að væri að draga sig eftir litlum manni. Til hennar kvað Þura þessa vísu:

Æ, vert þú ekki að hugsa um hann,

heldur einhveru stærri mann,

það er svo mikið þankastrik

þetta litla stutta prik.

35. Helgi nokkur á Grænavatni var með í förinni og svaraði þessu:

Hví eg vildi velja hann

vildi ekki stærri mann.

Þankastrikið þeijir um sitt

þeiir líka um mitt og hitt.

36. Önnur Þura var með í ferðinni, var hún stór og stæðisleg til hennar orti Helgi vísu þessu: 

Þura breiðir brjóstin á 

blúndumöskva fína.

Þankastrik ei þangað ná

því hún er svo gríða há.

37. Einn samferðamaðurinn orti vísu þessa um þankastrikið:

Tvítugur þótti talið gilt

og feldu ekki lítin pilt.

En þrítugar munu þankastrik

þyggja fyrir utan hik. 

komið núna. Meira síðar.

 

 

 


Gamlar vísur nr. 3

18. Gísli Ólafsson heitir hagyrðingur góður hann segir:

Meðan æfin endist mín

eg skal vera glaður,

elska hesta,vif og vín

og vera drykkjumaður.

19. Hesta rek jeg hart á stað

heim er frekust þráin.

Kvölda tekur kólanr að 

Kári hrekur stráin.

20. Lífið fátt mjer ljær í hag

lúin þrátt jeg glími

koma máttu um miðjan dag

mikli hátta tími.

21. Andres Björnsson orti vísu þessa til Einars E. Sæmundssen:

Þitt mun ekki þyngjast geð

þótt að stitti dagin.

Haustið flytur meyjar með

myrkrinn inn í bæinn. 

22. Einar E. Sæmundssen orti vísu þessa um sjálfan sig þegar hann gifti sig:

Skulfu af gleði skógartrjen

skárra var það standið

þegar Einar Sæmundssen 

sigldi í hjónabandið.

23. Guðm. Guðmundsson, bóksali segir svo um lausavísunar:

Lausavísur liðugar

ljettar, nettar, sniðugar,

örfa kæti alstaðar

eins og heimasæturnar.

24. Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum er skáldkona mikil. Hún segir svo á einum stað:

Enn þá hafa örlögin

á mig smækkað belju klafa.

Skildi jeg aldrei skerfin minn

af skítverkunum unnið hafa.

25. Kristinn Jónsson, er ættaður frá Akureyri, á nú heima í Winnipeg er vel hagorður hann segir svo á einum stað:

Einlægt þú talar illa um mig

aftur jeg tala vel um þig.

En það besta af öllu er

að enginn trúir mjer njé þjer.

26. Þegar hann fluttist til Ameríku sagði hann:

Svo flúði jeg feðra grundu

mjer fanst það alt og þurt,

að leita fjár og frama

ég fullur silgdi á burt.

27. Guðm. Aron Guðbrandsson yrkir svo um lífið:

Lífið er brosandi laðandi þytt

lífið er þráður svo veikur,

lífið er gróandi laufunum þrytt

lífið er draumur og reykur.

28. Guðm. Pjetursson snjeri henni þannig fyrir Aron:

Lífið er brosandi laðandi þytt

lífið mjer fýsnina eikur

lífið er neftóbakslaufunum þrytt

lífið er vindlareykur.

Búið í dag. 

 


Gamlar vísur nr. 2

8. Jón Árnason á Víðimýri segir svo:

Ærðugan jeg átti gang

yfir hann og klungur.

Einatt lá mjer fjall í fang

frá því var ungur.

9. Steingrímur Baldvinsson, frá Árbót í Þyngeyjarsýslu, (hálfbróðir Aðalst. Sigmundssonar, skólastjóra)

kvað svo um skartmikin kvennmann:

Rósagná og randalín

rauða, bláa, græna,

ljómar, gljáir, glitrar, skín,

gumar þrá að mæna.

10. Einar E. Sæmundsson, orti vísu þessa er Hr. Guðm. Ísleifsson ruddist inn á Símstöðina í filliríi.

Helga kona stöðvarstjórans var lengi veik á eftir:

Heimurinn geymir Helgu fall

og hefur það í minni.

Þegar roskinn Regins kall

rak við á símstöðinni.

11. Sami orti vísu þessa þegar Þorl. Guðmundsson bauð sig fram móti Sig. Sigurðssyni 1920?

Þorleifur í Þorlákshöfn

því meiga allir trúa,

kosningar í kaldri dröfn

kæfir Sigga Búa.

12. Sami orti vísu þessa:

Margur kátur maðurinn

og meyjan hneigð fyrir gaman.

En svo kemur helvítis heimurinn

og hneigslast á öllu saman.

13. Guðmundur Guðmundsson, bóksali orti vísur þessar þegar Kristján konungur X kom að Selfossi og fólk var að fara til að sjá hans hátign:

Þegar Kristján konungur

kemur hjer að Fossi.

Heilsa honum allar (hofrófur)

með handabandi og kossi.

14. Bændur, konur, börn og hjú

við bústað hvergi una

kófsveitt alt það keppist nú

á kóng og drotningunna. 

15. Maður nokkur er Pjetur heitir, var á Skóla í Rvík, og gekki illa, þegar hann kom heim sendi vinur hans honum vísu þessa:

Hjarta tetur hætt þig setur

heimurinn hvetur námið letur

en ef þú getur góði Pjetur

þá gættu þín næsta vetur.

16. Þura í Garði orti vísu þessa um mann er Helgi heitir, hann hafði dottið ofan í gil en komst upp aftur:

Að slysum enginn gerir gys

Guðs er mikill kraftur.

Helgi fór til Helvítis

en honum skaut upp aftur.

17. Andres Björnsson, var hagorður vel. Einu sinni var hann á filliríi með Þorsteini Erlingssyni skáldi, og Þorsteinn hafð eiðilagt vísnbotn fyrir Andresi, og Andres svaraði þannig: 

Drottins illur þrjóskur þræll

Þorsteinn snilli kjaftur.

Botnum spillir sagna=sæll

sóar fylli raftur.

Læt þetta duga í dag en held áfram síðar.

 

 

 

 

 


Gamlar vísur

Fann í dánarbúi föðurs míns gamlar bækur allar handskrifaðar og í einni þeirra var rúmlega 200 vísur. Hver skráði þessar vísur veit ég ekki en ætla að birta nokkrar vísur af og til en allar eru þær númerar. Stundum er erfitt að skilja skriftina en þá læt ég viðkomandi orð í sviga. Saga er á bak við hverja vísu. Vona að einhverjir hafi gaman að þessum vísum: 

1. Jón Árnason á Þyngeyrum segir svo á einum stað:

Þó að öldur þjóti kífs

og (þraulafjöld) mjer bjóði,

móti göldrum glaumi lífs

geng jeg með köldu blóði.

2. Jón Árnason á Víðimýri segir svo:

Glatt er lyndi löngum ber

ljóst er synd að þola.

Það er yndi mesta mjer

mótgangsvind að þola.

3. Jón á Þyngeyrum Árnason orti vísur þessar:

Hugarglaður held jeg frá

húsum mammons vina.

Skulda frí og skelli á 

skeið um veröldina.

4. Veröld svona veltir sjer

vafin dular fjöðrum,

hún var kona hverflund mjer

hvað sem hún reyndis öðrum.

5. Margar hallast mannorð hjer

misjamt spjallar lunga,

því að allir erfum vjer

Adams fallið þunga.

6. Kvennmaður sem kallaður er "Þura á Garði" orti vísu þessar um mann nokkurn er Bárður heitir. Bjó hann einn í kofa og var sagður Kvennhatari mikill:

Smíðað hefur Bárður bás

og býr þar sjálfur hjá sjer,

hefur til þess hengilás

að halda konum frá sjer.

7. Nokkru síðar spurðist að Bárður þessi átti barn í vonum. Þá sagði Þura:

Þrengist senn á Bárðar bás

bráðum fæðist drengur.

Hefur bilað hengilás

hespa eða kengur. 

Læt þetta gott heita núna en set inn meira síðar.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband